Morgunblaðið - 17.06.2021, Page 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. JÚNÍ 2021
Traust
Fagmennska
Árangur
YFIR 30 ÁRA
REYNSLA
Bæjarlind 4 / 201 Kópavogur / www.FASTLIND.is
ELÍAS
HARALDSSON
Löggiltur fasteignasali
S: 777 5454
elias@fastlind.is
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Umhverfisstofnun hefur lagt til við
umhverfisráðuneytið að veiðitíma á
helsingja í Skaftafellssýslum verði
breytt. Heimilt verði að hefja veið-
ar á þessari tegund 1. september,
eins og annars staðar á landinu, en
helsingjar hafa verið friðaðir í
Skaftafellssýslum til 25. septem-
ber. Gefist hefur lítill tími til veiða
því fuglinn hverfur til vetrarstöðv-
anna í byrjun október.
Bændur í Suðursveit og víðar í
Austur-Skaftafellssýslu verða fyrir
miklum búsifjum af völdum hels-
ingja, eins og fram kom í blaðinu í
gær, en mjög hefur fjölgað í stofn-
inum á síðustu árum. Bætist það
við ágang heiðargæsa og hrein-
dýra.
Lítur ekki vel út
Fulltrúar Umhverfisstofnunar
kynntu sér aðstæður á vettvangi í
Suðursveit fyrr í vikunni og ræddu
við bændur. Fram kemur í skrif-
legu svari Bjarna Pálssonar teym-
isstjóra að úthagi og tún í Suður-
sveit hafi ekki litið vel út. „Við
höfum ekki forsendur til að meta
nákvæmlega af hverju þetta stafar
en sjálfsagt fer þar saman ágangur
helsingja, hreindýra og slæmt tíð-
arfar sem leggst ofan á hefðbundna
beit sauðfjár.“
Spurður um aðgerðir getur
Bjarni um tillögu Umhverfisstofn-
unar um að lengja veiðitíma á hels-
ingja, sem fyrr segir frá. Umhverf-
isstofnun vonast til að það dragi úr
eða hægi á þeirri miklu fjölgun sem
orðið hefur á helsingjastofninum á
þessu svæði. Tillagan er til um-
sagnar hjá Náttúrufræðistofnun
Íslands en ráðherra tekur ákvörð-
unina.
Bændur geta sótt um leyfi til
að verja ræktun sína
Þegar spurt er um möguleika
bænda á að koma í veg fyrir tjón nú
í sumar en bændur eru hræddir um
að ná ekki að ná uppskeru af túnum
sínum bendir Bjarni á að ráðherra
geti að fenginni umsögn Umhverf-
isstofnunar og Náttúrufræðistofn-
unar veitt tímabundið leyfi til veiða
í því skyni að koma í veg fyrir tjón.
Bændur þurfi þá að senda beiðni til
ráðuneytisins um að fá slíkt leyfi.
Bjarni segir að aðgerðum þurfi að
fylgja eftir með ýmiss konar fæl-
ingu en þá þurfi fuglinn líka að hafa
einhverja aðra staði til að leita á.
Varðandi hreindýrin segir Bjarni
að á undanförnum árum hafi veiði-
stjórn miðað að því að halda hrein-
dýrastofninum á svæðinu í skefj-
um, ekki síst til að varna því að
dýrin leiti vestur yfir Jökulsá á
Breiðamerkursandi. Það sé einkum
gert vegna sauðfjárveikivarna.
Bjarni segir í svari sínu að Um-
hverfisstofnun muni áfram beina
þessum tilmælum til hreindýra-
veiðimanna á svæðinu en getur
þess um leið að enn frekari stýring
veiða á komandi árum sé í athugun.
Tillaga um lengri veiðitíma
- Umhverfisstofnun leggur til að veiðar á helsingja hefjist
fyrr á haustin - Tilgangurinn er að minnka tjón bænda
Morgunblaðið/RAX
Heimahagar Helsingjar verpa mikið við Jökulsárlón, meðal annars í Skúm-
ey, en bíta gras í úthaga og ekki síst á túnum við litla hrifningu bænda.
Ekki hefur hærra hlutfall íbúða á
höfuðborgarsvæðinu selst yfir
ásettu verði frá upphafi mælinga.
Þetta kemur fram í mánaðarskýrslu
hagdeildar Húsnæðis- og
mannvirkjastofnunar fyrir júní.
Á síðustu þremur mánuðum sem
gögn skýrslunnar ná til, þ.e. febr-
úar til apríl, seldust 35% íbúða í
fjölbýli yfir ásettu verði og 38%
íbúða í sérbýli. Þá var sölutími
íbúða á höfuðborgarsvæðinu sem
seldust í apríl að jafnaði 39 dagar og
hefur ekki mælst skemmri frá upp-
hafi mælinga. Í skýrslunni kemur
því fram að enn séu mikil umsvif á
fasteignamarkaði miðað við árstíma
og ýmsir mælikvarðar sem gefi til
kynna að eftirspurnarþrýstingur sé
enn mikill. Íbúðaverð á höfuðborg-
arsvæðinu var um 2% hærra í apríl
en það var í mars og 4% hærra en í
febrúar sé miðað við vísitölu sölu-
verðs. Undanfarið ár hefur mikil
eftirspurn leitt til þess að íbúðum til
sölu hefur fækkað en á landinu öllu
eru nú ríflega 1.900 íbúðir auglýstar
til sölu en fyrir rúmu ári voru þær
rétt tæplega 4.000. Nýtt framboð
fasteigna hefur því ekki mætt eft-
irspurninni.
Þó er nýliðun fyrirtækja í bygg-
ingarstarfsemi og mannvirkjagerð
með mesta móti frá upphafi mæl-
inga árið 2008 ef miðað er við
árstíðaleiðrétt sex mánaða með-
altal.
Leiguverð fer lækkandi
Leiguverð hefur farið lækkandi
undanfarið á höfuðborgarsvæðinu
og mælist 12 mánaða breyting vísi-
tölu leiguverðs neikvæð um 2,4%
fyrir aprílmánuð en þetta er áttundi
mánuðurinn í röð þar sem 12 mán-
aða breyting leiguverðs mælist nei-
kvæð. Leiga hefur hækkað mun
minna en laun undanfarin tvö ár á
öllum landsvæðum. Á höfuðborg-
arsvæðinu er leiguverð í hlutfalli við
laun lægra á þessu ári en það hefur
verið að minnsta kosti frá árinu
2010. Meðalfjárhæð greiddrar leigu
í apríl var 187 þúsund krónur á
mánuði á höfuðborgarsvæðinu og
meðalstærð íbúða 71 fm. Hæst varð
meðalleiga á höfuðborgarsvæðinu
207 þúsund krónur í maí 2019.
urdur@mbl.is
35% íbúða seljast
yfir ásettu verði
- Íbúðaverð um
4% hærra á höfuð-
borgarsvæðinu
Morgunblaðið/Hari
Fasteignir Mikil umsvif á fast-
eignamarkaði miðað við árstíma.
Oddur Þórðarson
oddurth@mbl.is
Landspítalinn hefur farið yfir út-
tekt embættis landlæknis á hóp-
smiti kórónuveiru sem kom upp á
Landakotsspítala í október á síð-
asta ári og segist spítalinn vera í
meginefnum sammála niðurstöðu
embættisins.
Í yfirlýsingu spítalans má
merkja að stjórnendum spítalans
finnist eins og erfitt hefði verið að
koma í veg fyrir þann harmleik
sem átti sér stað á spítalanum,
enda hafi landsins allra hæfasta
fólk verið að gera sitt allra besta
við fordæmalausar og erfiðar að-
stæður.
Mikill og þungur lærdómur
Þar segir m.a., að því miður hafi
ítrekað skapast fordæmalausar að-
stæður í heimsfaraldri Covid-19 á
Landspítala, sérstaklega á fyrsta
ári hans.
„Við Íslendingar erum þó ekki
einstök hvað þetta varðar, því
heimsbyggðin hefur öll verið að
kljást við sama vandamál. Þar sem
aðstæður eru góðar hvað snertir
húsnæði og mannauð hefur tekist
betur að fást við farsóttina og fyr-
irsjáanlegar hópsýkingar. Þar sem
aðstæður eru síðri hefur gengið
verr. Af því má mikinn og þungan
lærdóm draga.“
Landspítalinn ítrekar í yfirlýs-
ingu sinni að í kjölfar bráðabirgða-
úttektar sem spítalinn gerði sjálfur
í kjölfar hópsmitsins hafi komið
fram alls konar ábendingar um það
sem betur mætti fara á Landakoti.
Þar hefur nú verið ráðist í ýmsar
endurbætur, á húsnæði sem hentar
einkar illa fyrir sjúkrahússtarfsemi
enda frekar notað undir endurhæf-
ingarstarfsemi.
„Má þar nefna meðal annars
fækkun fjölbýla og fjölgun sérbýla
auk þess sem loftræstikerfi hefur
verið komið fyrir. Sýkingavarnir
verða styrktar, ásamt starfs-
mannaheilsuvernd, unnið er að
stöðlun húsnæðis og viðhalds inn-
viða eftir megni. Þessu til viðbótar
er nú unnið að eflingu mönnunar í
sýkingavörnum, menntadeild og
starfsmannaheilsuvernd í áföngum
á Landspítala í heild. Unnið er að
umbótum á rafrænum stuðningi og
samhliða að útboði á nýjum kerfum
fyrir gæðahandbók, fræðslu- og
hæfnistjórnunarkerfi, þar sem
meðal annars er hugað að mögu-
leika á að efni verði aðgengilegt á
fleiri tungumálum en íslensku,“
segir meðal annars í yfirlýsingu
Landspítalans.
Þar að auki segir að samtal milli
Landspítalans og embættis land-
læknis sé gott. Ábendingar og að-
finnslur landlæknis séu réttar og
að samstarf um úrbætur sé gott og
farsælt.
Spítalinn sam-
mála landlækni
- Fordæmalausar og erfiðar aðstæður
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Hópsýking Um hundrað manns á
Landakoti smituðust af Covid-19.