Morgunblaðið - 17.06.2021, Síða 14

Morgunblaðið - 17.06.2021, Síða 14
14 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. JÚNÍ 2021 ÖRYGGISÍBÚÐIR EIRAR TIL LEIGU Í GRAFARVOGI Vandaðar öryggis- íbúðir Eirar til leigu í Eirarhúsum, Hlíðarhúsum 3–5, 112 Reykjavík. Eir öryggisíbúðir ehf. - Hlíðarhúsum 7, 112 Reykjavík Netfang: ibudir@eir.is - Sími 522 5700, milli 8 og 16 virka daga . n Rólegt og notarlegt umhverfi með aðgengi að metnaðarfullri aðstöðu og þjónustu með það að markmiði að einstaklingurinn geti búið lengur heima. n Öryggisvöktun allan sólarhringinn. n Aðgengi að mötuneyti og félagsmiðstöð. n Góðar gönguleiðir í nágrenninu. Sendið fyrirspu rn á netfan gið: ibudir@ eir.is Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is V iðburðir með fræðslu fyr- ir alla fjölskylduna eru á sumardagskrá Þjóðminja- safns Íslands. Dagskráin er fjölbreytt og má meðal annars nefna leiðsögn alla þriðjudaga í sum- ar kl. 14 sem ber yfirskriftina Ham- farir og drepsóttir. Þar er velt upp spurningum um uppruna Íslendinga, farsóttir og náttúruvá. Skoðuð eru áhrif umhverfis á heilsufar og út- breiðslu sjúkdóma og hvernig ham- farir og nálægð við náttúruna hafa sett mark sitt á lífsbaráttu Íslend- inga. Galdrar, trú og vísindi Fyrir börn er viðburðurinn Veistu hvað? Þar er forvitninni svalað og leynistaðir safnsins skoðaðir. Vikulega er skipt um þema en fjallað verður meðal annars um galdra, trú og vísindi, ferðalög í fortíðinni, álfa- og tröllasögur sagðar og margt fleira. Einnig verður boðið upp á smiðjur þar sem börnin lita, klippa, líma og fræðast um sögu Íslands. Þessi dag- skrá er alla miðvikudaga kl. 11:00 í sumar og smiðjurnar verða í gangi alla daga. Þá má nefna að Þjóðminja- safn Íslands hefur fengið styrk úr Barnamenningarsjóði til þess að standa straum af námskeiði fyrir börn í viðkvæmri stöðu. Námskeiðið tengir saman útivist, rannsókn á safnkosti Þjóðminjasafns Íslands og þjálfun í tálgun og beitingu bitverk- færa til að móta við. Það tengir upp- götvun á sögu og menningu þjóðar við upplifun og sköpun. Verkefnið er samstarf Jóhönnu Bergmann og Önnu Leif Auðar Elídóttur, safn- kennara Þjóðminjasafnsins, og Ólafs Oddsonar tálgumeistara. Í ævintýraheimi Rauði kross Íslands hefur milli- göngu um þátttökuboð til barna í fjöl- skyldum sem sækja um alþjóðlega vernd á Íslandi eða eru nýir innflytj- endur. Í samstarfi við hjálparstofnanir er börnum fjölskyldna sem þangað leita boðin þátttaka. Þannig er tryggt að í nemendahópnum séu líka börn sem eru þegar með rætur á Íslandi. „Eftir erfiðan vetur og alls kyns takmarkanir erum við loks að upp- skera með frábærri sumardagskrá. Mikið hefur verið lagt í hana og ætti hún að hæfa öllum þeim sem heim- sækja okkur. Enda hefur Þjóðminja- safnið að bjóða einstaka afþreyingu, mikið rými og ævintýraheim fyrir alla fjölskylduna,“ segir Anna Leif. Mynd af menningarsögu Á Þjóðminjasafni Íslands er í öndvegi grunnsýningin Þjóð verður til – menning og samfélag í 1200 ár. Leiðsögn er alla sunnudaga kl. 14:00 en á sýningunni er leitast við að draga upp skýra og heildstæða mynd af menningarsögu Íslendinga. Sög- unni er skipt nokkuð jafnt í sjö tíma- bil og ljósi varpað á þau; jafnt á fram- faraskeið sem erfiða tíma. Almennur aðgöngumiði í Þjóð- minjasafnið kostar 2.000 kr. og gildir í eitt ár. Miðinn veitir aðgang að öllum sýningum og viðburðum en ókeypis er í safnið fyrir börn að 18 ára aldri. Nánari upplýsingar um dagskrána í sumar er að finna á heimasíðu safns- ins, www.thjodminjasafn.is/sumar. Forminjar og forvitninni svalað Sumardagskrá á Þjóðminjasafni. Fræðsla fyrir fjölskylduna. Tröllasögur, uppgötvun og sköpun. Morgunblaðið/Eggert Fróðleikur Anna Leif safnkennari með Arneyju, ungum safngesti. Beinagrind Kumlin vekja áhuga krakkanna, enda leyndardómsfull. Gull Leikföng fyrri tíðar verða spennandi í augum barna nútímans. Undirritaðir voru í vikunni samningar um að félagar í Lionsklúbbi Kópavogs geri upp Kópavogsbúið svonefnda, elsta húsið í Kópavogi. Markmiðið er að standsetja tvær íbúðir í húsinu sem yrðu leigðar á sanngjörnu verði til foreldra langveikra barna sem dveljast í Rjóðrinu, hjúkrunar- og end- urhæfingardeild fyrir langveik og fötluð börn sem er þarna í grennd. Einnig gætu íbúðir leigst aðstand- endum sjúklinga á líknardeild Land- spítalans sem er á sömu slóðum. Veglegt framlag frá Kópavogsbæ Verkefnið er stórt og 25 milljón kr. framlag Kópavogsbæjar skiptir miklu. Vænst er að fleiri leggi klúbbnum lið í þessu verkefni, en heildarkostnaður er áætlaður rúmar 50 milljónir kr. Kópavogsbúið, sem var reist á ár- unum 1902-1904, er elsta húsið í Kópavogi og er eitt fárra steinhlað- inna húsa utan Reykjavíkur sem enn standa. Húsið hefur því, ásamt síðari tíma viðbyggingum, mikið varð- veislugildi sem eini uppistandandi vitnisburðurinn um elstu byggð Kópavogs. Segja má að endurbætur á Kópa- vogsbúinu nú séu framhald af öðrum verkefni lionsklúbbsins á sama stað. Haustið 2019 samdi klúbburinn við Landspítalann um að sinna breyt- ingum á hluta hússins að Kópavogs- gerði 4, svo það hentaði Rjóðrinu sem tómstunda- og hreyfisalur skjólstæð- inga. Nú er það verkefni í höfn. Bygg- ing þessi gengur að öllu jöfnu undir nafninu Iðjuhúsið, og hýsti til margra ára starfsemi Fjölsmiðjunnar og þar áður iðjuþjálfun Kópavogshælis. Mikil vinna sett í Iðjuhúið Alls lögðu Lionsmenn um 2.000 vinnustundir í endurbætur á Iðjuhús- inu í ár og í fyrra. Með aðkeyptri vinnu og efni er kostnaður við end- urbæturnar kominn yfir 18 milljónir kr. Margt þurfti að gera, svo sem skipta um glugga og hurðir, end- urbæta gólf, endurgera loftræsti- kerfi, pípulagnir og eldhús og svo mætti áfram telja. Þá var útbúin ver- önd fyrir grillaðstöðu og fleira gott. sbs@mbl.is Lionklúbbur Kópavogs í stóru verkefni Endurgera gamla Kópavogsbæ- inn sem reistur var 1902-1904 Morgunblaðið/Unnur Karen Frágengið Samningar um endurgerð Kópavogsbæjarins í höfn. Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri og Högni Guðmundsson sem er formaður Lionsklúbbs Kópavogs leiddu málin til lykta og handsöluðu svo málið að lokum. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Kópavogsbærinn Hús merkrar sögu sem nú fær nýtt verðugt hlutverk.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.