Morgunblaðið - 17.06.2021, Blaðsíða 24
24 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. JÚNÍ 2021
LAUGAVEGI 24 - REYKJAVÍK - S. 552 0800
SKIPAGÖTU 7 - AKUREYRI - S. 462 4646
BAKSVIÐ
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafn-
ingshrepps samþykkti á fundi sín-
um 19. maí 2021 að kynna tillögu
aðalskipulagsbreytingar sem tekur
til Sogsvirkjana. Hefur breytingin
verið auglýst og getur almenningur
kynnt sé hana á vefnum www.utu.is.
Landsvirkjun rekur þrjár virkj-
anir á svæðinu, Írafossstöð, Ljósa-
fossstöð og Steingrímsstöð. Þær
voru teknar í notkun 1937-1959.
Í fyrirhugaðri aðalskipulags-
breytingu er gert ráð fyrir að íbúða-
svæði vestan við Ljósafossvirkjun,
sem er í núverandi aðalskipulagi
skilgreint sem íbúðabyggð, verði
breytt í iðnaðarsvæði. Við Ljósa-
fossstöð áformar Landsvirkjun að
hefja vetnisvinnslu og því er þessi
breyting á skipulaginu nauðsynleg.
Uppsett afl virkjunarinnar er 16
MW og Landsvirkjun áformar að
uppsett afl rafgreinis verði 10 MW.
Stærð vetnisstöðvarinnar verður
nálægt 700 fermetrum.
Enn fátítt í heiminum
Það var í maí 2020 að Lands-
virkjun tilkynnti áform sín um vetn-
isvinnslu við Ljósafossstöð. Hafði
fyrirtækið kynnt þann möguleika
fyrir sveitarstjórn Grímsnes- og
Grafningshrepps. „Við Ljósafoss
yrði framleitt svokallað grænt eða
hreint vetni, sem fæst með rafgrein-
ingu vatns með endurnýjanlegum
orkugjöfum,“ var haft eftir Auði
Nönnu Baldvinsdóttur viðskipta-
þróunarstjóra í frétt á heimasíðu
Landsvirkjunar. Slík umhverfisvæn
framleiðsla á vetni sé enn fátíð í
heiminum, en víða sé vetni unnið úr
jarðgasi og marki umtalsverð kol-
efnisspor.
Við vinnslu vetnis knýr raforka
svokallaðan rafgreini, sem klýfur
vatn í frumefni sín, vetni og súrefni.
Fjölmargir kostir fylgja vetni sem
orkugjafa, segir Auður. Það er ekki
skaðlegt fyrir umhverfi og náttúru
og veldur ekki mengun. Það er létt-
ara en andrúmsloft og rýkur því
mjög hratt upp ef leki á sér stað.
Þrátt fyrir fjölmarga kosti hafi
vetnið sína galla. „Það er plássfrekt
og kostnaðarsamt í geymslu og
flutningi. Þá er vetnið vissulega eld-
og sprengifim gastegund, svo um-
gengni öll verður að lúta sömu ör-
yggiskröfum og olíu- og bensín-
stöðvar. Vetnisgeymar eru vel
varðir fyrir hnjaski og um vetnis-
flutninga gilda sömu reglur og um
olíuflutningabíla, þ.e. strangar og
viðurkenndar öryggisreglur.“
Auður Nanna segir að mikill
kostur á vetnisvinnslu sé sú stað-
reynd, að auðvelt sé að stýra fram-
leiðslunni. „Rafgreinar þola vel að
kveikt sé og slökkt á vinnslunni í
samræmi við eftirspurn, svo fram-
leiðandinn getur hagað henni eftir
þörfum markaðarins hverju sinni.“
Í október 2020 gerðu Lands-
virkjun og hafnaryfirvöld í Rotter-
dam í Hollandi með sér viljayfirlýs-
ingu um svokallaða forskoðun á
útflutningi græns vetnis frá Íslandi
til Rotterdam. Samkvæmt vilja-
yfirlýsingunni samþykkja aðilar að
deila þekkingu og reynslu, með það
í huga að finna flöt á samvinnu og
leita tækifæra í vetnismálum.
Rotterdamhöfn er stærsta höfn
Evrópu og ein mikilvægasta orku-
höfn í heimi. Hafnaryfirvöld hafa
sett fram metnaðarfull áform í vetn-
ismálum og í þeim felst m.a. að
Rotterdamhöfn verði aðalinnflutn-
ingshöfn fyrir vetni sem flutt verði
til orkukaupenda í Evrópu. Hol-
lensk yfirvöld hafa beðið hafnaryf-
irvöld í Rotterdam að kortleggja
hvaðan hægt væri að finna grænt
vetni til að fullnægja þörfum evr-
ópskra neytenda.
Síðastliðinn þriðjudag var svo til-
kynnt að Landsvirkjun og hafnar-
yfirvöld í Rotterdam (Port of Rot-
terdam Authority) hefðu lokið við
forskoðun varðandi möguleika á að
flytja grænt vetni frá Íslandi til
Rotterdam. Niðurstöðurnar sýna að
tæknin er til staðar jafnframt því
sem verkefnið er fjárhagslega
ábatavænt og yrði mikilvægt fram-
lag í baráttunni gegn loftslags-
hlýnun, þegar hagkerfi heimsins
skipta út jarðefnaeldsneyti fyrir
endurnýjanlega orku á komandi
áratugum.
Vetnisverkefnið gæti hafist á
síðari hluta þessa áratugar
Fyrirtækin hafa unnið saman að
því að skilgreina helstu þætti virðis-
keðjunnar, frá framleiðslu á endur-
nýjanlegri orku og vetnisfram-
leiðslu á Íslandi til flutninga til
Rotterdamhafnar. Samanburður
var gerður á mismunandi tegundum
flutningaskipa sem gætu mögulega
flutt vetnið með tilliti til orkuþétt-
leika, kostnaðar, eftirspurnar og
annarra þátta.
Forskoðunin sýnir að verkefnið
getur hafist á síðari hluta þessa ára-
tugar og yrði af stærðargráðunni 2
til 4 TWh (eða 200 til 500 MW).
Vetnisframleiðslan við Ljósafoss-
stöð yrði því væntanlega fyrsta
skrefið af mörgum við framleiðslu
vetnis. En talsmenn Landsvirkj-
unar telja ekki tímabært að ræða
næstu skref þar sem undirbúnings-
vinnan sé rétt að hefjast.
Þessi fyrstu skref eru talin geta
dregið úr kolefnislosun sem nemur
einni milljón tonna á ári, en þegar
til lengri tíma er litið er möguleiki á
að minnkunin geti hlaupið á millj-
ónum tonna. Orkan sem notuð væri
gæti verið blanda af endurnýj-
anlegri orku, þ. á m. vatnsorka,
jarðhiti og vindorka. Aðgengi að
fjölbreytilegum endurnýjanlegum
orkulindum á Íslandi er mikill kost-
ur og veitir íslenska vetninu
samkeppnisforskot í verði á evr-
ópska vetnismarkaðinum. Vetnið
yrði framleitt með rafgreiningu og
síðan annaðhvort breytt í vökva eða
annað form og sent með vöruflutn-
ingaskipum til Rotterdam, þar sem
því yrði umbreytt á ný og tekið til
notkunar við höfnina eða sent á
markaði á meginlandinu.
„Landsvirkjun og Rotterdamhöfn
munu áfram vinna náið saman að
rannsóknum og þróun á þessu ein-
staka tækifæri. Búist er við ítarlegri
útlistun á áætlunum á seinni hluta
ársins 2022,“ segir í tilkynningu
Landsvirkjunar á þriðjudaginn.
Vetni framleitt við Ljósafoss
- Verður fyrsta skrefið í áformum Landsvirkjunar um framleiðslu og útflutning á grænu vetni
- Breyta þarf aðalskipulagi Sogsvirkjana - Hafa lokið forskoðun í samstarfi við Rotterdamhöfn
Ljósmynd/Landsvirkjun
Ljósafossvirkjun Þarna áformar Landsvirkjun að hefja framleiðslu á hreinu/grænu vetni. Breyta þarf aðalskipulagi og hefur breytingin verið auglýst.