Morgunblaðið - 17.06.2021, Síða 28

Morgunblaðið - 17.06.2021, Síða 28
Samkoma Hvítasunnumenn í Eyjum á samkomu fyrir nokkrum árum. BAKSVIÐ Ómar Garðarsson Vestmannaeyjum „Það er pínu skrítin tilfinning en mjög gleðileg að horfa yfir sviðið og rifja upp þegar ég sjálfur eign- aðist trú á Jesú og ákvað að fylgja honum fyrir 39 árum. Að ég sjálfur skuli eiga sögu með hvítasunnu- hreyfingunni í tæp 40 af þeim 100 árum frá því hún skaut rótum hér í Vestmannaeyjum er líka sérstök tilfinning. Ég hef eignast marga vini um allt land og langt út fyrir landsteinana, sem hefur veitt mér mikla gleði. Maður spyr sig líka og hvað svo? Það er auðvitað ekkert annað en að halda áfram verkinu af því að maður finnur Guð leiða sig. Hans vegna er allt þess virði. Ekki hefur Guð dregið úr elsku sinni eða köllun hvort sem ég verð lengi í hlutverki forstöðumanns eða ekki,“ segir Guðni Hjálmarsson, sem leið- ir starf hvítasunnumanna í Vest- mannaeyjum ásamt konu sinni Guðbjörgu Guðjónsdóttur. Söfnuðurinn fagnar um helgina með ýmsu móti að í júlí nk. verða liðin 100 ár frá því hjónin Signe og Erik Asbö komu fyrst til Vest- mannaeyja. Markar það upphaf hvítasunnustarfs á Íslandi. Með þeim var Sveinbjörg Jóhanns- dóttir, systir Ólafíu Jóhannsdóttur sem þekkt er fyrir mannúðarstörf í Noregi. Hún gat túlkað fyrir hjón- in en einnig er talað um hana sem prédikara og sálnahirði. Þetta kemur fram í samantekt Lilju Ósk- arsdóttur um upphaf safn- aðarstarfs í Eyjum. Útisamkomur á hverju kvöldi „Þeim var vel tekið. Veðrið gott og þau héldu útisamkomur á hverju kvöldi. Síðan leigðu þau gamla bíóhúsið sem rúmaði 300 manns og þar var fullt á hverju kvöldi. Fólk snertist af frels- isboðskapnum um Jesú Krist og vildi taka trú. Upphaflega ætluðu þau aðeins að vera í stuttan tíma en það urðu fimm vikur, þá fóru þau til Reykjavíkur til að pakka og flytja til Vestmannaeyja og bjuggu þar næstu fimm ár. Margir komust til trúar þetta sumar og út frá starfi þeirra var fyrsti hvítasunnusöfnuður á Íslandi stofnaður í Vestmannaeyjum. Þess vegna hefur árið 1921 verið talið upphafsár hvítasunnustarfs á Ís- landi og 100 ára starfi fagnað í ár,“ segir Lilja. Forverarnir marka leiðina „Já, það er mjög gaman að sjá hvað mikið gerðist í upphafi hvíta- sunnuvakningarinnar á Íslandi,“ segir Guðni þegar hann er beðinn um að horfa til forvera sinna og sögu safnaðarins. „Það var mjög spennandi tími og það hafa komið mörg slík tímabil í gegnum árin. Það er vissulega trúarstyrkjandi að lesa um þá sem á undan hafa farið og það sem gerðist á hverjum tíma. Guð gerir stöðugt nýja hluti og það er mikilvægt að horfa til Hans en dvelja ekki of lengi við það sem liðið er.“ Guðni segir að orð Jesú Krists hafi jafn mikil áhrif í dag á líf fólks eins og lýst er í Biblíunni. „Þegar hann gekk um, kenndi um Guðsríki og gerði magnaða hluti. Það allt er að gerast um allan heim í enn meira mæli en þá en það sem skiptir mestu máli er að Jesús kall- ar fólk enn til þess að fylgja sér í gegnum lífið. Gjöf hans til þeirra sem trúa honum um frið, hvíld, gleði er ennþá veitt hverjum sem leitar til hans. Það hefur ekkert breyst að við þurfum að losna við byrði syndar og myrkurs sem eng- inn nema Jesús gerir,“ segir Guðni. Hátíðarhöld alla helgina Húsið Betel var byggt 1925 og vígt 1. janúar 1926. 19. febrúar sama ár var Betelsöfnuðurinn formlega stofnaður þegar 19 manns tóku niðurdýfingaskírn og gengu í söfnuðinn. Þá voru hjónin Gyda og Nils Ramselius komin til Vestmannaeyja og urðu fyrstu for- stöðuhjón Betelsafnaðarins. Hann var guðfræðingur frá háskólanum í Lundi og hafði áður en hann gerð- ist hvítasunnumaður verið prestur í sænsku þjóðkirkjunni. Margir hafa leitt starfið síðan, lengst Einar J. Gíslason sem kenndi sig við Betel eins og bróð- ursonur hans, Snorri Óskarsson. Á eftir Snorra leiddi Steingrímur Á. Jónsson starfið þar til núverandi forstöðuhjón í Hvítasunnukirkj- unni Vestmannaeyjum tóku við, Guðbjörg Guðjónsdóttir og Guðni Hjálmarsson, og hafa þau leitt starfið frá 2008. Í dag eru um 50 manns í söfn- uðinum og er kirkja hvítasunnu- manna í Höllinni sem áður var aðalskemmtistaður Eyjamanna. Myndarlegt hús sem setur svip á miðbæinn og er söfnuðinum til sóma. Hátíðin verður á morgun, föstu- dag, laugardag og sunnudag og eru samkomur alla dagana. Líka biblíufræðsla, útivera á Stakkó og söngvastund þar sem rifjaðir verða upp söngvar sem fylgt hafa hvíta- sunnufólki þessi 100 ár. Aldarafmæli í Vestmannaeyjum Morgunblaðið/Óskar Pétur Friðriksson Tónar Tónlist hefur skipað stóran sess í samkomuhaldi hvítasunnufólks. Sveitina skipa Helgi Thórzhamar, Árni Óli, Hjálmar Karl og Sigurmundur Gísli. Prédikun Guðni Hjálmarsson, forstöðumaður safnaðarins, predikar. - Árið 1921 talið upphafsár hvítasunnustarfs á Íslandi - Haldið upp á afmælið um helgina 28 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. JÚNÍ 2021 Mjúkir og þægilegir fótlaga skór fyrir konur og karla frá spænska Bio inniskór Netverslun skornir.is SMÁRALIND www.skornir.is Verð8.995 Stærðir 36-46 3 litir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.