Morgunblaðið - 17.06.2021, Qupperneq 42
Marta María Jónasdóttir
mm@mbl.is
Sesselja Thorberg hönnuður hefur
rekið stúdíóið í tæp 11 ár og segist
rétt að byrja.
Hefur innanhússhönnun fyrir
stóra vinnustaði breyst mikið síð-
astliðið ár?
„Það er sumt sem hefur breyst
mikið og annað minna, en nálgunin
fyrir vinnustað eins og Advania er
samt sem áður sérstök – hvernig
sem litið er á verkefnið. Fyrir-
tækið er leiðandi á sínum markaði
og verður því að hugsa út fyrir
kassann. Það sem hefur verið al-
gjörlega frábært er að mitt sam-
starfsfólk þarna innandyra skilur
algjörlega ferlið „að sjá lausnina á
undan vandamálinu“. Við í teym-
inu vorum löngu byrjuð að þróa
saman lausnir fyrir starfsfólk til
að vinna á fjölbreyttan hátt, í raun
áður en Covid kom upp. Við vorum
byrjuð í hugmyndaferli sem í raun
styrktist því lengra sem leið á ferl-
ið.“
Aldrei verið hrædd
við að taka áhættu
Hvernig kom það til að þið hófuð
þetta ferli?
„Í lok árs 2019 höfðu þeir sam-
band við nokkra hönnuði og arki-
tekta til þess að setja saman hugs-
anlegt „consept“. Úr varð að mín
nálgun á verkefnið var eitthvað
sem féll að þeirra framtíðarsýn.
Ég hef aldrei verið hrædd við að
taka áhættu í efnis- og litavali og
trúi því að réttar áherslur í því séu
eflandi fyrir vinnustaðamenningu.
Verkið er þó gríðarlega yf-
irgripsmikið og verður tekið í
nokkrum fösum yfir næstu ár en
hugmyndin er komin og grunn-
vinnan búin fyrir allar hæðirnar.
Hönnun fyrir anddyri og móttöku,
markaðsdeild og nýja NOC-deild
ásamt tengigangi er lokið og hóf
ég verkumsjón á þeim fasa í haust
sem lauk nú um áramótin.“
Jákvætt fólk með
sterka vinnuvitund
Er eitthvað sem þú ert sér-
staklega ánægð með í þessu verk-
efni?
„Það er mjög margt sem ég er
ánægð með. Til þess að skapa svona
fjölþætt verkefni sem krefst mik-
illar útfærslu og hugmyndavinnu er
ekki leiðinlegt að fá að vinna með
jákvæðu fólki með sterka vinnuvit-
und til framtíðar. Svo ekki sé
minnst á alla snillingana, verktak-
ana og aðstoðarfólkið, án þeirra
væri ekkert af þessu til nema bara í
hausnum á mér.
Þegar ég til dæmis sagðist vilja
nýta ganga í fundarrými sem væru
alveg opin sagði fólkið hjá Advania
já! Þegar ég sagðist vilja hafa Vir-
tual Reality-svæði í móttökunni
sagði það já! og þegar ég vildi
sprengja upp borðastærðir og
svæðaskipta frekar deildum eftir
því hvað starfsmenn væru að gera á
mismunandi tíma dags þá sögðu
þau líka já,“ segir Sesselja.
„Litir og efni skipta þarna miklu
máli. Ég nota gula og fjólubláa til
dæmis til að örva starfsfólkið á
stærri svæðum en dempaðri liti í
„fókusrýmum“ og það virkar. Ég er
þá ekki að segja endilega að allar
skrifstofur þurfi að vera gular og
fjólubláar heldur að andstæður
virka örvandi. Advania er með gríð-
arlega fjölbreytta starfsemi á alls
konar sviðum og því galið að halda
uppi stórum sölum með 160 senti-
metra borðum í löngum röðum fyrir
slíkan fjölbreytileika. Með starfs-
rýmum sem halda utan um alla eins
og til dæmis með hópavinnusvæð-
um, fókusrýmum, hvíldarrýmum,
lokuðum og opnum fundarrýmum
er markmiðinu náð ásamt því að
leggja áherslu á gleðina og mann-
lega þáttinn.“
Hagræða í uppbyggingu
skrifstofunnar
Hvernig er þá helsta breytingin
hjá þér í skrifstofuhönnun núna og
fyrir Covid?
„Ég legg áherslu á að hanna
skrifstofur út frá vinnu mannauðs-
ins – allt annað á að koma ofan á.
Svo dæmi sé tekið fer nú fram
miklu meira af vinnu í gegnum fjar-
fundarbúnað jafnvel þótt núna séu
hömlurnar mun minni vegna Covid.
Fólk skilur að þú þarft ekki endi-
lega að senda starfsfólk út á land
eða til útlanda, einungis til að fara á
einn fund. En á móti er þá ekki
hægt að ætlast til þess að sami
starfsmaður sé að hvísla í fjar-
skiptabúnaðinn innan um sam-
starfsmenn sína úti á miðju gólfi.
Einnig má minnast á það að fólk
á jú auðveldara með að vinna heim-
an frá sér líka. Með því má hag-
ræða í uppbyggingu skrifstofunnar.
Á sama tíma er hægt að leggja
áherslu á svæði sem tengja starfs-
menn félagslega og að sameiginlegu
svæðin þeirra sem ætluð eru í
hópavinnu ýti undir góð samskipti
og gleði. Því það verður jú að vera
gaman að mæta í vinnuna líka.“
Hvað er næst á döfinni hjá ykkur
í Fröken Fix?
„Við erum með allskonar verkefni
í gangi fyrir utan Advania. Ísbúð
fyrir Kjörís í nýjum miðbæj-
arkjarna Selfoss ásamt tveimur
heimilisverkefnum sem verða unnin
í sumar. Einnig erum við að leggja
lokahönd á stórt einbýli í samstarfi
við Tvíhorf arkitekta þar sem við
hönnum allt innanhúss – allt gert í
mikilli gleði.“
Fyrirtæki með stóra drauma
Hvert væri draumaverkefnið hjá
Fröken Fix?
„Eftir síðustu verk, fyrir Advania
og Biskupsstofu, vil ég gjarnan
halda áfram á sömu braut. Að vinna
með fyrirtækjum með stóra drauma
og mikinn metnað, sem treysta okk-
ar framtíðarsýn, er draumur sem
ég vil halda áfram að lifa í.“
Vil vinna með
fyrirtækjum með
stóra drauma
Nýtt útlit á höfuðstöðvum Advania Ísland við Guð-
rúnartún hefur vakið mikla athygli eftir endurnýjun
sem er í höndum Fröken Fix – hönnunarstúdíós.
Fyrsta fasa er nú lokið og lofar góðu fyrir framhaldið.
Hönnun Sesselja Thorberg, eigandi Fröken Fix – hönnunarstúdíós.
Litir Bæði starfsfólk og viðskiptavinir Advania verða fyrir áhrifum frá litunum.
Nýtt útlit Nýtt útlit á höfuðstöðvum Advania Island við Guðrúnartún hefur vakið mikla athygli eftir endurnýjun sem er í höndum Fröken Fix hönnunarstudio.
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. JÚNÍ 2021
Funahöfði 1 | 110 Reykjavík | Sími 567 4840 | www.bilo.is | bilo@bilo.is
Komdu í BÍLÓ!
15% afsláttur
af sölulaunum í júní
Laus sölustæði - Komdu núna
Þessir síungu strákar eru klárir
í að selja bílinn þinn
Kíktu við, hringdu eða sendu okkur skilaboð!
Hlökkum til!
Indriði Jónsson og Árni Sveinsson