Morgunblaðið - 17.06.2021, Side 54

Morgunblaðið - 17.06.2021, Side 54
54 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. JÚNÍ 2021 Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra Samkvæmt 1. mgr. 30. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt lýsing að breytingu á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016/2028 Árbæjarhellir 2 og Ægissíða - Heiðarbrún. Breyting á landnotkun í aðalskipulagi Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 10.6.2021 að gerðar verði breytingar á landnotkun tveggja svæða vestan Ytri-Rangár. Annars vegar nokkurra Ægissíðulóða frá Árbyrgi/Bjargi til og með Heiðarbrún þar sem núverandi landbúnaðarsvæði verði gert að íbúðasvæði og hins vegar Árbæjarhelli 2 þar sem núverandi frístundasvæði verði gert að íbúðasvæði. Lýsingin er jafnframt kynnt öllum þinglýstum eigendum umræddra lóða. Lýsingin liggur frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 1-3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við lýsingu og er frestur til að skila inn athugasemdum til og með 28. júlí nk. Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar tillögur að eftirfarandi deiliskipulagsáætlunum Hallstún L190888, Rangárþingi ytra, deiliskipulag Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 10.6.2021 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir átta lóðir úr landi Hallstúns, L190888. Um frístundasvæði F27 er að ræða í aðalskipulagi og er heimild til uppbyggingar á 10 lóðum skv. greinargerð aðalskipulagsins. Aðkoma að svæðinu er frá Landvegi (26) um Ölversholtsveg (303). Atvinnusvæði sunnan Suðurlandsvegar á Hellu, Rangárþingi ytra, deiliskipulag Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 12.5.2021 að auglýsa deiliskipulag fyrir atvinnusvæði sunnan Suðurlandsvegar á Hellu. Um er að ræða svæði austast í þéttbýlinu, verslunar- og þjónustusvæðið VÞ20, athafnasvæðið AT4 og iðnaðarsvæðið I26. Í deiliskipulaginu verða afmarkaðar lóðir, settir byggingarskilmálar og gerð grein fyrir götum, bílastæðum o.fl. Aðkoma að svæðinu er annars vegar frá Rangárflötum að vestan og frá væntanlegu hringtorgi á Suðurlandsvegi að austan. Tillögurnar liggja frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is Frestur til að skila inn athugasemdum er til 3. ágúst 2021 Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til Skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra í síma 488-7000 eða með tölvupósti birgir@ry.is Haraldur Birgir Haraldsson Skipulagsfulltrúi Rangárþings ytra RANGÁRÞING YTRA Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolur.is. Framhald uppboðs á eftirfarandi eign verður háð á henni sjálfri, sem hér segir: Aðalstræti 1, Ísafjarðarbær, fnr. 212-5382, þingl. eig. Malgorzata Russ og Marcin Russ, gerðarbeiðendur Sjóvá-Almennar tryggingar hf. og Ísafjarðarbær, miðvikudaginn 23. júní nk. kl. 14:00. Sýslumaðurinn á Vestfjörðum 16. júní 2021 Nauðungarsala Raðauglýsingar 569 1100 Tilkynningar Múlaþing Sími 4 700 700 mulathing@mulathing.is mulathing.is Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Fljóts- dalshéraðs 2008-2028 Efnistaka í Fellum og Jökuldal Sveitarstjórn Múlaþings samþykkti þann 12. maí 2021 tillögu að óverulegri breytingu á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 samkvæmt 2. mgr. 36.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin felst í því að efnistökusvæði við Hrúthamra á Jökuldal og Hof í Fellum verða skilgreind í aðalskipu- laginu sem efnistökusvæði E140 og E141. Umrædd efnistökusvæði eru liður í vegabótum á Jökuldalsvegi eystri (924) og Upphéraðsvegi (931). Áætluð efnis- vinnsla við Hrúthamra er 2000 m3 af efni á um 3000 m2 svæði sem skilgreint er sem landbúnaðar- svæði og hefur áður verið notað fyrir efnisnám. Áætluð efnistaka við Hof er 6100 m3 á 4500 m2 svæði sem skilgreint er sem landbúnaðarsvæði. Aðalskipulagsbreytingin felur í sér óverulega breytingu á landnotkun og er ekki talin hafa mikil áhrif á einstaka aðila eða hafa áhrif á stór svæði. Umrædd efnistaka fellur undir flokk C í lið 2.04 í 1. viðauka laga um mat á umhverfisáhrifum, nr. 106/2000. Samkvæmt viðmiðum í 2. viðauka sömu laga um eðli, umfang og staðsetningu framkvæmdarinnar er hún ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif og er því ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Breytingin hefur verið send Skipulagsstofnun til staðfestingar. Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til skipulagsfulltrúa Múlaþings: skipulagsfulltrui@mulathing.is Skipulagsfulltrúi Múlaþings Múlaþing Múlaþing Sími 4 700 700 mulathing@mulathing.is mulathing.is Snjóflóðavarnargarðar undir Bjólfshlíðum á Seyðisfirði Deiliskipulag Heimastjórn Seyðisfjarðar hefur samþykkt á fundi sínum þann 9. júní sl. að auglýsa tillögu að deiliskipu- lagi fyrir snjóflóðavarnargarða undir Bjólfshlíðum, Seyðisfirði, skv. 1.mgr. 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan ásamt umhverfisskýrslu er auglýst samhliða breytingu á aðalskipulagi Seyðisfjarðar 2010-2030. Tillagan tekur til 28 ha svæðis undir Bjólfshlíðum, Seyðisfirði, þar sem áformað er að reisa þrjá varnar- garða með það að markmiði að bæta öryggi íbúa Seyðisfjarðar gagnvart snjóflóðum og um leið skapa aðstæður fyrir uppbyggingu útivistarsvæðis. Þá gerir tillagan ráð fyrir göngustígum og útsýnistöðum ásamt húsbíla- og bílastæðum. Hægt er að nálgast skipulagstillöguna ásamt greinar- gerð og umhverfisskýrslu á heimasíðu Múlaþings, www.mulathing.is og á skrifstofum sveitarfélagsins að Lyngási 12, Egilsstöðum og Hafnargötu 44, Seyðis- firði, frá 16. júní til 30. júlí 2021. Almenningi er gefinn kostur á að senda inn skriflegar ábendingar og/eða athugasemdir til skipulagsfulltrúa Múlaþings, Lyngási 12, 700 Egilstöðum eða á net- fangið skipulagsfulltrui@mulathing.is til og með 30. júlí 2021. Hver sá, sem eigi gerir athugasemdir við tillöguna, telst henni samþykkur. Skipulagsfulltrúi Múlaþings Múlaþing Atvinnublað Morgunblaðsins fimmtudaga og laugardaga Er atvinnuauglýsingin þín á besta stað? Sendu pöntun á atvinna@mbl.is eða hafðu samband í síma 569 1100 Allar auglýsingar birtast í Mogganum, ámbl.is og finna.is FAST Ráðningar www.fastradningar.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.