Morgunblaðið - 17.06.2021, Side 59
ÍÞRÓTTIR 59
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. JÚNÍ 2021
Sagt er að ýmislegt sem gripið
var til í kórónuveirufaraldrinum
sé komið til að vera. Til dæmis
aukin fjarvinna og betri skiln-
ingur á sóttvörnum og ráðstaf-
anir gegn þeim.
Eitt af því sem íþróttahreyf-
ingin þurfti að grípa til var að
finna leiðir til að ljúka keppni
innan þrengri tímaramma en áð-
ur.
Í blakinu var fundið upp á svo-
kallaðri gullhrinu sem átti að
leysa af hólmi þriðja leik í einvígi.
Reyndar þurfti ekki að grípa til
hennar.
Í handboltanum var farin sú
leið í úrslitakeppni karla að leika
tvo leiki heima og heiman og láta
samanlögð úrslit ráða í stað þess
að þurfa að vinna tvo eða þrjá
leiki í einvígi.
Það má endalaust deila um
hvor aðferðin sé betri og líklega
verður snúið strax aftur til fyrra
horfs. En það mætti samt alveg
horfa til þess að nota tveggja
leikja kerfið áfram, t.d. í átta liða
úrslitum.
Við fengum allsvakaleg ein-
vígi, t.d. milli ÍBV og FH og á milli
Vals og ÍBV, og nú er logandi
spenna fyrir seinni úrslitaleik
Hauka og Vals annað kvöld.
Patrekur Jóhannesson þjálfari
Stjörnunnar benti reyndar í við-
tali í blaðinu á þriðjudag á
áhugavert keppnisfyrirkomulag í
danska handboltanum.
Tveir riðlar í átta liða úrslit-
um þar sem tvö efstu lið deild-
arinnar byrja með tvö stig og
næstu tvö með eitt stig, til að fá
forgjöf vegna árangurs vetrarins.
Síðan hefðbundin undanúrslit og
úrslit með mögulegum odda-
leikjum. „Það er mjög vel heppn-
að kerfi og ég vildi sjá það hér á
landi,“ sagði Patrekur.
BAKVÖRÐUR
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
EM 2021
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Ítalir komust í gærkvöld fyrstir allra
í sextán liða úrslit Evrópumóts karla
í fótbolta og gerðu það á afar sann-
færandi hátt. Þeir unnu Svisslend-
inga 3:0 í Róm, nákvæmlega eins og
þeir lögðu Tyrki að velli í fyrstu um-
ferðinni, og það er ljóst að þeir bláu
mæta fullir sjálfstrausts til leiks í út-
sláttarkeppni mótsins.
Þeir eiga eftir að mæta Wales-
verjum í úrslitaleik A-riðilsins en
Wales er með fjögur stig eftir sann-
færandi sigur á Tyrkjum, 2:0, í Bakú.
Fjögur stig ættu alltaf að duga til að
komast áfram, jafnvel þótt Wales-
verjar myndu missa annað sæti rið-
ilsins til Svisslendinga í síðustu um-
ferðinni.
Viðureign Sviss og Tyrklands í
lokaumferðinni er hins vegar hreinn
úrslitaleikur um hvort þeirra geti átt
von um að halda áfram keppni en
viðbúið er að jafntefli myndi senda
þau bæði heim á leið.
Lokaumferð A-riðils fer fram 20.
júní þegar Ítalía mætir Wales í Róm
og Sviss mætir Tyrklandi í Bakú.
_ Aaron Ramsey, þrítugur leik-
maður Juventus, skoraði sitt 17.
mark í 65 landsleikjum fyrir Wales
þegar hann kom liði sínu yfir gegn
Tyrkjum í gær.
_ Connor Roberts, 25 ára bakvörð-
ur Swansea City, skoraði sitt annað
mark í 28 landsleikjum þegar hann
gulltryggði sigur Wales undir lokin.
Áður hafði Gareth Bale skotið yfir
mark Tyrkja úr vítaspyrnu.
_ Manuel Locatelli, 23 ára gamall
leikmaður Sassuolo, skoraði tvö fyrri
mörk Ítala í gærkvöld en hann hafði
fram að því aðeins gert eitt mark í ell-
efu landsleikjum.
_ Ciro Immobile, hinn 31 árs gamli
framherji Lazio, innsiglaði sigurinn
með sínu sextánda landsliðsmarki í
49 leikjum en hann skoraði líka gegn
Tyrkjum í fyrstu umferðinni.
B-riðillinn er galopinn
B-riðillinn er galopinn eftir að
Rússar lögðu Finna í grannaslag í
Pétursborg í gær, 1:0. Nú eru Belg-
ar, Rússar og Finnar allir með þrjú
stig en Danir eiga eftir að mæta
Belgum á Parken í annarri umferð-
inni í dag. Takist Dönum að sigra
verða öll liðin jöfn að stigum fyrir
lokaumferðina. Belgar geta hins
vegar tryggt sig áfram með sigri en
þeir lögðu Rússa 3:0 í fyrstu umferð-
inni.
Eins og staðan er í B-riðlinum eru
talsverðar líkur á að liðið í þriðja
sæti komist í sextán liða úrslit en
þangað fara fjögur lið af þeim sex
sem enda í þriðja sæti riðlanna.
_ Aleksei Mirantsjúk, 25 ára gam-
all miðjumaður Atalanta á Ítalíu,
skoraði sigumark Rússa í uppbót-
artíma fyrri hálfleiks. Hans sjötta
mark í 35 landsleikjum.
Ítalir áfram á skotskónum
- Unnu annan 3:0 sigurinn þegar þeir mættu Sviss og eru fyrsta liðið til að
tryggja sig í 16-liða úrslitin - Hnífjafn B-riðill þar sem Danir mæta Belgum í dag
AFP
Tvenna Manuel Locatelli neðstur í hrúgu ítölsku leikmannanna eftir að hafa skorað annað mark sitt gegn Sviss.
Eiður Smári Guðjohnsen er kominn
í tímabundið leyfi frá störfum hjá
KSÍ en hann er aðstoðarþjálfari
karlalandsliðsins. KSÍ skýrði frá
því í gær að sambandið hefði veitt
honum skriflega áminningu en lýsti
um leið yfir stuðningi við hann og
þá ákvörðun hans að leita sér hjálp-
ar. Í tilkynningunni segir KSÍ að
hann muni snúa aftur í verkefni
haustsins með landsliðinu. Eiður
segir í yfirlýsingu að hann ætli að
taka á sínum áfengisvandamálum
en báðar tilkynningarnar er að
finna á mbl.is/sport/fotbolti.
Eiður Smári í
tímabundið leyfi
Morgunblaðið/Eggert
KSÍ Eiður Smári Guðjohnsen kemur
aftur til starfa í haust.
Þýskaland
Bergischer – RN Löwen ..................... 26:28
- Arnór Þór Gunnarsson lék ekki með
Bergischer.
- Ýmir Örn Gíslason skoraði ekki fyrir Lö-
wen.
Magdeburg – Ludwigshafen.............. 37:29
- Ómar Ingi Magnússon skoraði 9 mörk
fyrir Magdeburg og átti 6 stoðsendingar en
Gísli Þorgeir Kristjánsson er frá keppni.
Balingen – Wetzlar.............................. 30:28
- Oddur Gretarsson skoraði eitt mark fyr-
ir Balingen.
Nordhorn – Stuttgart ......................... 26:29
- Viggó Kristjánsson skoraði 5 mörk fyrir
Stuttgart.
Staðan:
Flensburg 62, Kiel 61, Magdeburg 50, RN
Löwen 47, Füchse Berlín 44, Leipzig 40,
Melsungen 38, Göppingen 38, Lemgo 37,
Wetzlar 36, Bergischer 33, Erlangen 30,
Hannover-Burgdorf 30, Stuttgart 29, Bal-
ingen 27, Minden 25, Ludwigshafen 24,
Nordhorn 17, Essen 13, Coburg 11. Þrem-
ur umferðum er ólokið.
B-deild:
Gummersbach – Elbflorenz ............... 32:29
- Elliði Snær Viðarsson skoraði 4 mörk
fyrir Gummersbach. Guðjón Valur Sigurðs-
son þjálfar liðið.
_ Efstu lið: N-Lübbecke 54, Hamburg 54,
Gummersbach 51, Elbflorenz 38.
Danmörk
Oddaleikur um meistaratitilinn:
Aalborg – Bjerringbro-Silkeborg ..... 32:27
- Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari Aal-
borg.
_ Aalborg vann einvígið 2:1 og er danskur
meistari 2021.
Oddaleikur um bronsverðlaunin:
GOG – Tvis Holstebro ......................... 33:29
- Viktor Gísli Hallgrímsson varði 12 skot í
marki GOG, 32 prósent markvarsla.
- Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði ekki fyr-
ir Tvis Holstebro.
_ GOG vann einvígið 2:1.
%$.62)0-#
Hlynur Bergsson úr GKG er kominn
í 32 manna úrslitin á Opna breska
áhugamannamótinu í Inverness í
Skotlandi eftir sigur á Matt Roberts
frá Wales í fyrstu umferð holu-
keppni mótsins í gær. Hann mætir
Calum Scott frá Skotlandi snemma í
dag og sá sem vinnur leikur áfram í
16 manna úrslitum síðdegis. Aron
Snær Júlíusson, Sigurður Arnar
Garðarsson, Kristófer Karl Karls-
son og Dagbjartur Sigurbrandsson
féllu allir út í 64 manna úrslitum í
gær.
Hlynur áfram
í Inverness
Ljósmynd/Kristinn Magnússon
Skotland Hlynur Bergsson sigraði
Walesverja í útsláttarkeppninni.
metra hlaupi, kúluvarpi og lang-
stökki á mótinu. Bergrún er í 23.
sæti heimslistans í 100 metra
hlaupi, 25. sæti í 200 metra hlaupi,
7. sæti í kúluvarpi og 13. sæti í lang-
stökki.
Patrekur Andrés er líkt og
Bergrún að taka þátt í sínu fyrsta
Ólympíumóti en hann er með
keppnisrétt í 400 metra hlaupi þar
sem hann er í 31. sæti heimslistans.
Már Gunnarsson er einnig að
taka þátt á sínu fyrsta Ólympíumóti
en hann er með keppnisrétt í fimm
greinum á mótinu; 50 metra skrið-
sundi þar sem hann er í 25. sæti
heimslistans, 400 metra skriðsundi
þar sem hann er í 9. sæti heimslist-
ans, 100 metra baksundi þar sem
hann er í 4. sæti heimslistans, 100
metra flugsundi þar sem hann er í
19. sæti heimslistans og 200 metra
fjórsundi þar sem hann er í 13. sæti
heimslistans.
Thelma Björg tók þátt á Ólymp-
íumótinu í Ríó 2016 en hún er með
keppnisrétt í Tókýó í 100 metra
bringusundi þar sem hún er í 8. sæti
heimslistans og í 400 metra skrið-
sundi þar sem hún er í 18. sæti á
heimslista.
Ekki er enn þá ljóst í hvaða grein-
um Bergrún Ósk og Már munu
keppa en það mun skýrast þegar
nær dregur móti.
Þorsteinn Halldórsson gæti einn-
ig unnið sér inn keppnisrétt á leik-
unum á lokaúrtökumóti í Tékklandi
í byrjun júlímánaðar
Þorsteinn keppti í bogfimi á leik-
unum í Ríó í Brasilíu árið 2016 og
varð þá fyrsti bogfimikeppandi Ís-
lands frá upphafi á Ólympíumóti
fatlaðra.
Þá hefur Íþróttasamband fatlaðra
lagt inn umsóknir fyrir fleira af-
reksíþróttafólk í ljósi árangurs þess
undanfarið og bíður sambandið nú
svara við þeim umsóknum.
Tilbúin í baráttuna í Tókýó
- Fjórir Íslendingar hafa unnið sér inn keppnisrétt á Ólympíumóti fatlaðra
Már
Gunnarsson
Patrekur Andrés
Axelsson
Thelma Björg
Björnsdóttir
Bergrún Ósk
Aðalsteinsdóttir
TÓKÝÓ 2021
Bjarni Helgason
bjarnih@mbl.is
Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir, Már
Gunnarsson, Patrekur Andrés Ax-
elsson og Thelma Björg Björns-
dóttir verða fulltrúar Íslands á Ól-
ympíumóti fatlaðra, Paralympics, í
Tókýó í Japan í ágúst- og sept-
embermánuði.
Frjálsíþróttafólkið Bergrún Ósk
og Patrekur Andrés keppa fyrir
hönd FH, sundmaðurinn Már Gunn-
arsson keppir fyrir ÍRB og sund-
konan Thelma Björg fyrir ÍFR.
Ólympíumót fatlaðra fer fram
dagana 24. ágúst til 5. september en
öll fjögur hafa áunnið sér rétt til
þess að keppa á leikunum fyrir Ís-
lands hönd.
Bergrún Ósk tekur þátt í sínu
fyrsta Ólympíumóti en hún er með
keppnisrétt í 100 metra hlaupi, 200