Morgunblaðið - 17.06.2021, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 17.06.2021, Blaðsíða 62
62 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. JÚNÍ 2021 Bio-Kult Migréa Fæst í apótekum, heilsuverslunum og heilsuhillum stórmarkaðanna. 14 góðgerlastofnar B6-Vítamín Magnesíum Bio Kult Migréa er sérhönnuð góðgerlablanda með það að markmiði að styðja við meltingarveginn og taugakerfið. Þessi öfluga blanda stuðlar að eðlilegri starfsemi taugakerfisins og dregur úr þreytu og lúa. Bio Kult Migréa er vegan og hentar einnig fyrir ófrískar konur. Gæti skipt höfuðmáli Hólmfríður María Ragnhildardóttir hmr@mbl.is Eurovision-farinn Daði Freyr Pétursson hlaut í gær tónlistar- verðlaunin Langspilið sem afhent voru af Sambandi tónskálda og eig- enda flutningsréttar, öðru nafni STEF. Þetta var í sjöunda skipti sem verðlaunin voru afhent en sig- urvegari er sá höfundur sem STEF telur hafa skarað fram úr og náð eftirtektarverðum árangri í tónlist á síðastliðnu ári. Daði Freyr er vel að verðlaun- unum kominn en hann lauk BA-námi í tónlistarstjórnun og hljóðvinnslu í Berlín árið 2017. Meðal annarra af- reka hefur hann tekið þátt í Söngva- keppni sjónvarpsins í þrígang með ágætum árangri í hvert skipti en eins og flestum er kunnugt lenti hann í fjórða sæti í lokakeppninni nú á dögunum með laginu „10 Years“. Sigur Daða í söngvakeppninni hér- lendis var þó ekki í fyrsta sinn sem sunnlenski listamaðurinn hlýtur viðurkenningu fyrir tónlistarflutn- ing en árið 2012 vann hann Músík- tilraunir með hljómsveitinni RetRo- Bot og var auk þess valinn rafheili ársins það sama ár. Heiður að taka við Langspilinu Daði segir það mikinn heiður að taka við verðlaununum, sérstaklega í ljósi þeirra listamanna sem hlotið hafa verðlaunin á undan honum en með þessu afreki slæst hann í hóp tónlistarfólks á borð við Hildi Guðnadóttur og Ólaf Arnalds. Daði kveðst hafa vitað af verðlaununum í einhvern tíma en ekki grunað að hann yrði fyrir valinu. Líkt og nafn verðlaunanna gefur til kynna hljóta verðlaunahafar sér- smíðað langspil frá Jóni Sigurðssyni á Þingeyri. Spurður hvort hlust- endur megi búast við að heyra í þessu einstaka hljóðfæri í næstu verkum segir Daði það ekki útilokað. „Ég gæti alveg trúað því. Ég hef aldrei prófað að spila á langspil, ég er eiginlega mjög spenntur að eign- ast svoleiðis. Ég hef áður spurst fyr- ir um hver smíðaði svona en lét aldr- ei verða af því að eignast það.“ Um 70 tónleikar á dagskrá Daði er nú á leiðinni í fæðingar- orlof eftir langa og stranga Euro- visiontörn en hann flýgur í dag til Þýskalands þar sem hann á heima með konunni sinni, Árnýju Fjólu Ásmundsdóttur. Hann segir fríið kærkomið en hann hefur þurft að hafna fjölda tónleikaboða undan- farið. Störf Gagnamagnsins hafa nú ver- ið sett á bið en að sögn Daða er sú hljómsveit einungis ætluð Eurovisi- on. Eftir orlofið hefst harkan á ný en stefnan er sett á að fara í tónleika- ferðalag um Evrópu og Bandaríkin. Á næsta ári áætlar Daði að koma fram á 60 til 70 tónleikum. Lengi framan af spilaði Daði mikið einn á sviði en í ljósi umfangs tónleikanna ákvað hann að stækka hljómsveitina um tvo hljóðfæraleikara. Vinnur bráðum að nýrri plötu Spurður hvort hann sjái fram á að taka nýja stefnu á næstu plötu segir Daði það ólíklegt. „Ég hreinlega veit það ekki, ég hugsa að ég fari ekkert allt of langt frá því sem ég er að gera núna. Þetta er svona það sem mér finnst skemmtilegast að gera.“ Daði er ekki byrjaður að vinna í nýrri tón- list, enda búið að vera nóg á könn- unni hjá honum undanfarna mánuði, en að hans sögn hefur hann sjaldan samið eins lítið af lögum og nú í kórónuveirufaraldrinum. Undirbún- ingur fyrir næstu plötu hefst þó von bráðar og kemur þá betur í ljós hvaða stefna verður tekin. Morgunblaðið/Eggert Á ferð og flugi Daði Freyr Pétursson tók við verðlaununum hérlendis í gær og flýgur til Þýskalands í dag, þar sem hann býr ásamt Árnýju Fjólu. „Mjög spenntur að eignast“ alvörulangspil - Daði Freyr hlaut í gær tónlistarverðlaunin Langspilið Draugahundur nefnist sýning Bjargeyjar Ólafsdóttur sem opnuð er í gamla barnaskólanum á Eskifirði í dag kl. 15. „Sýningin samanstendur af 12 ljósmyndum af Samoyed-voffum. Samoyed-hundurinn sem líkist draug var upphaflega ræktaður til að veiða, draga sleða, og smala hreindýrum,“ segir í tilkynningu. Bjargey lærði ljósmyndun, málaralist og blandaða tækni í Myndlista- og handíðaskóla Íslands og Lista- akademíunni í Helsinki, og handritsgerð og leikstjórn í Binger Filmlab í Amsterdam. „Hún vinnur í fjöl- breyttum miðlum, og verður útkoman oft í formi íron- ískra verka, stundum ofbeldisfullra eða óhugnanlegra, og sækir hún innblástur í þráhyggjur og fantasíur nútímalífs. Persónurnar í verkum hennar eru gjarnan einstaklingar sem týnast í kunnuglegum en þó framandi aðstæðum.“ Hún hefur gert nokkrar kvikmyndir og sýnt verk sín víða um lönd, m.a. í Listasafni Reykjavíkur, Ljósmyndasafni Reykja- víkur, Nýlistasafninu í Reykjavík, Kunstverein í München, KunstWerke í Berlín, Galaria Traschi í Santiago og Färgfabriken Norr í Östersund. Draugahundur til sýnis á Eskifirði Bjargey Ólafsdóttir stellingar | línulaga frásagnir nefn- ist sýning sem opnuð hefur verið í BERG Contemporary á Klapparstíg. „Á sýningunni er að finna fjölbreytt verk sem takast á við línuteikningu með einum eða öðrum hætti,“ segir í tilkynningu. Sýnendur eru þau Áslaug Íris Katrín Friðjónsdóttir, Hanna Dís Whitehead, Haraldur Jónsson, Finn- bogi Pétursson, Páll Haukur og Sirra Sigrún Sigurðardóttir. „Þau vinna í fjölbreytta miðla, en þar má meðal annars nefna vél- rænar teikningar eftir Finnboga, þrívíðar teikningar eftir Áslaugu og Hönnu Dís, auk tilfinningateikninga Haraldar.“ Sýningartextann skrifar skáldið Kristín Ómarsdóttir. stellingar | línulaga frásagnir hjá BERG Gult Verk eftir Harald Jónsson. Fikt og fræði nefnist sumarsýningin með verkum Péturs Kristjánssonar sem opnuð er í Skaftfelli í dag kl. 16. „Pétur hefur búið á Seyðisfirði frá því á 9. áratugnum og stýrði Tækniminjasafni Austurlands þangað til nýverið og átti auk þess drjúgan þátt í að koma á fót Skaftfelli og Dieter Roth-akademíunni. Hann hefur í gegnum tíðina verið lykilmaður í menningarlífi bæjarins og unnið hörð- um höndum að list sinni og á sama tíma skapað tækifæri fyrir aðra listamenn. Pétur vinnur oft með það sem fell- ur til í samfélaginu og endurspeglar þannig gildismat okkar og fegurðarskyn; hluti sem fólk fleygir eða gefur upp á bátinn og hefur að þeirra mati tapað virði og jafn- vel notagildi sínu. En í meðförum Péturs er þeim fundinn nýr útgangs- punktur og hlutverk. Verk hans bjóða þannig upp á að við endurhugsum viðhorf okkar til hluta í kringum okkur og það er eiginlega óhjákvæmilegt að tengja verk Péturs við neysluhyggju nútímans og vegferð okkar í þeim efnum,“ segir í tilkynningu. Boðið er upp á listamannaspjall 19. júní, kl. 15. Sýningin er opin daglega milli kl. 12 og 18. Fikt og fræði opnuð í Skaftfelli í dag Pétur Kristjánsson Búið er að velja börnin fjögur sem fara munu með hlutverk Emils og Ídu í fjölskyldusöngleiknum Emil í Kattholti sem fer á fjalirnar í Borg- arleikhúsinu í nóvember. Með hlut- verk Emils fara þeir Gunnar Erik Snorrason og Hlynur Atli Harðar- son, sem báðir eru 10 ára. Ída verður leikin af Sóleyju Rún Arnarsdóttur, sem er níu ára, og Þórunni Obbu Gunnarsdóttur, sem er átta ára. Þórunn Arna Kristjánsdóttir leik- stýrir uppfærslunni, danshöfundur er Lee Proud, tónlistarstjóri er Agnar Már Magnússon, leikmynd hannar Eva Signý Berger og bún- inga hannar María Ólafsdóttir. Alls skráðu um 1.200 börn sig í leikprufur í seinasta mánuði og hittu listrænir stjórnendur sýningarinnar öll börnin til að finna réttu leikarana fyrir hlutverkin. „Þarna eru einstak- lega hæfileikarík börn á ferðinni sem verður gaman að fylgjast með,“ segir í tilkynningu frá Borgarleik- húsinu. Morgunblaðið/Eggert Tilhlökkun Þórunn Obba, Erik, Hlynur Atli og Sóley hafa verið valin til að fara með hlutverk Emils og Ídu í uppfærslu Borgarleikhússins. Emil og Ída fundin - Fjöldi hæfileikaríkra barna mætti í opnar leikprufur hjá Borgarleikhúsinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.