Þjóðmál - 01.06.2017, Page 5

Þjóðmál - 01.06.2017, Page 5
ÞJÓÐMÁL sumarhefti 2017 3 Ritstjórnarbréf Gengið verður til sveitastjórnarkosninga eftir tæpt ár. Fjárhagur flestra sveitafélaga hefur stórbatnað á síðustu árum og því verður athyglisvert að sjá hvernig kosningabaráttan, sem væntanlega er hafin að einhverju leyti, muni þróast á komandi vetri – svo ekki sé minnst á kosningarnar sjálfar. Sveitastjórnarkosningar opinbera að sumu leyti raunverulega stöðu stóru stjórnmála- flokkanna hér á landi. Sumarið 2006 sagði Halldór Ásgrímsson af sér sem forsætis- ráðherra eftir að Framsóknarflokkurinn hafði goldið afhroð í sveitastjórnarkosningum fyrr um vorið. Þessu er þó misjafnlega farið á milli sveitafélaga þar sem einstaka persónur og staðbundin kosningamál skipta oft meira máli en almenn stefna einstakra stjórnmála- flokka á sviði landsmálanna. Það ríkir þó spenna fyrir kosningunum á næsta ári innan stjórnmálaflokkanna. Innan Samfylkingarinnar eru bundnar vonir við að flokkurinn nái að endurheimta einhvern vott af reisn eftir að hafa allt að því þurrkast út í síðustu alþingiskosningum. Eðli málsins sam- kvæmt eru bundnar miklar vonir við Dag B. Eggertsson borgarstjóra en róðurinn mun þó reynast erfiðari á landsbyggðinni. Ein ástæða fyrir slæmu gengi Samfylkingarinnar út um land er að flokkurinn hefur ítrekað ekki boðið fram undir eigin nafni heldur í samstarfi við ýmis staðbundin bæjarframboð. Samfylking- in á því í raun fáa þungavigtar fulltrúa á sveitastjórnarstigi. Framsóknarflokkurinn vonast jafnframt eftir góðum árangri og þarf nauðsynlega á því að halda. Í millitíðinni gæti farið svo að skipt verði um formann í flokk- num (að öllu óbreyttu í janúar). Hvort sem af því verður eða ekki þarf flokkurinn að leggja alla sína krafta í sveitastjórnarkosningar til viðbótar við það að sinna stjórnarandstöðu- hlutverki sínu á Alþingi. Sjálfstæðisflokkurinn þarf jafnframt á góðu gengi að halda og Viðreisn vinnur nú hörðum höndum að því að setja saman framboð í stærstu sveitarfélögum landsins. Báðir flokkarnir leggja áherslu á að árangur í Reykjavík. Til þess þarf öflugan hóp framb- jóðenda. Það getur hins vegar reynst þrautin þyngri því erfitt er að finna fólk til að fara í framboð. Það eru ekki margir áhugasamir um að bjóða sig fram til setu í borgarstjórn. Í stuttu máli má segja að pólitíkin í borginni sé bragðdauf og flatneskjuleg og það eru fáir tilbúnir að taka að sér setu í borgarstjórn í fullu starfi, fyrir laun sem þykja ekki eftir- sóknarverð. Kosningavetur framundan

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.