Þjóðmál - 01.06.2017, Blaðsíða 8
6 ÞJÓÐMÁL sumarhefti 2017
Þá sagði Unnur Brá:
„Eflaust eru skiptar skoðanir á því hvort
slík ör endurnýjun sé góð eða slæm en víst
er að í fáum nálægum þjóðþingum hafa
breytingar sem þessar orðið á jafn stuttum
tíma og hér.“
Þingflokkar eru nú sjö. Fyrir utan stjórnar-
flokkana þrjá: Framsóknarflokkur, Píratar,
Samfylking og vinstri-grænir. Ríkisstjórnin
hefur aðeins eins atkvæðis meirihluta.
Stjórnarandstaðan stendur hins vegar ekki
alltaf saman, hvorki flokkarnir fjórir né þeir
sem eru innan hvers flokks fyrir sig.
Klofningur í röðum Framsóknarmanna er
opinber þar sem Sigmundur Davíð Gunn-
laugsson, fyrrverandi formaður, berst ákveðið
gegn eftirmanni sínum þótt hann gefi ekki
upp um hvort hann ætli að leita eftir for-
mennsku að nýju á flokksþingi í janúar 2017.
Stjórn þingflokks Pírata sagði af sér. Ásta
Guðrún Helgadóttir, fráfarandi þingflokksfor-
maður, birti yfirlýsingu á Facebook-síðu sinni
15. maí 2017 þar sem sagði:
„Í ljósi ágreinings milli mín og meirihluta
þingflokks Pírata varðandi innra skipulag
þingflokksins hef ég ákveðið að stíga til
hliðar sem þingflokksformaður Pírata. Við
vorum með ólíka sýn á hvert þingflokkurinn
ætti að stefna og því held ég að það sé
farsælast að annar taki við því starfi. Hlakka
til að gerast óbreyttur þingmaður á ný, en
þá gefst meiri tími til að vinna að þeim
málefnum sem eru mér hugleikin.“
Ásta Guðrún sagði ekki hvert var efni ágrein-
ingsins innan þingflokksins. Líklegt er að
Birgittu Jónsdóttur hafi þótt Ásta Guðrún
standa öðrum stjórnarandstöðuflokkum of
nærri. Helsta einkenni á starfi Pírata á alþingi
er að þeir telja sig ekki fá nægar upplýsingar
til að taka afstöðu til þingmála, skila því auðu
eða vilja að afgreiðslu sé frestað.
Þrír þingmenn Samfylkingarinnar standa saman
í þingflokki sínum og virðast ætla að keppa til
vinstri við vinstri-græna sem mælast með mest
fylgi af stjórnarandstöðunni. Þeir slaga í sumum
könnunum upp undir 25% í fylgi, aðeins Sjálf-
stæðisflokkurinn er stærri með 25 til 30% fylgi.
Unnur Brá Konráðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins
og forseti Alþingis.
Ásta Guðrún Helgadóttir, þingmaður Pírata og fv. þing-
flokksformaður.