Þjóðmál - 01.06.2017, Qupperneq 8

Þjóðmál - 01.06.2017, Qupperneq 8
6 ÞJÓÐMÁL sumarhefti 2017 Þá sagði Unnur Brá: „Eflaust eru skiptar skoðanir á því hvort slík ör endurnýjun sé góð eða slæm en víst er að í fáum nálægum þjóðþingum hafa breytingar sem þessar orðið á jafn stuttum tíma og hér.“ Þingflokkar eru nú sjö. Fyrir utan stjórnar- flokkana þrjá: Framsóknarflokkur, Píratar, Samfylking og vinstri-grænir. Ríkisstjórnin hefur aðeins eins atkvæðis meirihluta. Stjórnarandstaðan stendur hins vegar ekki alltaf saman, hvorki flokkarnir fjórir né þeir sem eru innan hvers flokks fyrir sig. Klofningur í röðum Framsóknarmanna er opinber þar sem Sigmundur Davíð Gunn- laugsson, fyrrverandi formaður, berst ákveðið gegn eftirmanni sínum þótt hann gefi ekki upp um hvort hann ætli að leita eftir for- mennsku að nýju á flokksþingi í janúar 2017. Stjórn þingflokks Pírata sagði af sér. Ásta Guðrún Helgadóttir, fráfarandi þingflokksfor- maður, birti yfirlýsingu á Facebook-síðu sinni 15. maí 2017 þar sem sagði: „Í ljósi ágreinings milli mín og meirihluta þingflokks Pírata varðandi innra skipulag þingflokksins hef ég ákveðið að stíga til hliðar sem þingflokksformaður Pírata. Við vorum með ólíka sýn á hvert þingflokkurinn ætti að stefna og því held ég að það sé farsælast að annar taki við því starfi. Hlakka til að gerast óbreyttur þingmaður á ný, en þá gefst meiri tími til að vinna að þeim málefnum sem eru mér hugleikin.“ Ásta Guðrún sagði ekki hvert var efni ágrein- ingsins innan þingflokksins. Líklegt er að Birgittu Jónsdóttur hafi þótt Ásta Guðrún standa öðrum stjórnarandstöðuflokkum of nærri. Helsta einkenni á starfi Pírata á alþingi er að þeir telja sig ekki fá nægar upplýsingar til að taka afstöðu til þingmála, skila því auðu eða vilja að afgreiðslu sé frestað. Þrír þingmenn Samfylkingarinnar standa saman í þingflokki sínum og virðast ætla að keppa til vinstri við vinstri-græna sem mælast með mest fylgi af stjórnarandstöðunni. Þeir slaga í sumum könnunum upp undir 25% í fylgi, aðeins Sjálf- stæðisflokkurinn er stærri með 25 til 30% fylgi. Unnur Brá Konráðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og forseti Alþingis. Ásta Guðrún Helgadóttir, þingmaður Pírata og fv. þing- flokksformaður.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.