Þjóðmál - 01.06.2017, Page 9

Þjóðmál - 01.06.2017, Page 9
ÞJÓÐMÁL sumarhefti 2017 7 Katrínu Jakobsdóttur tekst enn að halda vinstri-grænum saman undir einu merki en vaxandi spennu gætir meðal flokksmanna milli 101-liðsins svonefnda undir forystu Svandísar Svavarsdóttur annars vegar og landsbyggðarþingmanna hins vegar. II. Í ávarpi sínu 1. júní 2017 sagði Unnur Brá Konráðsdóttir þingforseti: „Um það verður ekki deilt að veigamesta mál þessa þings hefur verið fjármála- áætlunin fyrir árin 2018–2022. Fjármálaáætlun hefur kallað á breytt verk- lag við fjárlagagerð, bæði í ráðuneytum og á Alþingi. Ljóst er að allt ferlið á eftir að slípa enn betur, bæði undirbúning við gerð fjármálaáætlunar í Stjórnarráðinu og meðferð málsins í þinginu. Ég fagna því yfirlýsingu hæstv. fjármála- og efnahags- ráðherra í vikunni um að flýta eigi fram- lagningu fjármálaáætlunar svo meiri tími gefist til umfjöllunar þingsins. Hér á Alþingi þarf forysta þingsins að fara yfir reynsluna af umfjöllun nefnda um fjármálaáætlun. Ég tel jafnframt einsýnt að styrkja þurfi þjónustu við nefndir þingsins og tryggja að þingmenn fái nauðsynlega aðstoð til að geta lagt sjálfstætt mat á ýmsa þætti áætlunarinnar. Til að svo megi verða þarf Alþingi aukið fjármagn. Við þurfum einnig að endur- skoða starfsáætlun Alþing-is með tilliti til fjármálaáætlunarinnar. Reynslan í ár sýnir að gefa þarf henni meira rými í vinnu- skipulagi þingsins. En á móti er líka ljóst að fjárlagameðferðin á haustþingi ætti að geta styst og jafnvel ætti að vera mögulegt að afgreiða fjárlög fyrr en verið hefur. Slíkt væri til mikilla bóta fyrir alla aðila sem þurfa að skipuleggja starfsemi sína á grundvelli fjárlaga hvers árs.“ Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálf- stæðisflokksins úr norðvestur-kjördæmi, er formaður fjárlaganefndar alþingis. Verulega reyndi á hæfni hans til að leiða nefndina við afgreiðslu fjárlaga fyrir árið 2017 á dögunum frá 6. desember 2016 fram til 22. desember þegar þau vor samþykkt í bærilegri sátt á tíma starfsstjórnarinnar. Eftir áramótin kom það svo í hlut Haralds að stýra störfum fjárlaganefndar við afgreiðslu fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar og síðan fjármálaáætlunarinnar fyrir árin 2018 til 2022 sem var „veigamesta mál“ vorþingsins svo að vitnað sé til ávarps forseta. Áætlunin er reist á lögum um opinber fjármál sem tóku gildi á árinu 2016 og hafa greinilega meiri áhrif á störf alþingis en áður hefur verið rætt á opinberum vettvangi. Haraldur sagði meðal annars þegar hann kynnti álit meirihluta fjárlaganefndar á áætluninni: „Ég tel fullkomlega raunhæft að við breytum líka tímasetningum til að bæta umfjöllun um fjármálaáætlun og fjárlaga- frumvarp. Ég vil meina [...] að það sé vel gerlegt, eftir að við höfum farið jafn ítar- lega yfir fjármálaáætlunina og við höfum gert að þessu sinni og munum þá bæta það verklag, að umræðan um fjárlaga- frumvarp taki þá mögulega styttri tíma að hausti en verið hefur. Mér finnst það vera markmið sem við ættum að setja okkur að ljúka umfjöllun og afgreiðslu fjárlaga fyrir 20. nóvember ef þess er nokkur kostur og miða starfsáætlun þingsins við það.“ Í samtali á ÍNN 7. júní 2017 sagði Haraldur að endurskoða yrði starfsáætlun alþingis í heild til að laga hana að nýjum kröfum til þingsins vegna ríkisfjármálanna. Þá taldi hann einnig að lögbundin skylda nýrrar ríkisstjórnar um að leggja fjármálastefnu sína fyrir alþingi og fjármálaráð sérfræðinga verði til þess að ríkisfjármálin móti framvegis stjórnarmynd- unarviðræður og sáttmála nýrra ríkisstjórna. „Fjármálaáætlun hefur kallað á breytt verklag við fjárlagagerð, bæði í ráðuneytum og á Alþingi. Ljóst er að allt ferlið á eftir að slípa enn betur, bæði undirbúning við gerð fjármálaáætlunar í Stjórnarráðinu og meðferð málsins í þinginu.“

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.