Þjóðmál - 01.06.2017, Page 10

Þjóðmál - 01.06.2017, Page 10
8 ÞJÓÐMÁL sumarhefti 2017 Árið 2004 samþykkti alþingi fjárlög fyrir árið 2005 snemma, það er 4. desember 2004. Í vefriti fjármálaráðuneytisins sem kom út skömmu síðar var sagt að þetta mætti rekja til þess að vinnubrögð alþingis og fjárlaganefndar væru orðin „mun markvis- sari en var fyrir nokkrum árum“. Í vefritinu sagði einnig: „Áður voru fjárlög afgreidd mun seinna í desember, gjarnan rétt fyrir jól og undir miklum þrýstingi og tilheyrandi næturfundum í nefndum.“ Eftir 2004 sótti að nýju í gamla farið við afgreiðslu fjárlaganna. Nú vilja forseti alþingis og formaður fjárlaganefndar þingsins gera bragarbót. Takist að innleiða nýtt vinnu- lag við meðferð fjárlagafrumvarpsins og virkja allar þingnefndir til efnislegrar og málefnalegrar þátttöku í málsmeðferðinni markar það tímamót við meðferð ríkisfjár- mála. Breyting í þessa veru er hugsanlega auð- veldari en ella væri vegna mikillar endur- nýjunar á þingi. Þess gætti stundum áður fyrr að innan fjárlaganefndar töldu menn sig eina vita hvað þingi og þjóð væri fyrir bestu. Nú lýsti Haraldur Benediktsson vinnu- brögðunum með þessum orðum: „Ég segi bara: Við höfum núna öll saman mokað okkur í gegnum þennan skafl og komið fram með ábendingar, fyrirspurnir og skerpt á þeirri stefnu sem nauðsynlegt er að undirbyggja.“ III. Hvarvetna gagnrýnir stjórnarandstaða stjórn- arflokka fyrir að verja ekki nægu fé til mála- flokka sem helst eru taldir höfða til kjósenda. Þetta á ekki síst við um heilbrigðismál en útgjöld vegna þeirra eru í raun aldrei nógu há miðað við kröfur. Deilan um ríkisútgjöld tekur á sig ýmsar myndir og auðvelt er að rugla fólk í ríminu með því að nota mismunandi kvarða og segja síðan að ekki sé við þá staðið. MAGASÍNIÐ VIRKA DAGA 16-18 HULDA BJARNA OG HVATI MAGASÍNIÐ VIRKA DAGA 16-18 HULDA BJARNA OG HVATI HULD BJARNA OG HVATI MAGASÍNIÐ VIRKA DAGA 16-18

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.