Þjóðmál - 01.06.2017, Side 14
12 ÞJÓÐMÁL sumarhefti 2017
Skoðanasystkini Jóns Þórs hófu að safna
undirskriftum undir þennan texta:
„Alþingi samþykkti skipun 15 dómara gegn
ráðlagningu fagnefndar í einni atkvæða-
greiðslu, en dómara skal þingið samþykkja
hvern fyrir sig ef farið er á skjön við ráðl-
agningu. Því er lögmæti skipunarinnar
í vafa og við hvetjum forseta Íslands að
skrifa ekki undir hana.
Það er ekki í lagi að leyfa ráðherra að skipa
dómara eftir forsendum sem einungis hún
þekkir. Stöndum vörð um réttarkerfið okkar
og krefjumst útskýringa.“
Þetta er ambögulegt bænarskjal til forseta
sem er ábyrgðalaus af stjórnarathöfnum.
Fráleitt er að hann geti neitað að skrifa undir
skipunarbréf dómaranna.
Rætt hefur verið hvort þingmenn hafi átt að
greiða atkvæði um hvert nafn á lista ráðher-
rans. Birgir Ármannsson, þingflokksformaður
Sjálfstæðismanna, benti á að þingsköp
giltu um atkvæðagreiðslur á alþingi, enginn
þingmaður hefði óskað eftir að einstakir liðir
í tillögu ráðherrans yrðu bornir sérstaklega
undir atkvæði eins og þingforseti gerir jafnan
þegar um er beðið.
Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra
skýrði ástæður þess að hún lagði til breyt-
ingar á niðurstöðu dómnefndarinnar í sunnu-
dagsblaði Morgunblaðsins 4. júní 2017.
„Nú hefur þingið í fyrsta sinn fengið
tækifæri til þess að axla þá ábyrgð sem
það kallaði eftir árið 2010. Ráðherra [Sigríði
sjálfri] varð það strax ljóst, eftir viðræður
við forystumenn flokkanna, að niðurstaða
dómnefndar um skipan dómara við
Landsrétt myndi ekki hljóta brautargengi á
Alþingi. Rökstuðningur ráðherra hefði þar
engu breytt.
Sjálfum fannst ráðherra niðurstaða
nefndarinnar of einstrengingsleg. Að
virtum öllum sjónarmiðum sem máli skipta
gerði ráðherra tillögu til Alþingis um tiltek-
na 15 einstaklinga úr hópi þeirra 24 sem
hann hafði metið hæfasta. Virtist mikil og
góð sátt um tillögu ráðherra í upphafi. Það
breyttist hvað stjórnarandstöðuflokkana
varðaði. Það kann að vera að vonbrigði
þeirra sem höfðu verið á lista dómnefndar
en ráðherra gerði ekki tillögu um, og þeim
tengdra, hafi haft þar áhrif. Þá verður ekki
fram hjá því litið að umræða í fjölmiðlum
getur ært óstöðugan.
Þessi reynsla gefur tilefni til þess að
velta því fyrir sér hvort þingið sé í stakk
búið til þess að axla þessa ábyrgð, hvort
það sé yfirleitt sanngjarnt að ætlast til
þess af því með tilliti til hlutverks þess.
Dómsmálaráðherra getur í öllu falli fullyrt,
nú í ljósi reynslu sinnar, að endurskoða
þarf reglur og fyrirkomulag við veitingu
dómaraembætta.“
Með öðrum orðum sá Sigríður dómsmála-
ráðherra eftir forkönnun meðal þingmanna
að óbreytt tillaga dómnefndarinnar, fag-
nefndarinnar, yrði ekki samþykkt á þingi.
Miðvikudaginn 7. júní 2017 var upplýst
að þingflokkur Viðreisnar hefði lagst gegn
tillögu dómnefndarinnar vegna skorts á jafn-
rétti, of fáar konur væri þar að finna.
Dómsmálaráðherra breytti því tillögunni og
fékk hana samþykkta en eftir flokkspólitískt
uppnám af því tagi að Sigríður vill ekki að
slíkur leikur í kringum dómstólana endurtaki
sig á þingi – að hennar mati féll þingið á
prófinu.
„Sjálfum fannst ráðherra niðurstaða
nefndarinnar of einstrengingsleg.
Að virtum öllum sjónarmiðum sem
máli skipta gerði ráðherra tillögu til
Alþingis um tiltekna 15 einstaklinga
úr hópi þeirra 24 sem hann hafði
metið hæfasta. Virtist mikil og
góð sátt um tillögu ráðherra
í upphafi. Það breyttist hvað
stjórnarandstöðuflokkana varðaði.”