Þjóðmál - 01.06.2017, Side 17

Þjóðmál - 01.06.2017, Side 17
ÞJÓÐMÁL sumarhefti 2017 15 Eftir efnahagshrunið 2008 féll raungengi krónunnar mikið og við það urðu íslenskar útflutningsgreinar skyndilega samkepnis- hæfari á erlendum mörkuðum. Hrun gengisins átti stóran þátt í að styrkja stöðu ferðaþjónustu sem er ný stoð í íslenskum útflutningi. Tölurnar tala sínu máli: Fjöldi ferðamanna til Íslands hefur fjölgað úr fimm hundruð þúsund í rúmar tvær milljónir á aðeins níu árum. Vísbendingar þess efnis að afkoma útflutningsgreina fari nú hratt versnandi eru orðnar meiri áberandi og það er áhyggjuefni fyrir þjóðarbúið. Efnahagslegur stöðugleiki er nánast óþekkt hugtak í íslenskri hagsögu. Kunnara stef er sveiflukennd þróun og þegar vel árar þá við missum tökin. Sömu hagstjórnarmistök hafa verið endurtekin hér á landi yfir áratugi. En það er hægt að læra af fyrri mistökum. Norðurlandaþjóðir drógu lærdóm af sínum efnahagslægðum á níunda og tíunda áratugnum, þar sem hagstjórnin var tekin til gagngerrar endurskoðunar og komið í veg fyrir að sömu mistökin væru endurtekin á ný. Ábyrg hagstjórn er forsenda stöðugleika til langs tíma. Þau skilaboð hafa sjaldan átt betur við en um þessar mundir. Fyrsti lærdómur: Stjórnvöld verða að axla ábyrgð. Lausbeisluð fjármála- stefna hins opinbera á tímum góðæris er óábyrg stefna. Veigamikill hluti hagstjórnar lýtur að fjármálastefnu hins opinbera. Á tímum góðæris er mikilvægt að hið opinbera dragi úr umsvifum sínum, vinni þannig gegn spennu og búi í haginn fyrir það þegar hagvaxtarskeið taka enda. Fjármálastefna hins opinbera á Íslandi hefur í gegnum tíðina fremur ýtt undir sveiflur í hagkerfinu en að draga úr þeim. Það er því fagnaðarefni að nýverið voru innleidd lög á Alþingi um fjármálareglu. Í lögunum felst viðleitni til þess að koma böndum á opin- beran rekstur og vinna bug á reglubundinni umframkeyrslu fjárheimilda í fjárlögum. Myndin hér að ofan sýnir gengisvísitölu krónunnar frá árinu 2011, en síðan þá hefur krónan styrkst um rúm 40%. Efnahagslegur stöðugleiki er nánast óþekkt hugtak í íslenskri hagsögu. Kunnara stef er sveiflukennd þróun og þegar vel árar þá við missum tökin. Sömu hagstjórnarmistök hafa verið endurtekin hér á landi yfir áratugi.

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.