Þjóðmál - 01.06.2017, Qupperneq 17

Þjóðmál - 01.06.2017, Qupperneq 17
ÞJÓÐMÁL sumarhefti 2017 15 Eftir efnahagshrunið 2008 féll raungengi krónunnar mikið og við það urðu íslenskar útflutningsgreinar skyndilega samkepnis- hæfari á erlendum mörkuðum. Hrun gengisins átti stóran þátt í að styrkja stöðu ferðaþjónustu sem er ný stoð í íslenskum útflutningi. Tölurnar tala sínu máli: Fjöldi ferðamanna til Íslands hefur fjölgað úr fimm hundruð þúsund í rúmar tvær milljónir á aðeins níu árum. Vísbendingar þess efnis að afkoma útflutningsgreina fari nú hratt versnandi eru orðnar meiri áberandi og það er áhyggjuefni fyrir þjóðarbúið. Efnahagslegur stöðugleiki er nánast óþekkt hugtak í íslenskri hagsögu. Kunnara stef er sveiflukennd þróun og þegar vel árar þá við missum tökin. Sömu hagstjórnarmistök hafa verið endurtekin hér á landi yfir áratugi. En það er hægt að læra af fyrri mistökum. Norðurlandaþjóðir drógu lærdóm af sínum efnahagslægðum á níunda og tíunda áratugnum, þar sem hagstjórnin var tekin til gagngerrar endurskoðunar og komið í veg fyrir að sömu mistökin væru endurtekin á ný. Ábyrg hagstjórn er forsenda stöðugleika til langs tíma. Þau skilaboð hafa sjaldan átt betur við en um þessar mundir. Fyrsti lærdómur: Stjórnvöld verða að axla ábyrgð. Lausbeisluð fjármála- stefna hins opinbera á tímum góðæris er óábyrg stefna. Veigamikill hluti hagstjórnar lýtur að fjármálastefnu hins opinbera. Á tímum góðæris er mikilvægt að hið opinbera dragi úr umsvifum sínum, vinni þannig gegn spennu og búi í haginn fyrir það þegar hagvaxtarskeið taka enda. Fjármálastefna hins opinbera á Íslandi hefur í gegnum tíðina fremur ýtt undir sveiflur í hagkerfinu en að draga úr þeim. Það er því fagnaðarefni að nýverið voru innleidd lög á Alþingi um fjármálareglu. Í lögunum felst viðleitni til þess að koma böndum á opin- beran rekstur og vinna bug á reglubundinni umframkeyrslu fjárheimilda í fjárlögum. Myndin hér að ofan sýnir gengisvísitölu krónunnar frá árinu 2011, en síðan þá hefur krónan styrkst um rúm 40%. Efnahagslegur stöðugleiki er nánast óþekkt hugtak í íslenskri hagsögu. Kunnara stef er sveiflukennd þróun og þegar vel árar þá við missum tökin. Sömu hagstjórnarmistök hafa verið endurtekin hér á landi yfir áratugi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.