Þjóðmál - 01.06.2017, Síða 18

Þjóðmál - 01.06.2017, Síða 18
16 ÞJÓÐMÁL sumarhefti 2017 Nýja fjármálareglan tryggir hins vegar ekki ein og sér nauðsynlegt aðhald á tímum góðæris. Nægir þar að horfa til fjármálstefnu stjórnvalda fram til ársins 2022. Þrátt fyrir að hún uppfylli öll skilyrði fjármálareglunnar, jákvæða afkomu og lækkandi skuldahlutafall, þá er aðhald stefnunnar ekki nægjanlegt. Raunar slaknar á aðhaldinu nánast öll árin þrátt fyrir á sama tíma sé verið að spá áfram góðæri og spennu í hagkerfinu. Jákvæð afkoma er því ekki trygging þess efnis að fjármálastefnan sé aðhaldssöm því mikill útgjaldavöxtur er þensluhvetjandi þó svo að tekjurnar vaxi með. Sú þróun átti sér stað á síðasta þensluskeiði og við erum því miður að upplifa hið sama nú. Það er áhyggjuefni að stjórnmálamenn dragi ekki lærdóm af fyrri mistökum og axli ábyrgð á tímum góðæris. Eitt af því sem stjórnvöld hafa leyft sér í skjóli mikils hagvaxtar er að auka verulega opinber útgjöld. Umsvif hins opinbera eru nánast hvergi meiri meðal þróaðra ríkja en á Íslandi skv. samanburði frá OECD. Fyrir hverjar 100 krónur sem verða til í hagkerfinu eru 42 krónum ráðstafað af hinu opinbera. Það er áhyggjuefni í ljósi þess að slík umsvif þarf eðli máls samkvæmt að fjár- magna og hefur það verið gert með aukinni skattheimtu. Nú er svo komið að Ísland er háskattaland í alþjóðlegum samanburði, staðfest með tölulegum upplýsingum frá OECD. Það er því áhyggjuefni að í langtímaáætlun stjórnvalda er ekki gert ráð fyrir að dregið verði úr um- svifum hins opinbera heldur er gert ráð fyrir að þau haldist svipuð fram til ársins 2022. Ekki verður því betur séð en að núverandi stefna stjórnvalda sé staðfesting þess efnis að festa eigi í sessi skattahækkanir sem áttu sér hér stað á árunum 2009-2013. Vörðuðu þær á sínum tíma leiðina að hallalausum rekstri ríkissjóðs en nú þegar tekjustofnar bólgna út á ný eru þær meginástæða þess að Ísland hefur tekið fram úr öðrum ríkjum í skatt- heimtu. Það er spurning hvaða leið skal farin þegar til bakslags kemur næst. Það er ekkert svigrúm til skattahækkana í hagkerfinu. Heildarskatttekjur árið 2015. Ísland er háskattaland í samanburði við önnur ríki. Eitt af því sem stjórnvöld hafa leyft sér í skjóli mikils hagvaxtar er að auka verulega opinber útgjöld. Umsvif hins opinbera eru nánast hvergi meiri meðal þróaðra ríkja en á Íslandi skv. samanburði frá OECD. Fyrir hverjar 100 krónur sem verða til í hagkerfinu eru 42 krónum ráðstafað af hinu opinbera.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.