Þjóðmál - 01.06.2017, Side 19

Þjóðmál - 01.06.2017, Side 19
ÞJÓÐMÁL sumarhefti 2017 17 Annað áhyggjuefni er hversu lítill afgangur er á rekstri hins opinbera þrátt fyrir að núver- andi góðæri hafi staðið yfir í sjö ár. Afgangur- inn er það lítill að ef hagvaxtarforsendur breytast þá gætum við hæglega séð halla á rekstri í hins opinbera á komandi árum. Er áætlaður afgangur ekki svipur hjá sjón miðað við þann rekstrarafgang sem skilað var á síðasta þensluskeiði þegar skuldir ríkissjóðs voru helmingaðar. Var þá búið í haginn fyrir niðursveifluna sem svo sannarlega mætti okkur af fullum þunga árið 2008 og skildi þar milli feigs og ófeigs að ríkissjóður var ekki skuldsettari en raun bar vitni. Sá lærdómur virðist því miður hafa gleymst. Annar lærdómur: Launahækkanir umfram verðmætasköpun ógna verðstöðugleika og skerða samkeppnisstöðu þjóðarbúsins. Annar og ekki síður mikilvægur hluti hag- stjórnar er vinnumarkaðurinn. Hagsaga Íslands er mörkuð af ófriði á vinnumarkaði, viðvarandi deilum, verkföllum og að lokum launahækkunum, margföldum á við það sem viðgengst í nágrannaríkjum okkar. Á sama tíma og kollegar okkar í Svíþjóð deila um hvort launahækkanir upp á 2% ógni efnahags- legum stöðugleika þá hafa launahækkanir hér heima verið hátt í 10%. Eðlilega kvarta útflutningsgreinar undan samkeppnisstöðu sinni, sem versnar dag frá degi vegna mikillar styrkingar íslensku krónunnar sem bætist ofan á miklar launahækkanir. Styrkur út- flutningsgreina er lykilþáttur í því að byggja upp sjálfbæran hagvöxt til langs tíma. Er það þekkt staðreynd á öðrum Norðurlöndum enda byggist vinnumarkaðslíkan þeirra á því að útflutningsgreinar leiði launastefnuna í þeirra landi, með öðrum orðum, það eru útflutningsgreinar sem gefa merkið um rými til launahækkana. Á Íslandi er staðan önnur, svo virðist sem næstu kjarasamningslotur verði leiddar áfram af hinu opinbera, sem er fráleit staða. Mikill vandi blasir við ef við höldum áfram á sömu braut og það er aðeins óskhyggja að halda því fram að við getum farið aðrar leiðir en nágrannaþjóðirnar. Launakostnaður á hverja framleidda einingu hér á landi árið 2016 í samanburði við Norðurlöndin. Ekki verður því betur séð en að núverandi stefna stjórnvalda sé staðfesting þess efnis að festa eigi í sessi skattahækkanir sem áttu sér hér stað á árunum 2009-2013.

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.