Þjóðmál - 01.06.2017, Page 20
18 ÞJÓÐMÁL sumarhefti 2017
Viðleitni hefur þó gætt hjá aðilum vinnu-
markaðarins við að draga lærdóm af fyrri
mistökum og er hið svokallaða Salek sam-
starfsverkefni þar sem áhersla er lögð á bæta
þekkingu og vinnubrögð við gerð kjarasamn-
inga með Norðurlöndin sem fyrirmynd. Ef
Salek rennur út í sandinn þá er það alvarlegra
en margir átta sig á. Við höfum í gegnum
tíðina valið þá leið að hækka laun langt
umfram það sem undirliggjandi hagstærðir
gefa tilefni til og fyrir vikið uppskorið mikla
verðbólgu, háa vexti og gengisóstöðugleika.
Aðrar Norðurlandaþjóðir hafa valið leið
hóflegra launahækkana sem rúmast innan
framleiðniaukningar hagkerfisins og ógna
ekki samkeppnisstöðu útflutningsgreina.
Fyrir vikið hafa þær uppskorið verðstöðu-
gleika og lága vexti. Nú er rétti tíminn
fyrir Íslendinga að hverfa af fyrri braut og
draga lærdóm af bæði sögu okkar og vinnu-
brögðum annarra.
Þriðji lærdómur: Svikalogn getur ska-
past í umhverfi hárra vaxta.
Það er óumdeilt að á tímum góðæris á pen-
ingastefnan að vera aðhaldssöm. Vaxtastig
á Íslandi er hins vegar aðeins ein breyta af
mörgum í þeim flókna veruleika sem við
búum í. Raunvaxtamunur við útlönd skiptir
ekki síður máli. Í síðustu uppsveiflu var
Seðlabankinn fangi eigin vaxtastefnu þar
sem vaxtahækkanir löðuðu hingað til lands
skammtímafjárfesta á sama tíma og heimili
og fyrirtæki juku skuldsetningu sína í erlen-
dum lágvaxta myntum. Eftirleikinn er óþarfi
að rekja. Nú um stundir býr Seðlabankinn
yfir mjög rúmum gjaldeyrisforða til að mæta
erlendu skammtímafjármagni. Þá eru heimili
og fyrirtæki sem ekki eru með erlendar tekjur
að mestu leyti skuldsett í innlendri mynt og
jákvætt að við höfum dregið lærdóm af þeim
fyrri mistökum.
Þó aðrir armar hagstjórnar beri einna helst
ábyrgð á miklum sveiflum í íslensku efna-
hagslífi þá er það ekki svo að Seðlabankinn
sé yfir gagnrýni hafinn. Í 40 mánuði sam-
fleytt hefur verðbólga mælst að meðaltali
umtalsvert undir verðbólgumarkmiði á sama
tíma og Seðlabankinn hefur lítið kvikað frá
aðhaldssamri peningastefnu. Nú er svo komið
að raunvaxtamunur við helstu viðskiptalönd
er í kringum 4,5% sem svipar til þess sem var
að mælast hér á þensluárunum síðustu. Svo
mikill raunvaxtamunur á sama tíma og láns-
hæfismat fer batnandi, hagvaxtarhorfur eru
jákvæðar, verðstöðugleiki ríkir og höftin hafa
Nú er svo komið að raunvaxtamunur við helstu viðskiptalönd er í kringum 4,5%
sem svipar til þess sem var að mælast hér á þensluárunum síðustu.