Þjóðmál - 01.06.2017, Side 21
ÞJÓÐMÁL sumarhefti 2017 19
verið losuð skapast augljós vandi – fjármagn
streymir inn í íslenskt hagkerfi og innlendu
fjármagni líður vel í umhverfi hárra vaxta.
Í úttekt Seðlabankana Íslands (Fjármálastöðu-
gleiki 2017/1) er að finna ítarlega sundur-
liðun á hvers konar gjaldeyrisflæði átti sér
stað á árinu 2016. Sala á gjaldeyri mældist
540 milljarðar króna á árinu 2016 en þar
af nam afgangur vegna utanríkisviðskipta,
sem nánast eingöngu er tilkominn vegna
ferðaþjónustu, 195 milljörðum króna. Annars
konar innflæði á sama tíma, hátt í 345
milljarðar króna, hefur aftur á móti fengið
litla umfjöllun. Gjaldeyrisinnflæði sem m.a.
má rekja til nýfjárfestinga erlendra aðila, til
mikilla fjármagnsflutninga innlendra aðila
til landsins, til nýrra útlána innlendra aðila í
erlendum gjaldeyri sem skipt var í krónur, til
leiðréttingar á gjaldeyrisjöfnuði
bankanna og vegna framvirkra við-
skipta með krónuna svo eitthvað sé
nefnt.
Ekki verður því betur séð en að mikil trú inn-
lendra og erlendra aðila á íslensku hagkerfi í
umhverfi hárra innlendra vaxta séu segull á
fjármagn. Seðlabankinn hefur reynt að girða
fyrir vandann með innflæðishöftum en sú
aðgerð hefur þó augljóslega takmörkuð áhrif,
fjármagn finnur leiðir framhjá slíkum höftum.
Á fyrstu mánuðum þessa árs hafa fjárfest-
ingar erlendra aðila á íslenskum hlutabréfum
aukist til muna en þar hafa þeir fjárfest fyrir
tugi milljarða króna. Í íslensku hávaxtaum-
hverfi skapast því sá vandi að krónan styrkist
enn frekar á sama tíma og útflutningsgreinar,
grunnur heilbrigðrar gjaldeyrisöflunar, er
að veikjast. Svikalogn getur því auðveldlega
skapast í slíku hávaxtaumhverfi.
Annað áhyggjuefni er hversu lítill afgangur er á rekstri hins opinbera þrátt fyrir að núverandi
góðæri hafi staðið yfir í sjö ár. Afgangurinn er það lítill að ef hagvaxtarforsendur breytast þá
gætum við hæglega séð halla á rekstri í hins opinbera á komandi árum.
6