Þjóðmál - 01.06.2017, Page 24
22 ÞJÓÐMÁL sumarhefti 2017
Síðasta dag maímánaðar greindi fréttastofa
Ríkisútvarpsins frá því að þingflokkur Pírata
hefði „sett saman vantrauststillögu á
Sigríði Andersen dómsmálaráðherra“. Ef ekki
kæmi fram fullnægjandi rökstuðningur fyrir
tillögum ráðherrans um skipan dómara í
Landsrétt, ætti að leggja tillöguna fram.
„Það hafa komið fram mjög alvarlegar ábendin-
gar um framkvæmdina á þessu sem við viljum
bregðast við,“ sagði Birgitta Jónsdóttir, leiðtogi
Pírata, í viðtali við fréttastofuna.
Píratar vildu fresta því að ganga frá skipan
dómara, töldu sig þurfa meiri tíma eða eins
og Jón Þór Ólafsson, þingmaður þeirra, sagði
svo smekklega í ræðustól þingsins:
„Við þurfum fokking tíma til að geta unnið
þetta mál.“
Jón Þór sem er einn af varaforsetum Alþing-
is neyddist síðar til að biðjast afsökunar á
orðum sínum. En í viðtali við Ríkisútvarpið
fullyrti hann að allar líkur væru á því að van-
trauststillaga á dómsmálaráðherra yrði lögð
Óli Björn Kárason
Óþol gagnvart andstæðum
skoðunum og vantraust
Stjórnmál
Píratar og forverar þeirra hafa frá því að þeir settust á þing haft uppi stór orð og hótanir um vantraust, en sjaldan fylgt því
eftir af einhverri alvöru. Digrar yfirlýsingar um væntanlegt vantraust á ráðherra og ríkisstjórnir endurspegla óþol gagnvart
andstæðum skoðunum og hugmyndum. Mynd: Birt með góðfúslegu leyfi DV.