Þjóðmál - 01.06.2017, Qupperneq 27

Þjóðmál - 01.06.2017, Qupperneq 27
ÞJÓÐMÁL sumarhefti 2017 25 „Prinsipplausir tækifærissinnar“ Digrar yfirlýsingar um væntanlegt vantraust á ráðherra og ríkisstjórnir endurspegla óþol gagnvart andstæðum skoðunum og hugmyn- dum. Í þingsal er því haldið fram að þingmenn sem ekki taka undir með ræðumanni, séu fulltrúar „gamla Íslands“, og „gamla kerfisins“. Gefið er í skyn að þeir hafi engin prinsipp eða hugsjónir, séu tækifæris- sinnar sem stundi grímulausa valdabaráttu. Flest verk þingsins eru ófagleg, jafnvel lögbrot. Orðræðan í þingsal virðist oft hafa það eina markmið að komast undan því að ræða efnis- atriði þingmála og setja sig inn í misflókin mál. Það er þægilegra og einfaldara að kalla eftir frekari upplýsingum, krefjast „fokking“ meiri tíma, og saka andstæðinga um ófagleg vinnubrögð. Engan skal undra að þeim stjórnmálamönnum fækki sem ræða um hugsjónir og tefla fram skoðunum í opinberri umræðu. Pólitík og meitlaðar skoðanir eru sagðar merki um sérhagsmunagæslu fyrir „gamla“ Ísland. Á samfélagsmiðlum er lagt til atlögu. Ráðist er á einstaklinga samkvæmt nýjum leikregl- um óþolsins, sem virða ekki andstæðar skoðanir. Orðfærið er hart, óvægið og oft taumlaust: bófi, glæpamenn, siðblindingi, föðurlands- svikari, fífl, þrjótar, kjáni, asni, vesalingur, mannlegt úrhrak, api, fáviti, kexruglaður, heimskingi, vælandi aumingi. Þetta eru nokkur dæmi um orð sem notuð eru í opinberri umræðu til að fella dóma yfir stjórnmálamönnum – og þetta eru ekki þau verstu. Ég hef á öðrum stað sett fram þá kenningu að breytt orðræða hafi leitt til þess að margir (og þá ekki síst stjórnmálamenn) veigri sér við að setja fram ákveðnar skoðanir – orða hugmyndir sínar opinberlega. Þeir vita að sá sem setur fram skoðanir og veltir upp nýjum hugmyndum, á það á hættu að verða umsvifalaust „skotinn á færi“ í fjölmiðlum og netheimtum samfélagsmiðla. Ekki svar við spurningunni Á síðasta ári tók ég þátt í opnum fundi ungra sjálfstæðismanna undir yfirskriftinni; Hvað er frjálslyndi? Í upphafi erindisins tók ég fram að ég hefði ekki lengur svar við spurningunni. Á árum áður hefði svarið ekki vafist fyrir mér: Frjálslyndi byggir á trúnni á einstaklingnum og að okkur öllum vegni best þegar við erum frjáls til orðs og athafna, án þess að valda öðrum skaða. Byggir á þeirri sannfæringu að ríkið sé tæki borgaranna en ekki verkfæri fámennrar elítu til að ráðgast með þegnanna. Á árum áður var borgarinn fremstur og engir voru þegnar. En merking orðsins hefur brenglast. Fjölmiðlar nota hugtök stjórnmálanna í hugsunarleysi. Stjórnmálamenn leggja margir meira upp úr því að skreyta sig fallegum og jákvæðum orðum en að koma skoðunum sínum á framfæri og taka þátt í efnislegri umræðu. Stjórnlyndir menn hafa breyst í frjálslynda og umburðarlynda. Talsmenn frelsis einstaklin- ganna eru orðnir að forpúkuðum íhalds- og afturhaldssinnum. Baráttumenn valfrelsis einstaklinga og frjálsra viðskipta eru sagðir fulltrúar „gamla Íslands“ og sérhagsmuna. Hinir frjálslyndu eru hugsuðir „nýrra“ tíma og „faglegra“ vinnubragða. Breytt merking eða merkingarleysi orða er afleiðing af þróun stjórnmálanna síðustu ár og þangað sækja þeir skjól sem segjast umburðarlyndir, en þola ekki andstæð sjónarmið. Súrefni þeirra er ekki efnisleg umræða eða snörp rökræða um hugmyndir, heldur andúð á þeim sem hafa ekki „rétta skoðun“ – jarðvegurinn er vantraust og tortryggni. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Þeir vita að sá sem setur fram skoðanir og veltir upp nýjum hugmyndum, á það á hættu að verða umsvifalaust „skotinn á færi“ í fjölmiðlum og netheimtum samfélagsmiðla.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.