Þjóðmál - 01.06.2017, Síða 30

Þjóðmál - 01.06.2017, Síða 30
28 ÞJÓÐMÁL sumarhefti 2017 Hvort sú verður raunin á eftir að koma í ljós en komi til þess gæti það styrkt stöðu Íhalds- flokksins vegna brezka kosningakerfisins sem gengur út á einmenningskjördæmi þar sem sá frambjóðandi sem flest atkvæði fær nær kjöri. Fylgi Verkamannaflokksins gæti því dreifst í næstu kosningum. Rúmlega 90% þingmanna kosnir út á Brexit Þar sem enginn stjórnmálaflokkur hlaut hreinan meirihluta í þingkosningunum í júní, sem leiddi til minnihlutastjórnar Íhaldsflokks- ins með stuðningi Lýðræðislega sambands- flokksins (DUP) frá Norður-Írlandi, hefur ítrekað verið rætt um að mögulega komi til nýrra kosninga innan ekki svo langs tíma. Líkurnar á því hafa þó minnkað verulega eftir samning flokkanna tveggja. Þrátt fyrir að Íhaldsflokkurinn hafi misst þingmeirihluta sinn í þingkosningunum fékk flokkurinn engu að síður flesta þingmenn kjörna eða 317 auk forseta þingsins sem greiðir ekki atkvæði. Verkamannaflokkurinn hefur 262 þingmenn, Skozki þjóðarflokkurinn 35, Frjálslyndir demókratar 12, velski flok- kurinn Plaid Cymru 4 og Græningjar einn. Samanlagt 314 þingmenn. Með öðrum orðum hafa þessir fimm stjórn- málaflokkar færri þingmenn samanlagt en Íhaldsflokkurinn einn. Þeir þingmenn sem út af standa eru sjö þingmenn Sinn Fein, sem taka ekki sæti sín á brezka þinginu, og einn óháður þingmaður frá Norður-Írlandi úr röðum íhaldssamra mótmælenda sem myndi seint vinna með þessum flokkum frekar en Lýðræðislegi sambandsflokkurinn. Fyrir vikið hefur Corbyn kallað eftir nýjum þingkosningum enda ljóst að eina leiðin til þess að mynda starfhæfa ríkisstjórn með þingmeirihluta að baki sér í kjölfar síðustu kosninga er sú sem farin var. Fimm flokka minnihlutastjórn undir forystu Corbyns ætti litlar lífslíkur. Sennilega álíka miklar og sú fimm flokka stjórn sem reynt var að mynda hér á landi ekki alls fyrir löngu. Talsvert var rætt um það að útgangan úr Evrópusambandinu gæti leitt til skozks sjálfstæðis og að Bretland liðaðist þannig í sundur. Fleiri töldu þó að lítil hætta væri á því. Þrátt fyrir að þingkosningarnar í síðasta mánuði hafi ekki beinlínis farið eins og Theresa May, for- sætisráðherra Bretlands og leiðtogi Íhaldsflokksins, hafði vonazt til þar sem hún missti þingmeirihluta sinn í stað þess að auka hann bætti flokkur hennar engu að síður við sig talsverðu fylgi frá kosningunum 2015. Verkamannaflokkurinn bætti hins vegar við sig meiru.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.