Þjóðmál - 01.06.2017, Side 32

Þjóðmál - 01.06.2017, Side 32
30 ÞJÓÐMÁL sumarhefti 2017 Forysta Verkamannaflokksins hefur að sama skapi hafnað því að Bretland verði áfram hluti af innri markaði Evrópusambandsins í samræmi við kosningastefnu flokksins sem einungis kveður á um að halda verði í kosti innri maraðarins. Þar er aðallega skírskotað til greiðum aðgangs að markaðinum. Málið er þó umdeilt innan þingflokksins eins og flest annað tengt útgöngunni. Rétt er að hafa í huga í þessu sambandi að ríki Evrópusambandsins geta ekki samið um sjálfstæða fríverzlunarsamninga í eigin nafni við ríki utan sambandsins. Það frelsi hafa þau framselt til stofnana Evrópusam- bandsins. Einn helzti kosturinn sem Bretar sjá við útgönguna úr sambandinu er fyrir vikið að geta samið um fríverzlun við ríki um allan heim þegar út úr því verður komið. Komi til þess að samningar náist um slíkan annarar kynslóðar fríverzlunarsamning á milli Bretlands og Evrópusambandsins gæti það hæglega verið fordæmi að slíkum samningi á milli Fríverzlunarsamtaka Evrópu (EFTA) og sambandsins sem gæti komið í stað EES- samningsins og orðið til þess að viðskipta- tengsl EFTA-ríkjanna fjögurra við það yrðu samræmd á nýjan leik. Ef svo ólíklega vill hins vegar til að Bretland verði aðili að EES-samningnum eftir að landið hefur yfirgefið Evrópusambandið verður það að öllum líkindum einungis hugsað sem tímabundið fyrirkomulag á meðan samið verður endanlega um framtíðartengsl landsins við sambandið. Þar með gæti á hinn bóginn skapast tækifæri fyrir Ísland til þess að fylgja Bretum úr EES. Hvort tveggja þýddi að Ísland gæti mögulega byggt tengsl sín við Evrópusambandið eftirleiðis á nútímalegum víðtækum fríverzlu- narsamningi á hliðstæðum nótum og samið yrði um á milli Bretlands og sambandsins. Samningsformi sem þykir nægjanlegt til þess að tryggja viðskiptahagsmuni stærstu hagk- erfa heimsins í dag eins og Bandaríkjanna og Kína. Hvers vegna ekki Íslands? Margt hefur gerzt á vettvangi heimsviðskip- tanna á þeim aldarfjórðungi sem liðinn er frá því að EES-samningurinn var undirri- taður. Þrátt fyrir að fátt bendi til annars en við Íslendingar getum verið áfram aðili að honum á meðan við sættum okkur við það sem fylgir honum er ljóst að hann er barn síns tíma og að ókostir hans verða sífellt fyrir- ferðameiri. Nánar um það síðar.

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.