Þjóðmál - 01.06.2017, Blaðsíða 32

Þjóðmál - 01.06.2017, Blaðsíða 32
30 ÞJÓÐMÁL sumarhefti 2017 Forysta Verkamannaflokksins hefur að sama skapi hafnað því að Bretland verði áfram hluti af innri markaði Evrópusambandsins í samræmi við kosningastefnu flokksins sem einungis kveður á um að halda verði í kosti innri maraðarins. Þar er aðallega skírskotað til greiðum aðgangs að markaðinum. Málið er þó umdeilt innan þingflokksins eins og flest annað tengt útgöngunni. Rétt er að hafa í huga í þessu sambandi að ríki Evrópusambandsins geta ekki samið um sjálfstæða fríverzlunarsamninga í eigin nafni við ríki utan sambandsins. Það frelsi hafa þau framselt til stofnana Evrópusam- bandsins. Einn helzti kosturinn sem Bretar sjá við útgönguna úr sambandinu er fyrir vikið að geta samið um fríverzlun við ríki um allan heim þegar út úr því verður komið. Komi til þess að samningar náist um slíkan annarar kynslóðar fríverzlunarsamning á milli Bretlands og Evrópusambandsins gæti það hæglega verið fordæmi að slíkum samningi á milli Fríverzlunarsamtaka Evrópu (EFTA) og sambandsins sem gæti komið í stað EES- samningsins og orðið til þess að viðskipta- tengsl EFTA-ríkjanna fjögurra við það yrðu samræmd á nýjan leik. Ef svo ólíklega vill hins vegar til að Bretland verði aðili að EES-samningnum eftir að landið hefur yfirgefið Evrópusambandið verður það að öllum líkindum einungis hugsað sem tímabundið fyrirkomulag á meðan samið verður endanlega um framtíðartengsl landsins við sambandið. Þar með gæti á hinn bóginn skapast tækifæri fyrir Ísland til þess að fylgja Bretum úr EES. Hvort tveggja þýddi að Ísland gæti mögulega byggt tengsl sín við Evrópusambandið eftirleiðis á nútímalegum víðtækum fríverzlu- narsamningi á hliðstæðum nótum og samið yrði um á milli Bretlands og sambandsins. Samningsformi sem þykir nægjanlegt til þess að tryggja viðskiptahagsmuni stærstu hagk- erfa heimsins í dag eins og Bandaríkjanna og Kína. Hvers vegna ekki Íslands? Margt hefur gerzt á vettvangi heimsviðskip- tanna á þeim aldarfjórðungi sem liðinn er frá því að EES-samningurinn var undirri- taður. Þrátt fyrir að fátt bendi til annars en við Íslendingar getum verið áfram aðili að honum á meðan við sættum okkur við það sem fylgir honum er ljóst að hann er barn síns tíma og að ókostir hans verða sífellt fyrir- ferðameiri. Nánar um það síðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.