Þjóðmál - 01.06.2017, Blaðsíða 36

Þjóðmál - 01.06.2017, Blaðsíða 36
34 ÞJÓÐMÁL sumarhefti 2017 að leggja við hlustir þegar McDonald tjáir sig um fjármálaheiminn enda er hún með yfirgripsmikla reynslu af honum. Hún sat á þingi fyrir breska verkamannaflokkinn í tæpan áratug og hefur síðan þá unnið sem sérfræðingur á alþjóðlegum fjármálamarkaði auk þess að starfa fyrir Alþjóðagjaldeyris- sjóðinn og stýra breska fjármálaeftirlitinu um tíma. Í greininni er fjallað um mögulega endurupptöku Glass-Steagall löggjafarinn- ar, þ.e. þeim þáttum hennar sem bannaði viðskiptabönkum að sinna fjárfestingar- bankastarfsemi á borð við viðskipti með verðbréf. Elizabeth Warren, öldungadeildarþingmaður og áhrifakona á vinstri væng Demókrata- flokksins, hefur verið einn ötulasti talsmaður aðskilnaðar á bankastarfsemi í anda Glass- Steagall laganna. Warren hefur haldið því fram að löggjöfin hafi „gegnt lykilhlut- verki í því að tryggja öryggi landsins“ hvorki meira né minna í um hálfa öld. Warren hefur ítrekað, bæði í ræðu og riti, haldið því fram að Glass-Steagall löggjöfin (eða nútíma- legri útgáfa af henni) muni tryggja öryggi hefðbundinna viðskiptabanka, sem taka við innlánum sem eru tryggð að hluta af stjórn- völdum, á meðan stóru fjárfestingarbankarnir á Wall Street geti ekki treyst á ríkisábyrgð til að niðurgreiða áhættustarfsemi sína. Slíkur aðskilnaður muni einnig verða hvati fyrir fjárfestingarbanka til gæta hófs þegar kemur að áhættusækni. McDonald rifjar í grein sinni upp fleiri sam- bærilegar rökfærslur þeirra sem vilja taka upp Glass-Steagall löggjöfina á ný, m.a. þau rök að fjárfestingarbankar hafi farið fram úr sér og leitt kreppu yfir þjóðina. Þessi rök eru nokkuð þekkt og verður því ekki farið nánari útlistun á þeim hér. McDonald bendir þó á að þessum rökum fylgja sjaldnast staðreyndir. Hún heldur því jafnframt fram í grein sinni að Glass-Steagall löggjöfin hefði ekki komið í veg fyrir Krepp- una miklu (sem hófst í Bandaríkjunum árið 1929) hefði hún verið í gildi þá og ekki heldur fjármálakrísuna árið 2008 þó svo að hún hefði verið enn í gildi. Það séu aðrir þættir sem skýri báðar þessar kreppur sem séu aðskiln- aði viðskiptabanka og fjárfestingarbanka óviðkomandi. Henry B. Steagall sat í fulltrúardeild bandaríska þingsins- fyrir Demókrataflokkinn í tæp 30 ár, eða frá 1915 og þar til að hann lést árið 1943. Hann var formaður fastanefndar þingsins um fjármálamarkaði í rúm 12 ár, frá 1931 – 1943. Carter Glass sat í öldungadeild Bandaríkjaþings frá 1920 og þar til að hann lést árið 1946. Hann var áður fjármálaráðherra í tæpa 14 mánuði, frá desember 1918 til febrúar 1920, í ríkisstjórn Woodrow Wilson og hafði fram að því setið í fulltrúadeild þingsins frá árinu 1902. Hann var einn helsti drifkraftur að stofnun bandaríska seðlabankans árið 1913.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.