Þjóðmál - 01.06.2017, Qupperneq 36
34 ÞJÓÐMÁL sumarhefti 2017
að leggja við hlustir þegar McDonald tjáir
sig um fjármálaheiminn enda er hún með
yfirgripsmikla reynslu af honum. Hún sat
á þingi fyrir breska verkamannaflokkinn í
tæpan áratug og hefur síðan þá unnið sem
sérfræðingur á alþjóðlegum fjármálamarkaði
auk þess að starfa fyrir Alþjóðagjaldeyris-
sjóðinn og stýra breska fjármálaeftirlitinu
um tíma. Í greininni er fjallað um mögulega
endurupptöku Glass-Steagall löggjafarinn-
ar, þ.e. þeim þáttum hennar sem bannaði
viðskiptabönkum að sinna fjárfestingar-
bankastarfsemi á borð við viðskipti með
verðbréf.
Elizabeth Warren, öldungadeildarþingmaður
og áhrifakona á vinstri væng Demókrata-
flokksins, hefur verið einn ötulasti talsmaður
aðskilnaðar á bankastarfsemi í anda Glass-
Steagall laganna. Warren hefur haldið því
fram að löggjöfin hafi „gegnt lykilhlut-
verki í því að tryggja öryggi landsins“ hvorki
meira né minna í um hálfa öld. Warren hefur
ítrekað, bæði í ræðu og riti, haldið því fram
að Glass-Steagall löggjöfin (eða nútíma-
legri útgáfa af henni) muni tryggja öryggi
hefðbundinna viðskiptabanka, sem taka við
innlánum sem eru tryggð að hluta af stjórn-
völdum, á meðan stóru fjárfestingarbankarnir
á Wall Street geti ekki treyst á ríkisábyrgð til
að niðurgreiða áhættustarfsemi sína. Slíkur
aðskilnaður muni einnig verða hvati fyrir
fjárfestingarbanka til gæta hófs þegar kemur
að áhættusækni.
McDonald rifjar í grein sinni upp fleiri sam-
bærilegar rökfærslur þeirra sem vilja taka
upp Glass-Steagall löggjöfina á ný, m.a. þau
rök að fjárfestingarbankar hafi farið fram úr
sér og leitt kreppu yfir þjóðina. Þessi rök eru
nokkuð þekkt og verður því ekki farið nánari
útlistun á þeim hér.
McDonald bendir þó á að þessum rökum
fylgja sjaldnast staðreyndir. Hún heldur því
jafnframt fram í grein sinni að Glass-Steagall
löggjöfin hefði ekki komið í veg fyrir Krepp-
una miklu (sem hófst í Bandaríkjunum árið
1929) hefði hún verið í gildi þá og ekki heldur
fjármálakrísuna árið 2008 þó svo að hún
hefði verið enn í gildi. Það séu aðrir þættir sem
skýri báðar þessar kreppur sem séu aðskiln-
aði viðskiptabanka og fjárfestingarbanka
óviðkomandi.
Henry B. Steagall sat í fulltrúardeild bandaríska þingsins-
fyrir Demókrataflokkinn í tæp 30 ár, eða frá 1915 og þar til
að hann lést árið 1943. Hann var formaður fastanefndar
þingsins um fjármálamarkaði í rúm 12 ár, frá 1931 – 1943.
Carter Glass sat í öldungadeild Bandaríkjaþings frá
1920 og þar til að hann lést árið 1946. Hann var áður
fjármálaráðherra í tæpa 14 mánuði, frá desember 1918 til
febrúar 1920, í ríkisstjórn Woodrow Wilson og hafði fram
að því setið í fulltrúadeild þingsins frá árinu 1902.
Hann var einn helsti drifkraftur að stofnun bandaríska
seðlabankans árið 1913.