Þjóðmál - 01.06.2017, Page 38
36 ÞJÓÐMÁL sumarhefti 2017
að kaupa og selja verðbréf fyrir viðskiptavini
sína en máttu aftur á móti fjárfesta í skráðum
eða óskráðum verðbréfum (þ.m.t. hluta-
bréfum eða skuldabréfum) á eigin reikning.
Þá var þeim jafnframt heimilt að fjárfesta í
ríkisskuldabréfum, skuldabréfum sem gefin
voru út af ríkjum eða sveitafélögum og af
fyrirtækjum sem nytu aðstoðar hins opinbera
(t.d. lánafyrirtækjanna Fannie Mae og Freddie
Mac sem stofnuð voru síðar). Engar aðrar
takmarkanir voru lagðar á þessi viðskipti
viðskiptabanka.
Þá lögðu önnur ákvæði bann við því að
viðskiptabankar ættu hlutdeild í fyrirtækjum
sem hefðu fyrst og fremst það hlutverk að
sjá um verðbréfaútboð og kaupa verðbréf til
að eiga á veltubók til þess að geta selt síðar
til viðskiptavina. Áhættuþættirnir sem þarna
átti koma í veg fyrir voru þeir að viðskipta-
bankar gætu verið berskjaldaðir fyrir þeirri
hættu sem fjárfestingarbankar standa frammi
fyrir þegar þeir sölutryggja verðbréfaútboð
(sitja uppi með það sem ekki selst) og áhæt-
tunni sem slíkir bankar og verðbréfafyrirtæki
standa frammi fyrir vegna veltubókar sinnar.
Það sem skiptir máli í þessu samhengi er að
viðskiptabankar gátu eftir sem áður fjárfest
í verðbréfum. Það sem meira er að bönkum
var jafnframt heimilt að framselja lánasöfn
sín. Þegar verðbréfun (e. securitization) kom
til sögunnar fóru þessar fjárgirðingar laga-
bálksins að sanna gagnsleysi sitt. Verðbréfun
er þegar banki tekur hluta lánasafnsins og
pakkar því í eitt skuldabréf sem síðan er selt
áfram. Með þessu minnkar bankinn eiginfjár-
bindingu sína og sá sem fjárfestir í bréfinu
fær tekjustreymið af afborgunum af upphaf-
legu lánunum. Þrátt fyrir Glass-Steagall
löggjöfina gátu bankar verðbréfað lánasöfn
sín en aftur á móti gátu þeir ekki sjálfir gefið
út slík eignatryggð skuldabréf og ekki miðlað
slíkum bréfum. Eigi að síður gátu þeir keypt
slíka pappíra inn á fjárfestingabók og selt þá
án hindrana.
Hér er ástæða til að gera hlé á frásögn
McDonald og rifja upp að verðbréfun er í
sjálfu sér ekki áhættusamur gjörningur, hvað
sem allri umfjöllun um undirmálslán og
eignatryggða fjármálagerninga á árunum
eftir hrun líður. Sértryggð skuldabréf, sem
innihalda fasteignalánasöfn viðskiptabanka,
þykja með traustari fjárfestingum. Þannig má
nefna að þegar gríska ríkið lenti í greiðslufalli
og allt fór í uppnám í sunnanverðri álfunni
þá stóðu sértryggð skuldabréf gefin út af
grískum bönkum það allt af sér. Og rétt er
að minna á að ekkert greiðslufall varð af sér-
tryggðum skuldabréfum íslensku bankanna
sem voru gefin út fyrir fall þeirra.
Vildu setja bönkunum skorður
Carter Glass hafði á árunum fyrir Kreppuna
miklu gagnrýnt bankastarfsemi í Banda-
ríkjunum harðlega. McDonald telur að sú
gagnrýni hafi að sumu leyti átt rétt á sér. Á
árunum frá 1924-29 höfðu viðskiptabankar
víða um land stundað flókin viðskipti með
skuldabréfavafninga sem að hluta til byggðu
væntingum um hækkandi húsnæðisverð.
Á sama tíma jókst verðbólga í landinu,
kaupmáttur minnkaði en þrátt fyrir það var
töluvert fjármagn á innlánsreikningum bank-
anna. Á vissan hátt má segja að bankarnir hafi
stundað spákaupmennsku í þeim tilgangi að
viðhalda markaði fyrir eigin verðbréf og nýtt
til þess innstæður og eigið fé. Ekkert af þessu
á þó skylt við starfsemi fjárfestingarbanka
heldur bjuggu viðskiptabankarnir til sín eigin
vandamál sem síðar kom í bakið á þeim. Í
stuttu máli mætti segja að þeir hafi blásið í
eigin bólu sem síðar sprakk.
En það var fleiri sem réði ákvörðun og
áhuga Glass á því að setja bönkunum frekari
skorður. Hann hafði fyrr á sínum pólitíska ferli
gegnt veigamiklu hlutverki í stofnun banda-
ríska seðlabankans (árið 1913). Sem öldunga-
deildarþingmaður hafði hann einnig verið
einn helsti drifkrafturinn við gerð sérstakra