Þjóðmál - 01.06.2017, Blaðsíða 39

Þjóðmál - 01.06.2017, Blaðsíða 39
ÞJÓÐMÁL sumarhefti 2017 37 bankalaga, sem tóku gildi árið 1932. Lögin heimiluðu seðlabankanum að lána bönkum landsins veltufjármuni en draga sjálfur af ríkisskuldabréfum og gulli sem tryggingu til mótvægis við lán til bankanna. Með þeim skilyrðum vildi Glass setja takmörkun á möguleika bankanna til að draga á lánalínur seðlabankans. Glass var jafnframt stuðnings- maður þess sem kallað er á lélegri íslensku raunpeningastefna (e. Real Bills Doctrine) sem felur það í sér að seðlabankanum átti í raun aðeins að vera heimilt að lána bönkun- um það fjármagn sem þeir þyrftu til að fjármagna grunnstarfsemi sína en ekki til að fjármagna nokkra áhættustarfsemi. Hug- myndin var sú að Seðlabankinn gæti aðeins veit stutt skammtímalán gegn veði í vöru og þjónustu (sem skapar ekki verðbólgu) og þar með héldist eftirspurn eftir lausafjármagni í skefjum en nægði til að fjármagna viðskipta- bankana eingöngu, með fyrrgreindum afleiðingum þar sem viðskiptabankarnir voru komnir langt fram úr sér. Margir hagfræðingar hafa kennt þessari þróun um kreppuna miklu, en hún var þó ein helsta undirstaðan að Glass-Steagall lög- gjöfinni. Yfirlýsingar Glass stóðust ekki McDonald spyr sig hins vegar að því hvort að Glass-Steagall löggjöfin hafi falið í sér rétt viðbrögð við Kreppunni miklu. Ítrekað hefur verið bent á að stóryrtar yfirlýsingar Glass um bankastarfsemi og fjármálageirann voru ekki alltaf studdar haldbærum rökum eða staðreyndum. Þvert á móti virðast staðreyndirnar hrekja fullyrðingar hans. Þannig má sem dæmi nefna að á árunum 1930 – 33 voru bankar sem voru hvort í senn viðskipta- og fjárfestingarbankar líklegri til þess að lifa kreppuna af. Á meðan 26% allra viðskiptabanka landsins, sem þá töldu á þúsundum, urðu gjaldþrota á tímabilinu fóru 7,5% þeirra banka sem voru bæði viðskipta- og fjárfestingarbankar sömu leið. Flestir þeirra voru það stórir að þeir gátu nýtt sér stærðarhagkvæmnina sem litlu bankanna skorti. McDonald rifjar upp að árið 1920 voru tæplega 28.900 bankar starfandi í Banda- ríkjunum. Þar af voru 2/3 þeirra litlir bankar sem þjónuðu innan við 2.500 íbúum, svokall- aðir einingabankar. Þá voru í gildi mjög ströng lög sem í stuttu máli komu í veg fyrir að hægt væri að reka það sem við þekkjum í dag sem útibú. Bönkum var þó frá árinu 1927 heimilt að reka útibú, en aðeins innan eigin ríkismarka. Þannig var banka með höfuðstöð- var í Virginíu ríki aðeins heimilt að opna útibú innan Virginíu, svo tekið sé dæmi. Það var ekki fyrr en árið 1994 sem bönkum var að fullu heimilt að starfa frjálst á landsvísu. Það þurfti stundum ekki nema uppskerubrest á einum sveitabæ eða greiðsluerfiðleika hjá litlu fyrirtæki til að setja bankann í bænum í þrot. Á árunum 1921-30 urðu tæplega 6.200 bankar gjaldþrota vestanhafs. Um 80% þeirra voru fyrrnefndir einingabankar sem höfðu ekki aðgang að þrautalánum seðlabankans auk þess sem starfsemi þeirra var það um- svifalítil að þeir höfðu ekkert svigrúm til að hliðra til í rekstri eða bjarga sér með öðrum hætti. Ti að taka dæmi um það hversu brot- hættir bankarnir voru má nefna mjólkursam- lag sem varð gjaldþrota í Missouri ríki árið 1928. Uppskerubrestur hafði orðið á mörgum sveitabæjum í héraði einu í ríkinu sem leiddi til þess að nokkrir bændur þurftu að bregða búi og aðrir þurftu að fækka í bústofni sínum. Verð á nautakjöti hríðlækkaði (vegna offram- boðs) og minni mjólk skilaði sér til mjólkur- samlagsins. Mjólkursamlagið stóð ekki undir lánagreiðslum til þriggja banka á svæðinu sem varð til þess að þeir urðu allir gjaldþrota.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.