Þjóðmál - 01.06.2017, Síða 40

Þjóðmál - 01.06.2017, Síða 40
38 ÞJÓÐMÁL sumarhefti 2017 Kanadísku bankarnir stóðu kreppuna af sér McDonald rifjar upp í grein sinni að George L. Harrison, bankastjóri seðlabankans í New York, átti bæði fyrir Kreppuna miklu og á meðan henni stóð reglulega fundi með þingnefndum sem höfðu það hlutverk að fjalla um bankastarfsemi og fyrirhugaðar breytingar þar á. Á einum fundanna vísaði hann til þess að kanadíska bankakerfið var byggt upp með allt öðrum hætti en það bandaríska. Árið 1920 störfuðu í Kanada 18 bankar á landsvísu og ráku tæplega 4.700 útibú. Landbúnaðarhéröð Kanada þurftu að takast á við sömu áskoranir og vinir þeirra sunnan landamæranna, en aðeins einn banki varð gjaldþrota á þriðja áratugnum í Kanada. Kanada fór í gegnum Kreppuna miklu án þess að nokkur annar banki yrði gjaldþrota. Á árunum 1929 - 39 dróst þjóðarframleiðsla í Kanada saman um 40% en bankakerfið lifði það af. Starfsemi kanadísku bankanna á landsvísu skapaði þeim svigrúm til að takast á við bankaáhlaup á einstaka svæðum og þeir voru í mun betri stöðu en starfsbræður sínir í Bandaríkjunum til að takast á við efna- hagserfiðleika. McDonald segir að um tíma hafi hugmyndir Harrison um að gera banda- ríska bankakerfið líkara því kanadíska, m.a. með því að leyfa stórum bönkum að starfa á landsvísu og auka svigrúm þeirra með ýmsum hætti, verið viðraðar í bandaríska þinginu. En til þess var lítill pólitískur vilji og stjórnmálamenn vildu minni einingabanka áfram. Rökin voru oftast þau að stórir bankar með starfsemi á landsvísu myndu gleypa minni bankanna auk þess sem þeir myndu ekki taka tillit til þarfa heimamanna í hverju héraði fyrir sig (jafnvel þó þeir kanadísku gerðu það). Glass-Steagall löggjöfin batt enda á allar hugmyndir um stærri og hag- kvæmari banka. Þingfundirnir opinberuðu marga veikleika í bandarísku bankakerfi, en Glass-Steagall löggjöfin tók í raun ekki á neinum þeirra. Sem fyrr segir hrundu bankarnir hver á fætur öðrum af því að þeir voru of litlir og of háðir staðbundnum efnahagsaðstæðum. McDonald segir að Glass-Steagall löggjöfin hafi í raun verið byggð á misskilningi stjórn- málamanna og lélegri greiningu á veikleikum bankanna. Áratuga gildi laganna gerði ekkert til að koma í veg fyrir hrun bankastofnana síðar meir. Það var búð að vara við of litlum bönkum en stjórnmálmenn kusu að hunsa þá ráðgjöf. Við hrun bankanna á þriðja áratugnum voru fjölmörg héröð án banka, sem gerði krep- puna enn verri þar sem hvorki einstaklingar né minni fyrirtæki höfðu aðgang að lánsfé. Fyrirtæki fóru í þrot með tilheyrandi atvinnu- leysi, atvinnuleysið gerði það að verkum að fólk stóð ekki undir skuldbindingum sínum og þannig myndaðist hringrás sem framleng- di kreppunni. Glass-Steagall löggjöfin kom George L. Harrison, var bankastjóri seðlabankans í New York frá 1928 – 1940. Hann átti reglulega fundi með þingnefndum á bandaríska þinginu og var mikill talsmaður þess að horft yrði til kanadíska bankakerfisins, sem rak fáa en stóra banka með útibú víðs vegar um landið á meðan bandaríska bankakerfið var samsett af þúsundum lítilla banka sem höfðu enga burði til að takast á við samdrátt í hagkerfinu. Hann hafði ekki erindi sem erfiði í baráttu sinni. Þess má geta að kanadíska bankakerfið stóð af sér Krepp- una miklu, aðeins einn banki varð gjaldþrota í landinu. Harrison var jafnframt andvígur því að aðskilja rekstur viðskiptabanka og fjárfestingarbanka.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.