Þjóðmál - 01.06.2017, Side 50

Þjóðmál - 01.06.2017, Side 50
48 ÞJÓÐMÁL sumarhefti 2017 Nú er aftur á móti búið að rjúfa þennan rétt manna hér á landi. Bæði ríkissaksóknari og dómarar við Hæstarétt líta þannig á að fyrst að umræddar hleranir voru ekki lagðir fram sem gögn þeirra mála sem um ræðir sé lítið við því að gera þó brotið hafi verið á réttind- um manna. Ríkið má með öðrum orðum brjóta á rétti þínum ef það bara notar ekki upplýsingarnar sem það kemst yfir gegn þér með beinum hætti í réttarsal. Dómarar á öllum dómstigum hafa þó það hlutverk að gæta réttinda allra landsmanna, ekki bara lögreglunnar eða saksóknara. En þegar á reynir telur embættismaðurinn, í þessu tilfelli hæstaréttardómarar, mikilvæg- ara að gæta hagsmuna hvers annars. *** Það má nefna fleiri dæmi. Haustið 2014 lak Samkeppniseftirlitið upplýsingum um rannsókn á stjórnendum flutningafélaganna Samskip og Eimskip. Stjórnendur féla- ganna voru sakaðir um refsiverða háttsemi í fjölmiðlum og gátu ekki með nokkrum hætti komið sér til varnar. Nú, þremur árum síðar, hefur ekkert gerst í málinu, engin sekt verið lögð á fyrirtækin og engin ákæra gefin út. Forstjóri Samkeppniseftirlitsins hafði uppi stór orð um að til stæði að finna þann sem lak gögnunum um rannsóknina, en þau orð reyndust innantóm enda hefur ekkert komið út úr því máli heldur. *** Og embættismennirnir gæta hagsmuna hvers annars á fleiri sviðum. Í vor varð uppi fótur og fit þegar lýðræðislega kjörinn stjórn- málamaður ákvað að fara ekki eftir tillögum hæfnisnefndar um skipun við dómara í nýjan dómstól hér á landi, Landsrétt. Það vill svo til að umrædd hæfnisnefnd var að mestu skipuð af sitjandi dómurum og aðilum úr dómstólasýslunni. Ábyrgðin á skipun dómara er þó alltaf í höndum ráðherra og sitjandi þingmanna. En þannig vill embættis- maðurinn ekki hafa það, hann vill fá að ráða þessu og stjórnmálamenn eiga að hafa sem minnst um málið að segja – og helst þegja. Það má endalaust deila um það hvernig rétt sé að standa að skipun dómara, en það getur þó aldrei talist eðlilegt að dómarar velji sjálfir sína samstarfsmenn. *** Fyrir nokkrum árum var rætt um „freka karlinn“ í íslensku samfélagi. Gott ef það var ekki fyrrnefndur Jón Gnarr sem fann upp þetta heiti og aðrir vinstri menn hafa ítrekað notað þetta hugtak í þjóðfélagsumræðunni. Freki karlinn er að þeirra mati gamlir (hægri sinnaðir) stjórnmálamenn sem halda enn að þeir ráði einhverju. Fjölnir telur þó að freki karlinn sé í raun embættismaðurinn sem hefur ekkert lýðræðislegt umboð, ræður því sem hann vill ráða og beitir kröftum kerfisins af öllu afli gegn þeim sem kunna að verða honum ósammála. Hinn almenni borgari á ekki roð í embættismanninn og getur ekki með nokkrum hætti borið hönd fyrir höfuð sér ætli embættismaðurinn sér að taka hann fyrir. Þeir einu sem geta haldið aftur af freka karlinum eru lýðræðislega kjörnir fulltrúar.

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.