Þjóðmál - 01.06.2017, Side 51

Þjóðmál - 01.06.2017, Side 51
ÞJÓÐMÁL sumarhefti 2017 49 Þeir sem gagnrýna gjaldeyriseftirlit Seðla- bankans eiga ekki von á góðu, þeir sem gagnrýna embættismenn fá hringingar og hótanir, forsvarsmenn fyrirtækja þora ekki að biðja Samkeppniseftirlitið um leiðbeiningar af ótta við að lenda í margra ára rannsókn, menn þora ekki að gagnrýna dómara um of því þeir vita að dómarinn getur – og mun líklega – hefna sín á þeim í réttarsal, það er enginn sem gætir þess að grundvallarreglum í réttarríkinu sé framfylgt og þannig mætti áfram telja. Hinn almenni borgari á ekki roð í embættis- manninn og getur ekki með nokkrum hætti borið hönd fyrir höfuð sér ætli embættis- maðurinn sér að taka hann fyrir. Þeir einu sem geta haldið aftur af freka karlinum eru lýðræðislega kjörnir fulltrúar. Þeir eru full- trúar almennings en ekki hliðverðir kerfisins. Þeir eru ekki að vinna fyrir embættismennina og þurfa ekki að vera hræddir um að vega að starfsheiðri þeirra þó svo að þeir kunni að hafa aðra hugmynd um það hvernig stjórn- sýslan á að starfa. En þá verða lýðræðislega kjörnir fulltrúa líka að leiða hjá sér hótanir og muna að þeir starfa í umboði almennings. Svo má auðvitað vera að stjórnmálamenn- irnir séu jafn hræddir við embættismanninn og hinn almenni borgari. Þá fær freki karlinn, embættismaðurinn, alltaf að ráða. Fjölnir telur að freki karlinn sé í raun embættismaðurinn sem hefur ekkert lýðræðislegt umboð, ræður því sem hann vill ráða og beitir kröftum kerfisins af öllu afli gegn þeim sem kunna að verða honum ósammála.

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.