Þjóðmál - 01.06.2017, Page 61
ÞJÓÐMÁL sumarhefti 2017 59
þeir lofað þakklátum stjórnmálamönnum
Vesturlanda að bæta orkunýtingu sína ár frá
ári á grunni tækniframfara og betri lífskjara.
Hann segir að lýsa megi loforði Indverja á
þann veg að of þungur karl lofi konu sinni að
léttast með því að segja í upphafi rangt til um
þyngd sína, segja hana 80 kg og hann ætli
í 75 kg. Konan fagnar en áttar sig ekki á að
maðurinn er aðeins 72 kg þegar hann gefur
loforðið.
Somm segir að nú hafi birst upplýsingar sem
geri Parísar-samkomulagið í raun að tákni
fáránleikans. Nýlega hafi vísindamaður við
MIT-háskólann í Bandaríkjunum birt útreikn-
inga sem sýni að þótt ríkin 195 standi við allar
áætlanir sínar samkvæmt eigin INDCs verði
hlýnun jarðar á þann veg að árið 2050 hafi
hitinn ef til vill hækkað um 1,9 til 2,6 gráður –
árið 2100 ef til vill um 3,1 til 5,2 gráður. Þetta
gerist þótt öll ríki standi nákvæmlega við það
sem þau segist ætla að gera til að hitinn hafi
ekki hækkað nema um tæplega 2 gráður árið
2100. Í útreikningunum frá MIT segir að haldi
ríkin öll sig við Parísar-samkomulagið verði
þessi mikla hækkun 0,2 gráðum minni en
ella yrði. Somm segir: „0,2 gráður? Fjallið tók
joðsótt og fæddi mús.“
Basel-ritstjórinn segir að taka verði öllum
spádómum með fyrirvara, einnig frá MIT. Það
séu alls kyns flóknar tölvusviðsmyndir til um
hugsanlega hlýnun jarðar og þær hafi vakið
miklar umræður og deilur. Enginn viti neitt
með vissu. Eitt sé þó öruggt að sá sem vilji
minnka útblástur koltvísýrings og margir
mæli því bót verði að gera allt til að rannsaka
nýjar orkunýtingarleiðir á öllum sviðum og
án bannorða eða lögbundinna takmarkana.
Ekki skuli beðið um ríkisstuðning við vind- og
sólarorku heldur um ríkulegan fjárstuðning
við rannsóknir. Ekkert dragi meira úr orku-
notkun og koltvísýringsmyndun en góður
efnahagur og ný tækni. Aðeins sé unnt að
bæta loftslag jarðar með bættum efnahag
ekki samningum, fyrirheitum og sniðughei-
tum stjórnmálamannanna. Þeir ættu að
stuðla að hagvexti en eigi greinilega erfitt
með það.
Greininni í Basler Zeitung lýkur á þessum
orðum:
„Donald Trump truflar þessa elítuhópa. Þeim
leið svo vel á ráðstefnum og leiðtogafundum
þar til þessi fíll kom og braut allt sem stóð í
vegi hans. Postulín? Nei, hann hefur traðkað
á heitu lofti.“
Stjórnmálamenn elska loftslagsmál
af því að þau geta í fyrsta lagi sýnt þá
sem sögulega leiðtoga – án þess að
nokkru sinni verði unnt að meta þá af
verkum þeirra: því að hver núverandi
stjórnmálamanna verður
lifandi árið 2100?