Þjóðmál - 01.06.2017, Síða 71

Þjóðmál - 01.06.2017, Síða 71
ÞJÓÐMÁL sumarhefti 2017 69 virkjun og koma áliðnaði af stað hér á landi hefði þróunin hér líklega orðið með öðrum hætti. Raforkukerfið hefði byggst upp í smærri skrefum með óhagkvæmari hætti og sú efnahagslega stoð sem nýting raforku til iðnaðarframleiðslu á Íslandi væri hugsanlega ekki fyrir hendi.“ Rannveig nefndi fleiri tilvik þar sem erlend fjárfesting reyndist vera veigamikil innspýting inn í íslenskt hagkerfi svo sem stækkunina í Straumsvík, uppbyggingu Norðuráls á Grundartanga 1997 og 1998, byggingu Fljótsdalsvirkjunar og álvers Alcoa í Reyðarfirði. „En aðalatriðið er þetta; fjárfesting er það sem drífur áfram efnahag landsins, eykur framleiðslugetu og myndar undirstöðu velferðar okkar,“ sagði Rannveig. „Erlend fjárfesting er sérstaklega mikilvæg í þessu samhengi. Slík fjárfesting er kemur gjarnan inn á ný svið og leysir úr læðingi nýja krafta. Henni fylgir gjarnan verðmæt yfirfærsla þekkingar að utan, tengsl okkar við alþjóðlegt efnahagslíf styrkist og sterkari stoðum er skotið undir efnahag- og út- fluningsgrunn landsins.“ Rannveig sagði þetta sjónarmið eiga við enn í dag. „Stærsta fjárfestingin á Íslandi frá því að kreppan skall á 2008 var í álverinu í Straumsvík, en hún nam 60 milljörðum og fólst í að auka afköst, bæta hreinsimannvirki og stíga næsta skref í virðiskeðjunni – fara úr álbörrum yfir í málmblöndur í boltum eða stöngum.“ Öll hafi álverin fjárfest í flóknari og virðismeiri afurðum og sér ekki fyrir endann á þeirri þróun, að sögn Rannveigar. „Þetta er nauðsynlegt til að tryggja samkeppnishæfni en afurðir okkar eru seldar á heimsmarkaði þar sem gífurlega hörð samkeppni ríkir,“ sagði Rannveig. „Þar lifa aðeins þeir hæfustu af og umhugsunar- efni hversu ójöfn samkeppnisskilyrðin eru. Áhersla hér á landi á öryggi, umhverfisvernd, aðbúnað og kjör starfsmanna er með því besta sem þekkist – og öðruvísi viljum við ekki hafa það. En mikilvægt er að ýta undir samskonar þróun um allan heim. Það varðar líka miklu þegar litið er til loftslagsmála að allir séu á sama báti – enda er það hnattrænt vandamál en ekki staðbundið. Parísarsam- komulagið var skref í þá átt og greina má nýjan tón hjá kínverskum stjórnvöldum. Vonandi láta þau verkin tala og taka á loft- slagsmálunum, en 90% af allrar álframleiðslu þar í landi er knúin með kolum. Evrópa hefur fyrir löngu tekið forystu með ETS-kerfinu og með því axlar atvinnulífið ábyrgð þótt kerfið sé ekki gallalaust.“ Rannveig sagði menntun og hæfni starfsfólks lykilinn að samkeppnishæfni. „Mikil áhersla er lögð á menntamál í álverum og var ánægjulegt að Alcoa Fjarðaál skyldi hljóta menntaverðlaun atvinnulífsins í janúar síðastliðinn. Hjá öllum álverunum eru reknir stóriðjuskólar og árið 2016 sátu 126 starfsmenn á skólabekk. Þarna haldast þétt í hendur hagsmunir starfsmanna og fyrir- tækjanna,“ sagði Rannveig. „Við erum í reynd að auka framleiðni og verðmætasköpun á grundvelli nýfjárfestinga og stöðugrar uppbyggingar mannauðs. Það þarf ekki endilega fleiri fermetra eða fleira fólk til að ná betri árangri. Aukin hæfni starfsfólks og tæknivæðing er lykilatriði. Raunar þurfa íslensk fyrirtæki að einbeita sér að því um þessar mundir þegar spenna á vinnumarkaði er mikil og mikið framboð af störfum. Að óbreyttu mun það verða mikil áskorun fyrir okkur að manna fyrirtækin í náinni framtíð. Skortur á starfsfólki með iðnmenntun er áþreifanlegur og mikilvægt er að markmið um að fjölga nemum sem velja iðntæknimenntun náist.“
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.