Þjóðmál - 01.06.2017, Síða 73

Þjóðmál - 01.06.2017, Síða 73
ÞJÓÐMÁL sumarhefti 2017 71 Þá tilgreinir þjóðaröryggisstefnan norrænt varnarsamstarf sem hefur farið mjög vaxandi á umliðnum árum og fyrr á þessu ári undir- ritaði ég sameiginlega yfirlýsingu með varnar- málaráðherra Noregs um aukna samvinnu landanna á sviði varnarmála. Einnig kemur þjóðaröryggisstefnan inn á áhættuþætti eins og náttúruhamfarir og umhverfisslys á norðurslóðum sem gætu haft verulegar afleiðingar. Ísland er vitanlega hluti af hinu breytta og flókna öryggisumhverfi. Það er lítið skjól í landfræðilegum fjarlægðum á því herrans ári 2017. Hvað samskiptin við Rússland varðar urðu þáttaskil í marsmánuði 2014 þegar landamærum í Úkraínu var breytt með hervaldi – atburður sem ekki á sér hliðstæðu í sögu Evrópu frá stríðslokum. Með framferði sínu í Úkraínu, og raunar víðar, hafa stjórn- völd í Rússlandi sýnt vilja til að ná pólitískum markmiðum með valdbeitingu og hótunum um hana – og grafið undan öryggi og stöðu- gleika í Evrópu. Þessi vandi og erfið samskipti Vesturlanda við Rússland lúta ekki síst að þeirri stefnu Rússlandsstjórnar að fyrrum lýðveldi Sovét- ríkjanna séu á rússnesku áhrifasvæði. Það liggur í hlutarins eðli að stefna um áhrifa- svæði virðir hvorki alþjóðalög né samninga þegar svo ber undir. Ríki sem er gert að beygja sig undir slíka stefnu fá ekki notið fullveldisréttar síns. Þeim leyfist ekki, frá sjónarhóli Kremlverja, að hegða sér með einhverjum þeim hætti sem stangast á við hagsmuni Rússlands að þeirra mati – þar á meðal að hafa náin tengsl við ríki eða stofn- anir utan svæðisins. Atlantshafsbandalagið og Evrópusambandið eru þar efst á blaði. Það þarf ekki að hafa mörg orð um hvernig stefna sem þessi misbýður okkur Íslend- ingum og bandamönnum okkar, og öllum sem er annt um frelsið. Slík stefna grefur auðvitað undan markmiðinu um sameinaða, frjálsa og friðsama Evrópu sem menn töldu sig eygja möguleika á eftir kalda stríðið. Enda er talað skýrt af okkar hálfu og Atlantshafs- bandalagsins þegar kemur að stuðningi við fullveldi ríkja og að þau skuli njóta sjálfstæðis í utanríkis- og öryggismálum. Auk framferðis Rússlands í Úkraínu og Georgíu og víðar hafa skyndiheræfingar og önnur hernaðarumsvif átt sér stað nálægt landamærum NATO ríkja, þar á meðal á Eystrasaltssvæðinu, Svartahafssvæðinu og austanverðu Miðjarðarhafi. Einnig hefur rúss- neskum herflugvélum verið flogið glanna- lega nálægt herskipum bandalagsríkja og inn fyrir lögsögu þeirra. Hér heima verðum við sömuleiðis vör við aukin hernaðarumsvif á norðanverðu Atlantshafi, ekki síst umferð rússneskra kafbáta og flugi langdrægra sprengjuflugvéla. Hernaðaríhlutun Rússa í Sýrlandi og stuðn- ingur við Assad Sýrlandsforseta hefur auðvi- tað einnig haft neikvæð áhrif á samskipti Vesturlanda og Rússlands og aukið enn á erfiðleika í samskiptunum. En þrátt fyrir mjög versnandi samskipti í kjöl- far innlimunar Rússa á Krímskaga og íhlutun- ar þeirra í Úkraínu hafa leiðtogar Vesturlanda forðast að kalla Rússland óvinaríki. Og þótt Atlantshafsbandalagið hafi að mestu fryst samskipti við Rússland eru bandalagsríkin reiðubúin til samtals. Bandalagið vill ekki nýtt kalt stríð eða nýtt vígbúnaðarkapphlaup í Evrópu og er eindregið þeirrar skoðunar að það eigi að ræða við Rússland, en af festu, enda séu gagnkvæmir hagsmunir að minnka spennu í samskiptunum og tryggja betri sambúð. En þrátt fyrir mjög versnandi samskipti í kjölfar innlimunar Rússa á Krímskaga og íhlutunar þeirra í Úkraínu hafa leiðtogar Vesturlanda forðast að kalla Rússland óvinaríki. Og þótt Atlantshafsbandalagið hafi að mestu fryst samskipti við Rússland eru bandalagsríkin reiðubúin til samtals.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.