Þjóðmál - 01.06.2017, Side 74

Þjóðmál - 01.06.2017, Side 74
72 ÞJÓÐMÁL sumarhefti 2017 Þetta hefur komið skýrt fram á fundum mínum með utanríkisráðherrum og varnar- málaráðherrum Atlantshafsbandalagsins, og var enn áréttað á leiðtogafundinum [í lok maí]. Og sjálfur hef ég átt samtöl við utanríkis- ráðherra og forseta Rússlands í þessa veru. Framferði Rússlandsstjórnar og vilji til að ná fram pólitískum markmiðum með valdbeit- ingu og hótunum felur á hinn bóginn í sér alvarlega áskorun fyrir Atlantshafsbandalagið sem það verður að bregðast við. Það hefur verið gert með því að sýna með staðföstum og yfirveguðum hætti fælingar- og varnar- mátt gagnvart Rússlandi þar sem við á og einkum hefur þessi stefna birst á Eystrasalts- svæðinu þar sem viðbragðssveitir banda- lagsins hafa verið settar á fót. Þótt Eystrasaltsríkin séu fyrrum Sovétlýðveldi eru þau ekki á áhrifasvæði Rússa, enda aðildarríki Atlantshafsbandalagsins. Það urðu þau árið 2004 þrátt fyrir andóf og óánægju rússneskra stjórnvalda og vegna eindregins stuðnings og baráttu ýmissa NATO ríkja fyrir aðild Eystrasaltsríkjanna. Ísland skipaði sér að sjálfsögðu í sveit með þeim bandalagsríkjum sem þar voru í farar- broddi. Enda var Ísland eitt fárra ríkja sem aldrei viðurkenndi hernám Eystrasaltsríkj- anna og innlimun í Sovétríkin á sínum tíma og varð fyrst til að viðurkenna endurheimt frelsis þeirra og sjálfstæðis eins og öllum er kunnugt. --- Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, ávarpar fund Varðbergs þann 1. júní 2017. Mynd: Varðberg.is Í fyrsta skipti lýðveldissögunni erum við með tæki í höndunum þar sem horft er með heildstæðum hætti á öryggismál og þær áskoranir sem við stöndum frammi fyrir.

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.