Þjóðmál - 01.06.2017, Síða 76
74 ÞJÓÐMÁL sumarhefti 2017
Þannig hefur verið um langa hríð og norður-
höf tengjast áfram grundvallar öryggishags-
munum Rússlands. Auk þess að tryggja
þetta vígi kafbátanna hefur einnig verið
forgangshlutverk Norðurflotans að geta varið
bækistöðvar hans á landi og flugvelli rúss-
neska flughersins á Kolaskaga. Afl flotans í
þessum efnum er vaxandi með tilkomu mun
langdrægari stýriflauga en áður, sem skjóta
má frá kafbátum, herskipum og flugvélum á
skotmörk á sjó og landi.
Búast verður við að í stefnu Rússa sé
miðað við að framvarnir eldflaugakafbáta í
norðurhöfum geti náð suður í GIUK hliðið
svonefnda. Það er herfræðilegt hugtak
sem nær yfir hafsvæðin milli Grænlands og
Íslands, Íslands og Færeyja og Færeyja og
Bretlands. Eigi að senda kafbáta lengra út
á Atlantshaf þurfa þeir auðvitað að fara um
þetta hlið. Með aukinni umferð rússneskra
kafbáta er mikilvægara en oft áður að sinna
í auknum mæli eftirliti á Norður Atlant-
shafi, þar á meðal í nágrenni Íslands yfir
GIUK hliðinu og norðan við það. Þar gegna
kafbátaleitarflugfélagar Bandaríkjanna og
annarra NATO ríkja lykilhlutverki.
Af þessum sökum hefur Bandaríkjafloti áhuga
á takmarkaðri og tímabundinni viðveru
kafbátaleitarflugvéla á Keflavíkurflugvelli
og á síðasta ári undirritaði forveri minn í
starfi sameiginlega yfirlýsingu með vara-
varnarmálaráðherra Bandaríkjanna. Þar er
tekið mið af aukinni en tímabundinni viðveru
Bandaríkjahers hér á landi, hvort heldur sem
er í nafni loftrýmisgæslu eða kafbátaleit, auk
þess sem gagnkvæmar skuldbindingar í sam-
starfi ríkjanna á sviði öryggis- og varnarmála
eru áréttaðar á grundvelli varnarsamningsins.
Vegna þessara auknu umsvifa eru fyrir-
hugaðar framkvæmdir á öryggissvæðinu á
Keflavíkurflugvelli sem lúta meðal annars
að breytingum á flugskýli og bættri aðstöðu
fyrir kafbátaleitarvélar. Norður Atlantshaf og
Ísland hefur öðlast aukið strategískt vægi á
nýjan leik.
En hvernig leggur Ísland sitt að mörkum
í þágu eigin og sameiginlegra varna? Við
augljóslega erum og verðum a herlaus
þjóð – það er ein af grundvallarforsendum
þjóðaröryggisstefnunnar. Það breytir ekki
því að við höfum margt fram að færa og ber
skylda til að leggja okkar að mörkum.
---
Þetta er veruleikinn sem blasir og við
Íslendingar skorumst vitanlega ekki undan
ábyrgð. Við tökum þátt í samstöðuaðgerðum
bandalagsins í Evrópu sem stofnað var til
eftir atburðina í Úkraínu og leggjum þar til
borgaralega sérfræðinga – og stefnum að því
að fjölga þeim.
Við leggjum sömuleiðis til fjármagn í sjóði
á vegum bandalagsins sem nýtast meðal
annars til jafnréttismála og þjálfunar í eyðingu
sprengja. Í þessum málaflokkum höfum við
umtalsverða sérfræðiþekkingu fram að færa
sem nýst hefur bandalaginu vel.
Við leggjum sömuleiðis til baráttunnar gegn
hryðjuverkum þar sem Atlantshafsbanda-
lagið hefur nú auknu hlutverki að gegna,
ekki síst með miðlun upplýsinga og þjálfun.
Einnig leggur Ísland til fjölþjóðaliðsins gegn
hryðjuverkasamtökunum sem kenna sig
við íslamskt ríki, einkum með framlögum
til mannúðarmála. Þá skiptir stuðningur við
bandalagsríki okkar sem hafa viðkomu á