Þjóðmál - 01.06.2017, Page 77

Þjóðmál - 01.06.2017, Page 77
ÞJÓÐMÁL sumarhefti 2017 75 öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli miklu máli og nauðsynlegt að til staðar sé sér- þekking á umhverfi varnarmála hér á landi. Atlantshafsbandalagið heldur úti loftrýmis- gæslu við Ísland þrisvar sinnum á ári og hafa alls 9 bandalagsríki staðið nærri 30 loftrýmis- gæsluvaktir frá árinu 2008. Það er mikilvægt að bandalagið sýni flaggið hér í Norður-Atlantshafi með tímabundinni viðveru orustuflugvéla sem flogið geta í veg fyrir ókunn loftför og auðkennt ef þörf krefur. Þessi viðvera er einnig mikilvægt tækifæri fyrir okkur Íslendinga að æfa móttöku erlends liðsafla til landsins og tryggja að sú vél sé vel smurð. --- Ég vil einnig geta þess að á vegum Atlants- hafsbandalagsins er unnið að endurskoðun viðbragðs- og varnaráætlana er lúta að Norður- Atlantshafi og þær uppfærðar í samræmi við ríkjandi hættumat. Gagnsemi slíkra áætlana er augljós og rennir styrkari stoðum undir varnir landsins. Samhliða þessari vinnu mun ég beita mér fyrir því að gerð verði sérstök viðbragðs- og varnaráætlun fyrir Ísland sem tekur mið af þessum áætlunum með það að markmiði að framkvæmd varna á hættu- eða ófriðar- tímum fyrir Ísland verði skilvirk og markviss hvað varðar samskipti við erlendan herafla, stjórn og umfang. Mikilvægur þáttur í íslensku viðbragðs- og varnaráætluninni verður einnig að samræma aðkomu og hlutverk annarra ráðuneyta og stofnana er málið varðar við framkvæmd land- varna, svo og samskipti við þjóðaröryggisráð og utanríkismálanefnd Alþingis. Þá vil ég nefna að nú stendur yfir endur- skoðun á herstjórnarskipulagi bandalagsins í ljósi nýrra aðstæðna og hef ég lagt ríka áherslu á nauðsyn þess að ný sjóherstjórn Atlantshafsbandalagsins sé í stakk búin til að takast á við þau verkefni sem við blasa, en eins og sumir hér inni muna var sérstök sjóhersstjórn fyrir Atlantshafið (SACLANT) lögð niður árið 2003. --- Við brottför varnarliðsins árið 2006 stóðu íslensk stjórnvöld andspænis mikilli áskorun. Sem herlaus þjóð höfum við vanist því í gegnum áratugi að aðrir sáu um framkvæmd landvarna og varnartengdra verkefna hér á landi. Í einni svipan þurftum við að taka að okkur rekstur á loftvarnarkerfi Atlants- hafsbandalagsins hér á landi og tryggja áframhaldandi rekstur mikilvægra varnar- mannvirkja í landinu. Það tókst meðal annars vegna þess að ís- lenskir starfsmenn voru þjálfaðir til starfa hjá Ratsjárstofnun sem þá hét og sinnti rekstri loftvarnarkerfisins fyrir hönd varnarliðsins. Í dag er þessi starfsemi í höndum Land- helgisgæslu Íslands og gengur mjög vel. Ég nefni þetta sérstaklega vegna þess að það undirstrikar nauðsyn þess að við Íslendingar höfum ætíð á að skipa sérhæfðu starfsfólki sem hefur hæfni og getu til að taka þátt vörnum landsins. Norður Atlantshaf og Ísland hefur öðlast aukið strategískt vægi á nýjan leik.

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.