Þjóðmál - 01.06.2017, Page 79

Þjóðmál - 01.06.2017, Page 79
ÞJÓÐMÁL sumarhefti 2017 77 Ekkert af því sem stuðningsmenn viðskipta- hafta stinga upp á rætt öðruvísi en sem aðstoð til hinna vinnandi manna – á þessu er bókstaflega engin undantekning, ekki einu sinni í tollhúsinu. Þú ímyndar þér kannski að tollhúsið sé tæki til skattheimtu eins og eignaskatturinn eða vegaskattarnir! Því fer fjarri. Það er bókstaflega stofnun sem stuðlar að framgangi siðmenningarinnar, bræðralags og jafnréttis. Hver er þín afstaða? Það er lenska að kynna eða reyna að kynda undir tilfinningaleg viðbrögð við öllu, jafnvel við bás tollheimtumannsins. Sögur og þýðingar Geir Ágústsson Kínversk saga - eftir Claude Fréderic Bastiat Sagan sem hér verður sögð er eftir Claude Fréderic Bastiat og birtist í einu af fjölmörgum ritum hans, Economic Sophims (2. hluta), árið 1848. Bastiat var uppi á ólgutímum í Frakklandi og raunar Evrópu allri. Hann fæddist árið 1801og lést ungur, eða árið 1850, úr berklum. Stjórnmálaástandið var viðburðaríkt á þessum árum og þar tókust á ýmsar hreyfingar af mikilli hörku. Frakkland gekk í gegnum hvorki meira né minna en tvær byltingar. Bastiat var hlynntur frjálsum markaði, trúfrelsi og hlutleysi í utan- ríkismálum. Frakkland var hins vegar á annarri vegferð sem honum tókst ekki að stöðva. Helsta vopn Bastiat í hugmyndafræðibaráttunni, fyrir utan störf sín sem þingmaður, voru rit- störf. Bastiat var vel lesinn, hugmyndaríkur og mjög lipur penni. Eftir hann liggja fjölmörg rit, sögur og greinar sem enn í dag er lesið af miklum móð. Má þar helst nefna Lögin, Söguna um brotna gluggann og Ákall kertagerðarmanna um að loka á sólina. Sumt af þessu er aðgengilegt á íslensku, en betur má ef duga skal. Þess má geta að öllum verkum Bastiat hefur verið safnað saman í eitt rit (á ensku), The Bastiat Collection (2011), sem má kaupa á pappír eða sækja endurgjaldslaust sem rafbók á heimasíðu hinnar bandarísku Mises Institute (www.mises.org). Í sögunni sem nú fylgir – í lauslegri þýðingu minni – er sagt frá siglingaskurði í Kína og hvernig honum var kennt um atvinnuleysi og lág laun allra sem bjuggu við hann. Stuðningsmenn viðskiptahindrana skilja vonandi að spjótunum er beint að þeirra málstað. Stuðningsmenn frjálsra viðskipta fá vonandi gott veganesti í þessari sögu. Kínversk saga

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.