Þjóðmál - 01.06.2017, Qupperneq 85
ÞJÓÐMÁL sumarhefti 2017 83
1981 til 1992 náði hann árangrinum 117 –
79 – 1 (117 sigrar, 79 töp og 1 jafntefli). Hann
kom liði sínu þrisvar í Ofurskálina (e. Super
Bowl) og fékk þrisvar viðurkenningu sem
þjálfari ársins í NFL deildinni.
Þrátt fyrir góðan árangur Reeves í Denver, var
vegferðin ekki auðveld. Ósætti hans við leik-
stjórnandann John Elway og aðstoðarþjálfar-
ann Mike Shanahan var alþekkt.
Hver var ástæðan fyrir þessu vandamáli?
Því var haldð fram að á leiktíðinni 1988 – 89
hefðu Shanahan og Elway búið til og fram-
kvæmt sín eigin leikkerfi í sókninni og þar
með hunsað orð og skipanir Reeves. Ég veit
ekki hvort að þetta er satt en ef svo er þá
hafði Shanahan mun meiri áhrif á sóknarleik-
menn Denver heldur en Reeves. Þá skipti
staða og titill Reeves litlu máli. Það skipti í
raun ekki heldur máli hversu góður þjálfari
Reeves var. Shanahan hafði meiri áhrif á
sóknarleikmennina. Að vera leiðtogi er að
hafa áhrif – ekkert annað
Shanahan fór frá Broncos í enda tímabilsins
en sneri síðan aftur árið 1995 sem yfirþjálfari
liðsins. Núna uppfyllti hann þá stöðu sem
hann hafði áður haft í hjörtum flestra leik-
mannanna, hann var orðinn leiðtogi þeirra.
Og forysta hans bar árangur. Í janúar 1998
leiddi hann Denver Broncos með John Elway
í eldlínunni til sigurs í Super Bowl.
Forysta án vogarafls
Ég virði og dáist að leiðtogahæfileikum
góðrar vinar míns, Bill Hybels. Hann er
forstöðumaður yfir Willow Creek Commu-
nity Church í Suður – Barrington í Illinois,
sem er ein stærsta kirkjan í Bandaríkjunum.
Bill Hybels vill meina að kirkjan sé ein besta
framleiðsluvél góðra leiðtoga í þjóðfélaginu.
Margir viðskiptamenn sem ég þekki verða
skrítnir á svipinn þegar ég segi þetta en ég
held samt að Bill hafi rétt fyrir sér.
Og hvað hefur hann fyrir sér í því? Jú sjáum
til. Stöðugildi hafa lítið að segja í samtökum
sem byggjast upp á sjálfboðavinnu. Ef að
leiðtogi hefur engin áhrif er hann gagnlaus. Í
öðrum samtökum eða fyrirtækjum þá hefur
sá sem gegnir yfirmannsstöðu ákveðið vald
til að skipa fyrir. Í hernum geta yfirmenn
notað sér stöðugildi sitt í nánast hverju sem
er. Í viðskiptum hafa yfirmenn mikið vogarafl
í formi launa, fríðinda og hlunninda.
Flestir sem fylgja eru mjög samvinnuþýðir
þegar lifibrauð þeirra er að veði. En í samtök-
um sem byggð eru á sjálfboðavinnu þarf
fyrsta flokks leiðtoga til að ná settum árangri.
Harry A. Overstreet sagði einu sinni, „Kjarni
alls valds liggur í því að fá aðra til að taka
þátt.“ Það er ekki hægt að neyða fólk í sjálf-
boðavinnu. Ef að leiðtogi hefur ekki áhrif
á fólk mun það ekki fylgja á eftir. Þegar ég
deildi þessari skoðun minni nýlega með um
150 forstjórum í bílaiðnaðinum sá ég að hluti
þeirra lyftu augabrúnunum. Og þegar ég
vildi gefa þeim eitt mjög gott ráð lögðu þeir
allir eyru við hlustir. Ég ætla að deila þessu
sama ráð hér núna: Ef þú vilt sjá hvort að
fólkið í kringum þig hefur leiðtogahæfileika,
sendu það þá út til að sinna sjálfboðaliða-
starfi og fá aðra í leið með sér. Ef það getur
fengið fólk til að fylgja sér á meðan það
þjónar hjá Rauða krossinum, góðgeðarfélagi
eða hjálparstofnum, þá veistu að þarna er á
ferðinni einstaklingur sem getur haft áhrif –
og hefur leiðtogahæfileika.
[...]
Mitt uppáhalds leiðtoga-spakmæli er:
„Sá sem segist vera að leiða, en hefur enga
fylgismenn, er í árángurslausri ferð.”
Ef þú nærð ekki að hafa áhrif á fólk mun það
aldrei fylgja þér. Og ef það fylgir ekki ertu
ekki leiðtogi. Þetta er áhrifalögmálið. Að vera
leiðtogi er að hafa áhrif – ekkert annað.