Þjóðmál - 01.06.2017, Qupperneq 86

Þjóðmál - 01.06.2017, Qupperneq 86
84 ÞJÓÐMÁL sumarhefti 2017 Í vetur sem leið sinnti ég lítilsháttar forfalla- kennslu í mannkynssögu við Verslunarskóla Íslands. Þannig hitti á að ég þurfti einkum og sér í lagi að útlista kenningar kommúnista fyrir nemendum og segja þeim sögu Sovét- ríkjanna og annarra sósíalískra ríkja. Í þeirri kennslubók sem nemendur studdust við var mjög svo dregið úr lýsingum af grimmdaræði sovéskra kommúnista og á köflum voru lýðræðisríki Vesturlanda lögð að jöfnu við alræðisríkin í austri. Því miður er framsetning af þessu tagi algeng og í nálega hvert sinn sem voðaverk kommúnismans eru fordæmd stíga ein- hverjir fram og bera blak af stefnunni. Þetta má heita í hæsta máta undarlegt, þar sem kommúnisminn er glæpsamlegur í eðli sínu. Í því sambandi er rétt að líta til nokkurra þátta: a) Höfundar Svartbókar kommúnismans (fr. Le Livre noir du communisme), Frakkarnir Jean-Lois Margolin og Nicolas Werth, álita að heildarfjöldi fórnarlamba kommúnis- mans sé um 85 til 100 milljónir manna. b) Í nafni kommúnisma var heilum þjóðflokkum útrýmt, sem og stéttum, svosem rússneskum og úkraínskum sjálfseignarbændum. Og í nafni stefnunnar voru líka framin þjóðarmorð í Kambódíu, Tíbet og víðar. c) Grimmdaræði kommúnista í Rússlandi og Kína var heldur ekki „rökrétt“ framhald af ofbeldishneigð stjórnvalda í þessum ríkjum, eins og alloft er haldið fram. Sem dæmi má nefna voru 3.932 líflátnir í Rússlandi á árunum 1825–1917 af stjórnmálaástæðum. Bolsévikar höfðu jafnað þá tölu eftir fimm mánuði á valdastóli – í mars 1918. Nánari útlistum á óhæfuverkum í nafni kommúnismans má lesa í Svartbók kommún- ismans, en hún kom út í íslenskri þýðingu dr. Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar árið 2009. En svo ég víki aftur sögunni að verslunar- skólanemum, þá taldi ég rétt að leiða þá í allan sannleika um kommúnismann og hvatti þá til lesturs Svartbókarinnar og fleiri aðgengi- legri rita á íslensku. Meðal fleiri bóka um þetta efni má nefna Örlaganótt yfir Eystrasaltslöndum (e. Baltic Eclipse) eftir Ants Oras, sem var prófessor í enskum bókmenntum í Tartu í Eistlandi og síðar við Flórídaháskóla í Bandaríkjunum. Örlaganótt kom út á ensku árið 1948 og hefur verið þýdd á fjölda tungumála. Séra Sigurður Einars- son í Holti íslenskaði hana með snilldarhætti og bókin varð fyrsta útgefið verk Almenna bókafélagsins haustið 1955. Almenna bókafélagið gaf hana út á nýjan leik í fyrra í tilefni þess að aldarfjórðungur var liðinn frá því að Ísland endurnýjaði viðurkenningu sína á sjálfstæði Eystrasaltsríkjanna, en eins og dr. Hannes Hólmsteinn Gissurarson rekur í inngangsorðum þá viðurkenndu Íslendingar aldrei hernám Eystrasaltslanda. Það er sami skilningur og leiðtogar Eystrasaltsþjóðanna og menn eins og Oras héldu fram: Ríki þeirra hefðu verið hernumin á árunum 1940 til 1991. Í nýlegri íslenskri kennslubók í mannkynssögu segir að þessi ríki hafi nýtt sér þann „rétt“ sem þau hefðu haft alla tíð til að ganga úr Sovét- ríkjunum. Sá „réttur“ var vitaskuld aðeins í orði kveðnu. Ríkin gengu heldur aldrei í Sovétríkin og gátu þess vegna ekki gengið úr þeim. Björn Jón Bragason Gleymum ekki fórnarlömbum kommúnismans Bækur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.