Þjóðmál - 01.06.2017, Page 88

Þjóðmál - 01.06.2017, Page 88
86 ÞJÓÐMÁL sumarhefti 2017 hans, sér í lagi konur máttu þola. Oftar en ekki voru augun stungin úr fólki áður en það var skotið í hnakkann. Hann segir svo frá: „Ef til vill var það ennþá verra að fá augnlok sín fest upp með nálum og ofsasterku ljósi beint inn í augun klukkustundum saman, eins og gert var við nokkra fanga í nánd við Paide. Eða vera flegnir á höndum og fótum. Þetta kölluðu bolsévikar „að taka mál af hönskum og sokkum“. Þannig murkuðu þeir lífið úr frú Ellerbusch í Kuressaari. Auk þess höfðu þeir skorið af henni brjóst á hinn viðbjóðslegasta hátt.“ (bls. 109). Böðlar fyrri alda höfðu fundið ofjarla sína. Villimannsleg grimmdin átti sér engin tak- mörk og iðulega voru særðir og slasaðir fang- ar kviksettir. Jafnskjótt og rauði herinn hafði verið hrakinnn burt frá landinu 1941 hófust Gyðingaofsóknir þýskra þjóðernissósíalista, auk annarra ofsókna. Ants Oras prófessor komst á brott frá Eist- landi 1943. Þegar hann skrifar bók sína höfðu Sovétmenn á nýjan leik hernumið landið og sömu ofsóknirnar héldu áfram. Markmiðið var augljóslega að afmá eistnesku þjóðina og eistneska menning og viðurstyggilegum aðferðum var beitt við þá iðju. En hinar þraut- seigu Eystrasaltsþjóðir þreyjuðu ógnarstjórn í áratugi. Í bókarlok segir Oras orðrétt um Eistlendinga, Letta og Litháa: „Þeir vona enn, að einhvern tíma muni réttlætið sigra. Þeir vilja ekki trúa því, að þrjár friðelskandi framfaraþjóðir verði brotalaust ofurseldar glötuninni.“ Oras lifði í voninni um frjálst Eist- land. Sá draumur átti eftir að rætast þó svo að hann lifði ekki að sjá föðurland sitt frelsað úr klóm ráðstjórnarinnar. Við verðum að draga lærdóma af sögunni. Safn til sögu kommúnismans, sem Almenna bókafélagið stendur að, er virðingarverð tilraun til að halda á lofti málstað hins undir- okaða og kúgaða. Örlög Eystrasaltsþjóðanna hefðu getað orðið örlög Íslendinga, hefðum við ekki bundist varnarsamstarfi vestrænna ríkja. Ekki þarf heldur að spyrja að leiks- lokum hefði Danmörk, Noregur, Holland eða Belgía endað á hernámssvæði Sovétmanna. Miklu skiptir að ungmenni séu frædd um eðli alræðisstefna, eins og kommúnisma og þjóðernissósíalisma. Ekki verður við það unað að í skólum landsins sé notast við kennslubækur þar sem jafnvel er borið blak af alræðisríkjum og þau um sumt lögð að jöfnu við lýðræðisríki Vesturlanda. Nýlega útgefin rit Almenna bókafélagsins um kommúnismann, eins og Örlaganótt yfir Eystrasaltslöndum, eru mikilvæg til aukins skilnings á því grimmdaræði sem óhjákvæmi- lega fylgir kommúnískum stjórnarháttum og sjá má fram á þennan dag á Kúbu og í Norður-Kóreu. Einn nemanda Verslunarskólans orðaði það svo í vetur eftir að ég hafði frætt bekk hans um kommúnismann, að stefnan fæli í sér hreina og klára illsku. Það eru orð að sönnu. Höfundur er doktorsnemi í lögfræði og sagnfræði. Haustið 2016 komu út í nýrri útgáfu tvær bækur um sjálfstæðisbaráttu Eystrasaltsríkjanna, sem komu út á íslensku á sínum tíma. Þetta voru bækurnar Örlaganótt yfir Eystrasaltslöndum (Baltic Eclipse) eftir Ants Oras frá 1955 í þýðingu séra Sigurðar Einarssonar í Holti og Eistland: Smáþjóð undir oki erlends valds (Estland: En studie i imperialism) eftir Andres Küng frá 1973 í þýðingu Davíðs Oddssonar, þá laganema.

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.