Þjóðmál - 01.06.2017, Side 89

Þjóðmál - 01.06.2017, Side 89
ÞJÓÐMÁL sumarhefti 2017 87 Blaðamannafélag Íslands er 120 ára í ár. Í tilefni af afmælinu hefur félagið í samstarfi við Háskólann á Akureyri staðið að útgáfu bókarinnar Í hörðum slag, Íslenskir blaðamenn II eftir Guðrúnu Guðlaugsdóttur, rithöfund og blaðamann. Birgir Guðmundsson, dósent við Háskólann á Akureyri, er ritstjóri bókarinnar. Sögur útgáfa gefur bókina út sem er skreytt svart-hvítum portrettmyndum eftir Kristin Ingvarsson ljós- myndara af viðmælendum Guðrúnar. Í bókinni er einnig kafli með ljósmyndum eftir Gunnar V. Andrésson. Bókin er vönduð og eiguleg heimild um merkan kafla í sögu blaðamennsku þegar upplýsingatæknin hóf að ryðja sér rúms og gjörbreyta miðlunar- þætti blaðamennskunnar. Í formála segir Birgir Guðmundsson: „Fyrir 10 árum, á 110 ára afmæli Blaða- mannafélagsins, var gefin út sambærileg bók sem hlaut nafnið Íslenskir blaðamenn. Þar var rætt við þáverandi handhafa blaðamannaskírteina 1-10 auk þess sem tekið var saman yfirlit yfir helstu einkenni nokkurra tímabila í stöðu fjölmiðla á Íslandi. Hér er þessi þráður tekinn upp að nýju í tilefni 120 ára afmælis Blaðamanna- félagsins.“ Guðrún Guðlaugsdóttir ræðir við 15 blaða- menn í bókinni og eru þeir handhafar blaðamann-askírteina nr. 9 til 23 en við fráfall eða úrsögn einhvers félagsmanns í Blaða- mannafélaginu færast þeir sem eftir eru ofar í félagatalinu. Viðmælendur Guðrúnar eru: Björn Vignir Sigurpálsson, Magnús Finnsson, Steinar J. Lúðvíksson, Kári Jónasson, Ingvi Hrafn Jóns- son, Freysteinn Jóhannsson, Árni Johnsen, Jóhanna Kristjónsdóttir, Styrmir Gunnarsson, Kjartan L. Pálsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Gunnar V. Andrésson, Jóhannes Reykdal, Úlfar Þormóðsson og Sigurdór Sigurdórsson. Björn Bjarnason Blaðamennska á umbrotatímum Guðrún Guðlaugsdóttir Í hörðum slag – Íslenskir blaðamenn II Útgefandi: Sögur útgáfa, Reykjavík 2016, 366 bls. Bókarýni

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.