Þjóðmál - 01.06.2017, Page 90

Þjóðmál - 01.06.2017, Page 90
88 ÞJÓÐMÁL sumarhefti 2017 Úlfar Þormóðsson starfaði á Þjóðviljanum. Guðrún spyr hann: „Reynduð þið á Þjóðviljanum að gæta hlutleysis í fréttaskrifum?“ Úlfar svarar: „Nei, nei. Þessi hópur blaðamanna á Þjóðviljanum var mestmegnis sósíalistar. Við höfðum sósíalíska sýn á samfélagið. Við skrifuðum út frá okkar sýn.“ Flestir viðmælendurnir eru af Morgunblaðinu en þarna eru einnig blaðamenn af Tímanum, Vísi, Þjóðviljanum og ríkisútvarpinu. Stutt æviágrip birtist um hvern viðmælanda í upphafi markvissra og fróðlegra viðtala Guðrúnar. Á árunum sem hér um ræðir fór ekki á milli mála að blöðin studdu stjórnmálaflokkana og sum þeirra voru eign þeirra. Morgunblaðið hafði sérstöðu. Guðrún spyr blaðamenn þess og millistjórnendur við fréttaöflun um tengsl pólitíkur og frétta. Björn Vigni Sigurpálsson spyr hún: „Varðst þú í störfum þínum á Morgunblaðinu var við að pólitíkin hefði mikil áhrif á fréttaflutning.?“ Björn Vignir svarar: „Nei, mér fannst menn reyna af fremsta megni að gæta hlutleysis í fréttaflutningi. Hafi verið einhver þöggun í gangi þá hefur slíkt farið fram í gegnum ritstjórana.“ Guðrún spyr Magnús Finnsson: „Varðst þú var við pólitísk afskipti af fréttamennsku á Morgunblaðinu?“ Svar Magnúsar er stutt og afdráttarlaust: „Nei, aldrei.“ Guðrún spyr Freystein Jóhannsson: „Fannst þér þú verða var við þöggun í starfi þínu á Morgunblaðinu?“ Hann svarar: „Nei, ég varð aldrei var við það að ritstjóri minn segði að ég gengi of langt. […] Maður varð heldur ekkert var við stjórn Árvakurs.“ Kári Jónasson var blaðamaður á Tímanum. Hann segir við Guðrúnu: „Tíminn var frábær vinnustaður en það voru kannski nokkuð margir ritstjórar – fjórir. Blaðið var gefið út af Framsóknarflokknum en Indriði G. Þorsteins- son [ritstjóri og rithöfundur] reyndi að afmarka sviðin. Hann sagði við blaðamennina: „Þið eruð í fréttum, það eru aðrir í pólitíkinni. […] En eitt skulum við hafa á hreinu – við vorum ekki að skrifa neitt sérstaklega krítískar fréttir af kaupfélögunum á landinu! Sambandið var stoð og stytta Tímans. Það auglýsti mikið og átti hlut í Eddu-prentsmiðjunni.“ Úlfar Þormóðsson starfaði á Þjóðviljanum. Guðrún spyr hann: „Reynduð þið á Þjóðvilja- num að gæta hlutleysis í fréttaskrifum?“ Úlfar svarar: „Nei, nei. Þessi hópur blaða- manna á Þjóðviljanum var mestmegnis sósíalistar. Við höfðum sósíalíska sýn á sam- félagið. Við skrifuðum út frá okkar sýn.“ Þessar tilvitnanir gefa góða mynd af ólíku viðhorfi til efnistaka eftir því hvaða blað átti í hlut. Að setja þau öll í sömu skúffu eins og gjarnan er gert þegar litið er til baka nú á dögum gefur alranga hugmynd um hvernig staðið var að miðlun frétta seinni helmingi aldarinnar. Eitt er pólitíkin annað efnistökin. Ég er innilega sammála Kára Jónasson þegar hann segir: „Mér finnst áberandi í dag hvernig sumir fjölmiðlar vaða fram með sögur sem sagðar eru einhliða. Þeir keyra á aðra hliðina og segja svo að ekki hafi náðst í aðra aðila. Það er hættulegt að gera þetta, það þarf að fá fram sem flest sjónarhorn á sama tíma. Ekki fá eitt í hádegi og annað að kvöldi. Menn ættu að hysja upp um sig buxurnar hvað þetta snertir.“ Kári Jónasson var um árabil fréttastjóri ríkisútvarpsins. Þetta sjónarmið sem hann lýsir hér að framan á ekki upp á pallborðið hjá núverandi stjórnendum fréttastofunnar. Þar ríkir það viðhorf að hlustendur eða áhorf- endur eigi að fá „eitt í hádegi og annað í kvöld“ en ekki er lögð áhersla að bregða ljósi á öll viðhorf í einu og sömu fréttinni.

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.