Þjóðmál - 01.06.2017, Síða 93
ÞJÓÐMÁL sumarhefti 2017 91
hræddir, ýmist við að tapa stöðu sinni, sem
getur leitt til útskúfunar, eða hreinlega að
lenda í fangelsi. Úr hörðustu fangelsisvistinni
á engin afturkvæmt.
Yeonmi Park lýsir ástandinu með eftirfarandi
hætti í inngangi bókar sinnar:
„Eins og tugþúsundir annarra Norður-
Kóreubúa flýði ég föðurland mitt og
settist að í Suður-Kóreu þar sem við erum
enn taldir ríkisborgarar, eins og lokuð
landamæri og sjötíu ára ágreiningur
og togstreita hafi aldrei skilið okkur að.
Norður- og Suður-Kóreubúar eru runnir af
sömu rótum og við tölum sama tungumál
– fyrir utan að í norðri eru ekki til orð yfir
hugtök á borð við „verslunarmiðstöðvar“,
„frjálsræði“ og jafnvel „ást“, alltént ekki eins
og annað fólk í heiminum skilur þau. Eina
sanna „ástin“ sem við megum tjá er dýrkun
á Kim-unum, ætt harðstjóra sem hafa stjórn-
að Norður-Kóreu í þrjár kynslóðir. Stjórn-
völd banna upplýsingar erlendis frá, allar
kvikmyndir og vídeóupptökur og trufla
útvarpsbylgjur. Við höfum ekkert internet
og enga Wikipediu. Einu bækurnar sem við
megum lesa eru áróðursrit sem segja okkur
að við búum í besta landi í heimi þrátt fyrir
að helmingur landsmanna hið minnsta búi
við sára örbirgð og margir séu viðvarandi
vannærðir. Fyrrverandi heimaland mitt
kallar sig ekki Norður-Kóreu – það telur sig
vera Chosun, hina sönnu Kóreu, fullkomna
sósíalíska paradís þar sem 25 milljónir
manna lifa aðeins til að þjóna Leiðtogan-
um mikla, Kim Jong Un. Mörg okkar, sem
höfum flúið, köllum okkur „svikara“ vegna
þess að með því að neita að sætta okkur
við örlög okkar og fórna lífinu fyrir Leið-
togann höfum við svikið málstaðinn og
brugðist skyldum okkar. Ríkisstjórnin kallar
okkur landráðamenn. Ég yrði líflátin ef ég
reyndi að snúa aftur.” (Bls.3)
Fjölskyldutengsl og
flokkshollusta skipta öllu
Það er sérkennilegt að lesa frásagnir Yeonmi
Park á daglegu lífi í Norður-Kóreu. Almenn-
ingur virðist ekki hafa að miklu að stefna,
helst er reynt að hugsa fyrir næstu máltíð.
Alger skortur á markaðshagkerfi og neytenda-
hugsun gerir það að verkum að erfitt er að
sjá sér farborða nema fólk beinlínis sé hluti af
valdastétt sósíalismans. Valdapíramídanum
lýsir Yeonmi Park svona:
„Efst er „kjarna“-stéttin sem samanstendur
af virtum byltingarmönnum – smábændum,
fyrrverandi hermönnum eða ættingjum
þeirra sem börðust og létu lífið fyrir
Norðrið – og þeim sem hafa sýnt Kim-
fjölskyldunni mikla hollustu og eru hluti
af flokksvélinni sem heldur henni við völd.
Næst kemur „grunn“- eða „vafa“-stéttin
en í henni eru þeir sem eitt sinn bjuggu í
suðurhluta landsins eða áttu fjölskyldur
þar, fyrrverandi kaupmenn, menntamenn
og venjulegir borgarar sem ekki eru taldir
tilhlýðilega hollir nýju skipaninni. Á botni-
num er, að lokum, „óvinveitta“ stéttin en til
hennar teljast fyrrverandi landeigendur og
afkomendur þeirra, kapítalistar, fyrrverandi
suður-kóreskir hermenn, fólk sem er kristið
eða aðhyllist önnur trúarbrögð, fjölskyldur
stjórnmálafanga og allir sem taldir eru
óvinir ríkisins.” (bls.21)
Þrátt fyrir ungan aldur hefur Yeonmi Park frá Norður-Kóreu
upplifað miklar mannraunir. Árið 2007, þá 13 ára, flýði hún
grimmilegar aðstæður heima fyrir ásamt móður sinni til
Kína. Þar lentu þær í klóm mansalshrings sem hneppti þær
í þrældóm. Um síðir tókst þeim á æsilegan hátt að flýja til
Suður-Kóreu. Yfirr hundrað milljónir manna hafa horft á
myndbönd með Yeonmi Park á netinu þar sem hún segir
sína ótrúlegu sögu.
Frásögn Yeonmi Park er upplýsandi,
nákvæm og einlæg en hún lýsir æsku
í landi þar sem fátæktin, hungrið og
óttinn hafa svipt fólk allri mennsku.