Þjóðmál - 01.06.2017, Page 94

Þjóðmál - 01.06.2017, Page 94
92 ÞJÓÐMÁL sumarhefti 2017 Faðir Yeonmi Park var úrræðagóður og reyndi að sjá sér og sínum farboða með smygli og farandsölu. Hún gefur honum þessa lýsingu: „Ég held að faðir minn hefði orðið milljónamæringur hefði hann alist upp í Suður-Kóreu eða Bandaríkjunum. Hann fæddist hins vegar í Norður-Kóreu þar sem fjölskyldutengsl og flokkshollusta skipta öllu og eljusemi og dugnaður tryggja ekkert annað en meira strit og látlausa baráttu við að hafa í sig og á.” Þrátt fyrir að hafa verið duglegur við að beita mútum er föður Yeonmi Park, Park Jin Sik, að lokum var varpað í fangelsi og voru þá öll sund lokuð. Átakanlegt er að lesa lýsingu af því þegar hann kemur til baka, þar sem lífs- vilji og heilsa eru horfin. Allt er undir eftirliti. Njósnanet nágranna leggur til upplýsingar og eftirlit lögreglu tryggir að ekkert sem fjölskyldan gerir fari framhjá stjórnvöldum. Ættingjarnir snúa við þeim baki enda óttast þau að dragast með niður í ógæfuna. Eftirlitið er algert: „Allt sem varðar einstaklinga er skráð og geymt á skrifstofum hins opinbera og hjá stórum stofnunum en upplýsingarnar eru notaðar til að ákveða hvar fólk megi búa, ganga í skóla og síðar vinna. Þeir sem standa hátt í songbun-kerfinu mega ganga í Verkamannaflokkinn og fá þannig aðgang að pólitísku valdi. Þeir geta farið í háskóla og fengið gott starf. Hinir sem standa neðar í songbun-kerfinu geta endað á samyrkjubúi og unnið við hrísgrjónarækt alla ævi og soltið til dauða þegar hungur- sneyð brestur á.” (Bls. 26) Mansal í Kína Að lokum er ekkert eftir annað en að reyna að flýja til Kína þó að það væri alger óvissu- för. Í þessu umhverfi nýta allir sér neyð fólksins frá Norður-Kóreu. Það er réttlausast allra þegar yfir landamærin er komið og lifir í stöðugum ótta um að vera sent til baka þar sem ekkert bíður annað en fangelsisvist við verstu aðstæður eða dauði. Fjölskyldan sundrast og aðrir ættingjar óttast það helst að vera dregnir inn í málið og þannig látnir gjalda fyrir svikin sem felast í flóttanum. En samt ákveða Yeonmi Park og móðir hennar að flýja. 45% barna yngri en fimm ára þjáðust af vannæringu samkvæmt skýrslu sem gefin var út af rannsóknarnefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna árið 2017.

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.