Þjóðmál - 01.06.2017, Blaðsíða 96

Þjóðmál - 01.06.2017, Blaðsíða 96
94 ÞJÓÐMÁL sumarhefti 2017 Kafli úr bókinni Með lífið að veði Ég var minni en hin börnin í fyrsta bekk og alls ekki talin sú gáfaðasta. Ég veit það vegna þess að í Norður-Kóreu er börnum raðað í röð eftir hæð og skipað í sæti eftir einkunnum. Ég átti í vandræðum með að læra að lesa og skrifa og þurfti sérstaka hjálp. Ég hataði að vera neðst í bekknum og stundum neitaði ég að fara í skólann. Ég var viljasterk, ef til vill vegna þess að ég þurfti að leggja svo hart að mér í öllu. Ég var ákveðin í að læra að lesa og barðist við að botna eitthvað í táknunum sem svifu fyrir framan mig. Þegar faðir minn var heima lét hann mig stundum sitja í kjöltu sér og las barnabækur fyrir mig. Ég elskaði sögur en ríkið gaf út einu barnabækurnar sem til voru í Norður-Kóreu og í þeim var bara stjórnmálaáróður. Í stað þess að lesa ævintýri lásum við sögur sem gerðust á skítugum og viðbjóðslegum stað sem hét Suður-Kórea. Þar gengu heimilislaus börn berfætt um götur og betluðu. Ég áttaði mig ekki á því fyrr en ég kom til Seúl að þessar bækur lýstu í raun lífinu í Norður-Kóreu. Við sáum þó ekki í gegnum áróðurinn. Þegar ég lærði loks að lesa sjálf gat ég ekki komist yfir nógu margar bækur til að seðja hungur mitt í sögur. Flestar bækurnar voru um leiðtogana okkar og hvað þeir hefðu lagt hart að sér og fórnað miklu fyrir fólkið. Ein af uppáhaldsbókum mínum var ævisaga Kim Il Sung. Í henni var lýst hversu hann þjáðist mikið þegar hann barðist sem ungur maður gegn japönsku heimsvaldasinnunum og lifði af með því að borða froska og sofa úti í snjónum. Í skólanum voru öll fög sem við lærðum – stærðfræði, vísindi, lestur, tónlist – borin á borð með vænum skammti af áróðri. Sonur Kim Il Sung, Ástkær leiðtogi okkar Kim Jong Il, var óhemju dyggur sonur sem skólabörn áttu að taka sér til fyrirmyndar. Við fengum kennslubók sem fræddi okkur um að Kim Il Sung væri svo önnum kafinn við að stjórna þjóðinni að hann yrði að lesa skjöl þegar hann væri á ferð í bílnum sínum. Það var hreint ekki auðvelt þar sem vegirnir væru svo holóttir að blaðsíðurnar hristust. En þegar Kim Jong Il var ungur tókst honum að bera sand á vegina til að gera bílferðirnar þægilegri fyrir föður sinn. Ástkær leiðtogi okkar bjó yfir dularfullum krafti. Í ævisögu hans segir að hann gæti stjórnað veðrinu með hugaraflinu einu saman og að hann hafi skrifað fimmtán hundruð bækur á þeim þremur árum sem hann var í Kim Il Sung-háskólanum. Þegar á unga aldri hefði hann búið yfir ótrúlegri herkænsku og að lið hans hefði alltaf haft sigur í stríðsleikjum vegna þess að hann hugsaði upp svo snilldar- leg ný herkænskubrögð í hverjum leik. Þessi saga hvatti bekkjarsystkin mín í Hyesan til að fara í stríðsleiki. Enginn vildi þó vera í banda- ríska heimsvaldasinnaliðinu vegna þess að það varð alltaf að tapa. Í skólanum sungum við söngva um Kim Jong Il og hvað hann lagði á sig við að gefa verkamönnum okkar góð ráð þegar hann ferðaðist um landið, svaf í bílnum sínum og borðaði aðeins nokkrar hrísgrjónabollur á dag. „Við biðjum þig, Ástkæri leiðtogi, hvíldu þig vel okkar vegna!“ sungum við með tárvot augu. „Við grátum öll vegna þín.“ Þessi dýrkun á Kim-unum var undirstrikuð með heimildamyndum, kvikmyndum og þátt- um í eina ríkisrekna sjónvarpinu. Í hvert sinn sem myndir af brosandi Leiðtogum okkar birtust á skjánum var ljúf tónlist leikin í bak- grunninum. Ég varð alltaf snortin. Norður- Kóreubúar eru aldir upp í að bera virðingu fyrir feðrum sínum og eldra fólki, það er hluti af konfúsísku menningunni sem við fengum í arf. Í sameiginlegum huga okkar var Kim Il Sung því ástkær afi okkar og Kim Jong Il faðir okkar. Mig dreymdi einu sinni Kim Jong Il. Hann brosti, faðmaði mig og gaf mér sælgæti. Ég var svo hamingjusöm þegar ég vaknaði og lengi á eftir var þessi draumur það ánægju- legasta sem ég hafði upplifað. Jang Jin Sung, frægur norðurkóreskur flóttamaður og verðlaunaskáld sem vann á áróðursst- ofnun Norður-Kóreu, kallaði þetta fyrirbæri „tilfinningalega einræðisstjórn“.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.