Þjóðmál - 01.06.2017, Side 98

Þjóðmál - 01.06.2017, Side 98
96 ÞJÓÐMÁL sumarhefti 2017 Seamus Heany (1939-2013) Þýðing: Jón Hjaltason ljóð Stritaði pabbi með hest, og plóg í jörð með axlir eins og stríkkað segl við sól. Á milli kjálka og kílfarsins við svörð klárinn strekkti, í mélum small og ól. Og fagmaðurinn sneri grasi í sneiðar snögga lagði glampa af stáli slegnum kíl Torfur sveigðust og lutu svipað breiðar Í svörðinn flettust, allt með líkum stíl. Með hald á taumum teymið sneri við til baka sömu leið, en vökult auga gaut á augabragði grundar eygði svið í plógfar renndi kíl á rétta braut. Ég féll um hestsins hófafara skara hrataði auk þess oft um þöku breiður. Stundum þó á háhest fékk að fara fagnandi, stígandi, hnígandi, gleiður. Ég þráði að vaxa og erja, torfi velta að píra auga og stælta efla hramma. En tókst þó aðeins föður minn að elta í skugga risans, sporfari að þramma. Ég var til gremju er í grasið hnaut gjammandi, en í dag er því að svara, hnýtur minn faðir um á flettri braut, er mér að baki en vill þó hvergi fara. Sporfagri

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.