Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2003, Side 7

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2003, Side 7
Fornminjar í hættu Hvers virði eru fornminjar? Hvers virði er þekking á sögu okkar? Þekking á fornminjum er nauðsynleg til að skrá söguna og sagan er ein af meginundirstöðum sjálfstæði þjóðar. Páll Pálsson segir frá fundi forn- minja sem hugsanlega eru Reykjasel sem nefnt er í Hrafnkelssögu. Sels- ins hefur verið leitað árangurslaust í áratugi af lærðum og leikum. Þar sem þessar minjar munu kaffærast í Hálslóni vaknaði forvitni á könnun fornleifa í umhverfismati Kárahnjúkavirkjunar. Samkvæmt skýrslu Fornleifastofnunar Islands fóru fram vettvangs- rannsóknir og heimildum safnað um fornleifar á svæðinu sumarið 2000. Þar er getið um 4000 fornleifar á áhrifasvæði Kárahnjúkavirkjunar, milli Jökulsár í Fljótsdal og á Dal, frá jökli til sjávar. Niðurstaða skýrslu- höfunda er að með hliðsjón af heildarfjölda minja á svæðinu og umsvif framkvæmda séu áhrif þeirra lítil. Megin vinnan virðist hafa falist í því að skrá þekkta staði og margir þeirra virðast víðs fjarri virkjuninni. í skýrslunni segir að á Brúardölum lendi leifar kláfferju, varða og Sauðár- kofi í Hálslóni. Þegar rannsaka skyldi Sauðárkofa sumarið 2000 fannst hann ekki sem telja verður undarlegt. Páll Pálsson og margir fleiri vita nákvæmlega hvar hann er. Páli eru einnig kunnar fleiri fornminjar í lón- stæðinu. Inn með Sauðá er rétt og munnmæli eru um kofa þar hjá. Árið 1933 fann Pálmi Hannesson „tættur af leitarmannakofa“ í Kringilsárrana. Sumarið 2002 rakst Páll á tætturnar sem líklega eru í hættu vegna lóns- ins. Niður með Kringilsá telur Páll miklar líkur á að hafi verið kláfur. Ekkert af þessu var skoðað. í skýrslunni er Sauðakofi á Vesturöræfum talið það eina sem sé í hættu vegna lónsins austan Jöklu. Á síðustu stundu rambar smali í þoku á rústir í lónsstæðinu sem, ef þær reynast vera af Reykjaseli, munu teljast með merkari fornleifafund- um á Austurlandi. Af hverju var ekki gert ráð fyrir því að lónstæði Háls- lóns yrði þaulkannað með tilliti til fornminja fyrir landdrekkingu? Getur verið að svipuð vinnubrögð hafi ráðið ferðinni annars staðar þar sem land raskast eða hverfur? Hvað skoðaði Fornleifastofnun íslands ítarlega minjar á bökkum Fljótsins? Var leitað til einhverra staðkunnugra heima- manna? -ekki Páls Pálssonar sem óumdeilanlega veit „leikmanna“ mest og best um fornminjar á Austurlandi og þekkir umhverfið. Vonandi látum við fund meints Reykjarsels okkur að kenningu verða og rannsökum ítarlega fornminjar á svæðum sem raskast vegna fram- kvæmda áður en það verður of seint! - ritstjórar Múlaþings munu með glöðu geði kynna niðurstöður þeirra fyrir þjóðinni. SGÞ 5
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.