Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2003, Page 11
í landnámi Freysteins fagra II
Bœrinn á Sluðlum. Þar var slegið upp veislu og dansað á salnum á þrettándanum. Eigandi myndar
Guðmundur Sveinsson.
árið 1686 í tengslum við sakamál. Segir þar
að höggvinn hafi verið Jón Þorláksson frá
Barðsnesi í Norðfirði austur, búandi maður,
er grafið hafði bam það sem hann átti í
hórdómi við vinnukonu sinni í bænhúsi
gömlu þar á bænum. Beint upp af Barðs-
nesbænum er tótt sem Sveinn Ámason
bóndi á Barðsnesi taldi vera leifar bæn-
hússins og hefur sonur hans Þórður Sveins-
son komið fyrir krossi á tóttinni.
Á Barðsnesi vom á 20. öldinni íjórir
bæir í byggð; Stuðlar, Barðsnes, Barðsnes-
gerði og Barðsnesgerðisstekkur. Einnig eru
þekkt nokkur afbýli sem öll voru skamman
tíma í byggð. Þegar manntalið er tekið
1901 búa á þessum bæjum rúmlega 60
manns, tvíbýlt er á Barðsnesi og í Barðs-
nesgerði og búið er í svokölluðu Lendingar-
húsi.
Bæirnir, sem einu nafni nefndust Suður-
bæir, stóðu allir á láglendinu meðfram sjón-
um. Bæjarhús eru nú öll horfin nema íbúð-
arhúsið á Barðsnesi sem hefúr verið gert
upp og blasir við sjónum frá Neskaupstað
þar sem það stendur reisulegt í túni.
Á Suðurbæjum þótti gott að búa að fyrri
tíðar hætti og bætti gott beitiland upp frem-
ur lélega heyskaparmöguleika. Tún vora
lítil en grasgefin og voru þau flest þakslétt-
uð um og upp úr aldamótum og var slóg
notuð til ræktunar. Búið var með sauðfé og
kýr til heimilisnota. Árið 1947 komust Suð-
urbæingar í símasamband og árið 1951 var
jeppaslóði raddur ffá Viðfirði út að Barðsnesi.
Búskapur studdist að hálfu við sjósókn,
önnur hlunnindi má nefna s.s. æðarvarp,
lundatekju og reka. Sjósóknin byggðist
mjög á samhjálp íbúanna og fóra allar jarð-
irnar samtímis í eyði árið 1955, nema
Barðsnesgerðisstekkur sem farinn var í eyði
þremur áram áður. Verður nú gerð frekari
grein fyrir jörðunum og þeim sem þar
bjuggu síðast.
Innst á nesinu stóðu Stuðlar. Jörðin var
fyrr á tíð hálf Múlasýslujörð og hálf eign
Skálholtsstóls en var seld með konungsúr-
9